Vikan

Tölublað

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 20

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 20
 hægt að vera þar. Hann sagði það allmikla vinnu að lialda í horfinu svo stórum garði, sem þau hjónin hafa og helzt þarf eitthvað að grípa í það á hverj- um degi og gæta þess að láta ekki safnazt fyrir. í þessu failega efnamanna- hverfi i Beckenliam er talsverð- ur kunningsskapur milli ná- granna og jafnvel samgangur. Að sumrinu eru haldin garð-partý, þar sem nágrannarnir mæta og skemmta sér saman. Þetta er samstillt fóik og rólegt, sagði Jóhann. En það er ekki skemmti- stöðunum fyrir að fara þótt bær- inn sé á stærð við Reykjavík. Þar er eitt bíó og eitt samkomu- hús. Ef fólk fer út að skemmta sér, þá fer það í aðra borgar- hluta, svo sem til Bromley eða þá inn í borgina. Aftur á móti eru til staðar annars konar stofn- anir mönnum til ánægju svo sem tennisklúbbar. Og skautahöll er þar skammt frá. Jóhann fer stundum með félögum sínum i golf og með börnin á skauta — jafnvel um hásumarið. Lestin sem Jóhann fer með, er um 20 mínútur inn á Victoria- járnbrautarstöðina, en samtals er hann um 45 minútur á leiðinni Ástæðan fyrir því að hann fer ekki á bíl, er ekki vegalengdin, heldur bílastæðavandamálið inni við miðbik borgarinnar. Maria Teresa Gonsalves og Páll Heiðar Jónsson ásamt dóttur þeirra Maríu Jónínu Christie. ViS Redcliff Street í London búa þau Maria-Teresa Gonsalves og Páll HeiSar Jónsson. - Hún sunnan frá Canaríeyjum-Hann frá íslandi. AU kynntust í London, Maria-Tlieresa Gon- salves og Páll Heiðar Jónsson og mættust á miðri leið; hún komin sunnan frá Can- aríeyjum, þar sem fólk er talið í blóðheit- ara lagi og engin furða undir þessari brenn- andi sól ár og síð, — hann kominn norðan frá fslandi. Síðan hafa þau mætzt á miðri leið í hverju máli. Maria-Teresa kom til London til þess að læra hjúkrun og nú er hún útlærð lijúkrunarkona. Páll réðist til starfa hjá Flugfélagi íslands í London og var nýlega kominn utan, þegar fundum þeirra Mariu-Theresu har saman, — á balli að sjálfsögðu. Þar sá hann þessa bráðfallegu stúlku og bað um dans. „Dansinum er ekki lokið enn,“ segir Maria. Nú hafa þau verið gift i nærri tvö ár og giftu sig raunar hér heima á íslandi. Síðan hafa þau nokkrum sinnum verið á ferðinni hér og voru það til dæmis, þegar þessar línur voru skrifaðar. Þau eiga eina dóttur, ársgamla, sem heitir Maria Jónina Christie, og nú hefur María-Theresa liætt störfum sem hjúkrunarkona og tekið við hlutverki húsmóðurinnar í Redcliff Street 9A. Það er í vesturhluta Londonar. íhúðin er í kjallara, tveggja herbergja og þau verða að borga sem svarar fjór- um þúsundum í liusaleigu. En þau ætla sér ekki að vera þar lengi. Páll er farinn að líta í kringum sig eftir þriggja her- bergja hæð eða þvi sem næst og ætlunin er að ráðast í kaupin meb haustinu. Hann taldi að þriggja herbergja liæð á sæmilegum stað, mundi kosta sem svaraði 840 þúsund isl. krón- um. En það þarf aðeins að hafa 10% eða 84 þúsund i staðgreiðslu. 90% af verðinu mundi væntanlega vera liægt að fá að láni í sérstök- um sparisjóðum, eða bulding societies, sem borga hærri innlánsvexti en bankarnir. Þeir lána til 135 ára og vextirnir eru 6%. Þetta mundu þykja þvílík kjör á fslandi, að það þætti svo sem ekki neitt að kaupa samanhorið við ástandið eins og það er og hefur verið, þegar það flokkast undir náð eða happdrætt- isvinning að fá 25 jiúsund króna víxil til sex mánaða. En eftir því sem Páll sagði, þá þarf maður einungis að hafa áhyggjur af því að skrapa saman tíunda lilutann í útborgun- ina. Á sunnudögum ganga þau sér til hressingar og skemmtunar upp í Kensington-garðana með dótturina. Annars sagði Páll, að megnið af helgunum færi í að lesa sunnudagsblöðin, sem eru mikil að vöxtum og Maria-Tlieresa kvart- aði yfir því, að hann væri stundum helzt til niðursokkinn í blöðin. Hún kvaðst ekki sakna eyjanna sinna, sem þó liafa verið auglýstar sem einskonar ferðamannaparadis. Hún sagði, að það væri prýðilegt að koma þangað og vera þar gestur, en hún kærði sig ekki um að eiga þar heima. Framhald á bls. 41. 2Q VIKAN 31. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.