Vikan

Tölublað

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 21

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 21
) VIKAN heimsækir íslenzkar fjölskyldur í London og Grimsby. GRIMSBY er ekki ein af stáss- Dorgum þessa lieims nieð breiðstrætum og styttum af fræknum kóngum á hestbaki, né heldur líklegt að neinn standi þar agndofa yfir ævintýra- legu litaflóði neonljósanna. Nýleg- ur skýjakljúfur Ross samsteypunn- ar gnæfir þarna yfir önnur hús, enda er Ross einskonar KEA þar i plássinu. Annars er Grimsby lág- reist borg og líklega ekki svo langt frá hugmyndum ])eirra, sem gera sér ljóst að lífið þar er fyrst og fremst fiskur. Grimsby án fisks værí óhugsandi hugtak. Þar liugsa menn í fiski, starfa í fiski, græða á fiski eða tapa á fiski. Mál mál- anna á hverjum degi er fiskverðið á markaðnum; það er ofar knatt- spyrnunni eða striðinu i Viet Nam, jafnvel ofar veðrinu, sem er þó eftirlætis umræðuefni manna i Bret- landi. Við höfum margoft heyrt það í fréttum, að islenzkir togarar hafi verið að ianda í Grimsby og selt á svo og svo mikið. Fiskmarkaður- inn í Grimsby er niðri við höfn- ina, heljarmikið fyrirtæki og þýð- ingarmikið fyrir þessa megin fram- leiðsluvöru okkar, því verðlagið ákvarðast þar af framboði og eftir- spurn og er jafnvel breytilegt frá degi til dags. Markaðurinn í Grims- by er veröld út af fyrir sig og í nánd við hann eru ýmis fyrirtæki, sem á einhvern hátt eru tengd út- gerð og fiski. Eitt þeirra heitir Boston Deep Sea Fislieries og það er ekki til sá maður i nánd við markaðinn, að hann þekki ekki Pál Aðalsteinsson í Boston, eða Mr. Adel-Stænsen, eins og mér heyrð- ist þeir allir kalla hann, með mjög ákveðinni áherzlu á Stænsen. Það varð allmikil leit að mr. Adel-Stænsen, en svo kom í Ijós, að hann var í einhverskonar eftir- litsferð í splunkunýjum togara og eftir jaml og japl og fuður og klif- urverk um sloruga togara og annað tilheyrandi, þá stóð Páll allt í einu frammi fyrir óvæntri heimsókn frá íslandi og mælti á tungu feðranna, að velkomið væri að eiga orðastað við Vikuna. Síðan tókst slysalaust að klifra yfir slorraftana að nýju og gegnum markaðinn, þar sem karlarnir voru í óða önn að flaka fiskinn frá þvi um morguninn. Boston Deep Sea Fisheries er útgerðarfyrirtæki með fjölda tog- ara á sínum snærum. Páll Aðal- steinsson vinnur hjá þessu fyrirtæki og er auk þess ásamt tveim brezkum togaraskipstjórum eigandi að þrem togurum á móti Boston Deep Sea Fislieries. Páll er farinn að kannast við sig í Grimsby, því hann er búinn að Páll fyrir utan aðalstöðvar ton Deep Sea Fisheries. Bos- Svanhildur og Páll ASalsteinsson búa í virðu- legu húsi í gömlum stíl, skammt utan við Grimsby vera þar síðan 1931. Faðir lians var Aðalsteinn Pálsson, tog- araskipstjóri og Páll byrjaði snemma að vera til sjós með föður sínum. Móðir hans dó, þegar hann var um fermingaraldur og þá fór Páll á verzlunarskóla i Grimsby. En hann var samt ákveð- inn i að stunda sjóinn og að skólanum loknum, var hann kominn á togara að nýju og þegar hann liafði verið í fjögur ár á íslands- miðum og víðar, þá komst hann i stýrimannaskóla og tók stýri- mannspróf 1938 og tveim árum síðar fékk hann skipstjórnarrétt- indi. Það var í byrjun stríðsins og siglingar, jafnvel á togara, voru ekkert grin á þeim tima. Samt var Páll jafnan lieppinn og hélt skipum sínum á íslandsmið. Þá var siglt í skipalestum í förum milli landa og eitt sinn varð Páll þeirrar gæfu aðnjótandi að geta bjargað 18 manns, þegar kafbátur réðist á skipalest. Hann var samtals á sjö togurum, Empire Fisher, Voleses, Alsey, Iíing- sol, Rinovia, Andanes og Belgaum. Skipstjórnarferill Páls stóð í 22 ár og þegar þar var komið sögu árið 1962, var Páll 45 ára eða á bezta aldri af togaraskip- stjóra að vera. En hann sagðist iiafa gert sér Ijóst, að hann ætti ef til vill ekki nema 10 ár eftir í starfinu og ef hann útendaði þau, þá yrði aðeins um tvennt að ræða fyrir sig: Að gerast vakt- maður í landi, eða netahnýtinga- maður. Hann langaði i livorugt. Þess í stað gekk hann í land meðan hægt var og hætti skii)- stjórn i eitt skipti fyrir öll. Hann sagði það ekki liafa verið neitt átak; sjórinn liafði þegar til kom ekki verið sú ástríða, að Framhald á bls. 43. íbúðarhúsið í Humberstone er byggt í gömlum, enskum stíl. Páll Aðalsteinsson stendur í dyrunum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.