Vikan

Tölublað

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 37

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 37
necker í símabókinni. Ég vel núm- erið. Kona Johns svarar. Ég kynni mig og segi að John og Danny séu í sömu deild í hóskólanum, og að Danny sé ekki heima, — hvort John sé heima? — Jó, svarar hún. — John var að koma heim. Það var Danny sem ók honum heim .... — Hvað hefir komið fyrir? — Hvað meinið þér? segir hún. — Hversvegna komu þeir svona seint? — Ó, þér vitið hvernig það er. Þeir gleyma sér við að masa sam- an .... Svo heyrði ég að hún hvíslaði: „Hættu að kitla mig, John". — Alla vega, sagði hún svo, — er maðurinn yðar ó leiðinni heim núna........... Ég þakka og legg heyrnartækið ó. Hún er sannarlega ekki lík mér. Hún virðist ekki hið minnsta reið eða æst. Ef að Danny færi að kitla mig klukkan fiögur um morgun, og það morgun eins og þennan, held ég að ég myndi lemia hann. Mennirnir sitja ennþó og horfa ó mig, og ég segi: — Ég þakka innilega fyrir. Ég veit núna að hann er á leiðinni heim .... — Verið þér ekki að grufla út í þetta meir, segir stóri maðurinn. Maður verður að taka lífinu eins og það er. Verið þér nú ekki vond við hann, þegar að þér komið heim. Hann opnar fyrir mér og hleypir mér út. Ég veifa til hans með tárin í augunum. Mér finnst eins og ég sé að kveðja góðan vin. Ég held heim á leið. Framundan sé ég bréfklútana mína. Allt í einu lýsa tvær bílluktir upp dimma göt- una. Leit minni er lokið. Fyrst er ég að hugsa um að láta hann koma heim að tómum kofanum. En svo fer ég að hlaupa og hoppa fram og aftur og veifa vasaljósinu til hans. Og ég skellihlæ. Hann hægir á sér, svo stanzar hann og opnar fyrir mér hurðina. Hann er bæði undrandi og óróleg- ur. — Hvað í dauðanum ertu að gera úti um þetta leyti nætur? — Ég hata þig, öskraði ég frávita af reiði og henti vasaljósinu í gólf- ið. — Hvar hefur þú verið? Ég var að verða vitlaus. Ég ætlaði að fara að hringja til lögreglunnar. Það munaði minnstu að tíu óðir karlar réðust á mig inni á ölstofu, og ég hef setið í glugganum og kíkt eftir þér í fimm klukkutíma. Ég er svo kvefuð að ég þyrfti helzt súrefnis- tjald, og ég kom snemma heim frá vinnunni, til þess að þú gætir stumr- að yfir mér. Og svo varstu ekki heima og ég vissi ekki hvar þú varst. Og við sem höfum ekki einu sinni síma ....... — En elskan mín, ég hélt að þú værir heima og steinsvæfir. — Ha—ha, en dásamlegt. Það vildi bara svo til að ég svaf ekki. Ég sat uppi á þessum ískalda kvisti og skalf af kulda. Ég hélt að það væri búið að ræna þig og myrða. Eða að þú hefðir ekið í ána, svo að það yrði að mölva ísinn til að ná í þig í fyrramálið. Ég hélt, ó, — ég veit ekki einu sinni hvað ég hélt .... Ég byrjaði að hnerra, og þegar að ég hætti að hnerra, fór ég að gráta. Svo lamdi ég hnefunum í brjósti á Danny og æpti: — Ó hve ég hata, — hata,hata þig! Þá þrýsti hann mér fast upp að sér, hló og strauk hárið frá andliti mínu, með hlýjum höndunum. — Ef þú gazt ekki hringt til mín, ættirðu að gera eitthvað annað, — snökti ég. Þú hefðir getað sent simskeyti. Þá kyssti Danny mig beint á munninn. Ég varð dauðhrædd og hrópaði: — Passaðu þig, passaðu þig á bakteríunum mínum . . En Danny svarar grafalvarlegur: — Ég elska bakteríurnar þínar. Og þá sé ég þetta allt svo skýrt. Hver getur elskað jafnvel bakte- ríurnar manns nema bezti vinur- inn ............................ ☆ Vikan heimsækir fjöl- skyldur í London og Grimsby Framhald af bls. 18. skilst að enn í dag, séu sérstök bæjarfélög með sinni hreppapólitík og öllu tilheyrandi. En gagnstætt því sem orð- ið hefur í mörgum stór- borgum, þá hafa menn ekki fallið fyrir þeirri freistingu að byggja upp í loftið. London er lágreist borg yfirlitum að mestu. Sumir halda því fram, að Bretar mundu aldrei flytja í nýtízku háhús. Þeir verða að hafa sinn garð; það er ekki alltaf stór garður, en hann er stolt fjölskyldunnar. Megnið af íbúðarhús- um Londonar er með þeim hætti, að hætt er við, að Reykvíkingar myndu seint vilja flytj- ast þar inn. Okkur finnst ömur- legt að sjá þessar enda- lausu raðir af múr- steinshúsum, sem lif- að hafa sitt fegursta. Þar er hver íbúð gjarn- an á nokkrum hæðum Winther þrihjói - margar gerSir, litir og stærðir. SPÍTALASTÍG 8. Sími 14661. Pósthólf 671. SCANIA - VABIS 3Q Hálf fram- byggSur NÝIUNG Minni SCflNIUVnBIS Scania-Vabis 36 er nýjung meðal diesel vörubifreiða í 5 — 7 tonna stærðarflokki. Scania-Vabis 36 er vörubifreið, sem hentar fyrir vörubifreiðastjóra, iðnfyrirtæki, verktaka og bæjarfélög. Scania-Vabis 36 hefur fullkominn útbúnað: Tvöfaldar þrýstilofts- bremsur, tvöfalt drif, vökvastýri, þrýstilofts stýrðan mismunadrifslós, smurolíuskilvindu á vél og 24 volta rafkerfi. Hafið samband við okkur og við veitum yður allar upplýsingar um hinar mismunandi gerðir af Scania-Vabis vörubifreiðum: L 36, L 56, L 66, L 76, LB 76. SCANIA SPARAR ALLT NEMA AFLIÐ. I S A R N H. F. Klapparstíg 27. - Sími 20720. VIKAN 31. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.