Vikan

Tölublað

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 41

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 41
Finnur Jónsson var ákafamaður og tók í nefið, og hafði því ekkert fyrir stafni. Hann snarast nú að einum fyrirsvarsmanni Bolvíking- anna og spyr kurteislega eins og hans var jafnan háttur, á hverju sem gekk. — Sæll og blessaður N.N. Ætlar þú að banna mér landgöngu hér? Víkararnir gjóa augum til slöng- unnar, sem ísfirðingar voru nú aft- ur byrjaðir að skaka ferlega. — Nei, nei, það hefur mér aldrei dottið í hug. Ryðst nú fyrirliðinn fast um í hópi manna sinna, svo að skarð nái að myndast fyrir óvininn og höfðu Bolvíkingar nærri hrundið sjálfum sér í sjóinn við að rýma til fyrir Isfirðingum á Brjótnum, Ekki er Hannibals getið við sjálfa landgönguna, en ótrúlegt má það teljast ef hann hefur látið Finn ganga sér framar og stíga fæti fyrr á þann brjót, sem hann hafði ver- ið handlangaður niður af fyrr um daginn. Þó að þetta atriði liggi ekki Ijóst fyrir, þá er hitt öruggt, að hann er í fylkingarbrjósti, þegar gengið er inn götuna. ísfirðingarnir ganga nú fylktu liði sem leið liggur upp í samkomu- hús. Bolvíkingar rölta á eftir og líta margir um öxl til slöngunnar, sem nú hlykkjast meinleysislega á dekki bátsins. Nokkrir strákar brugðu sér um borð og fiktuðu við slönguna. Það kom ekki vatnsdropi úr henni. í hita væntanlegs bardaga, hafði gleymzt að tengja hana. Hannibal gekk sigurreyfur inn götu og veifaði til kvenna sem lágu í gluggum húsa og gægðust á þenn- an glæsilega mann, sem þær höfðu horft á tárvotum augum fyrr um daginn leikinn svo hart, en var nú kominn aftur með fríðu liði og margfaldri reisn. Er ekki að efa, að þær hefðu viljað leggja viskastykki sín fyrir fætur honum, ef þær hefðu átt þau einhver. Nú dróst að Hannibal, sem gefur að skilja, allur hans lýður, en svo gengu ísfirðingar snúðugt, að marg- ur vesall hrökk frá og náði ekki að snerta klæðafald herra síns. Einn af forystumönnum Bolvík- inga í hernaðinum hafði þurft að huga að hænsnum sínum eða önd- um og gat því ekki mætt til orust- unnar. Var hann að þessu bauki og laut við verk sitt, þegar Hannibal gekk hjá. Hannibal gerði nú stanz á her- göngu sinni og alls liðsins. Tókust kveðjur með þessum tveim mönn- um, og þakkaði hvor öðrum fyrir síðast, en Víkarinn var einn þeirra, sem flutt hafði Hannibal fyrr um daginn og gist með honum tugt- húsið. Skiptust þeir á nokkrum gam- anyrðum, hvorugur tók í nefið, og kvöddust síðan með virktum og hétu hvor öðrum ævarandi fjandskap á meðan þeir lifðu báðir. ísfirðingar skutu á fundi í sam komuhúsinu, svo sem ráðgert hafði verið af Hannibal fyrr um daginn. Skyldi nú rætt það mál sem fyrir lá, kaup og kjör verkafólks í Bol- ungarvík En nú fóru Bolvíkingar að sækja í sig veðrið. Slangan hið hræðilega morðvopn var nú að baki. Er ekki að orðlengja það, að þrátt fyrir hetjulega baráttu ísfirðinganna, með miklum öskrum og fótastappi, þá hleyptu Bolvíkingar upp fund- inum með enn hærri öskrum og fótastappi. Langvinnt fótastapp er lýjandi og einn maður, að minnsta kosti, fékk sinadrátt. Nokkuð var það, að hann var leiddur burt og vildu Bolvíkingar telja hann fall- inn á vígvelli. Var þar með lokið mannskæðustu fólkorrustu, sem háð hefur verið á íslandi í fimm hundr- uð ár. Þau mættust á miðri leið Framhald af bls. 20. SANAMAT nuddtækin frá Sanamat-verksm. Frankfurt/Main sameina alla beztu kosti slíkra tækja í sam- ræmi við nýjustu tækni. Stillan- legur vibrationsstyrkleiki og 7 fylgihlutir auðvelda margskon- ar notkun — auka vellíðan, eySa þreytu, mýkja og styrkja. Örugg gæði. — Mjög hagstætt verð. — AbyrgS á hverju tæki. 3 gerðir fyrirliggjandi. EINKAUMBOÐ: Verzlinin LAMPINN Laugavegi 68 Sími 180Ó6. Páll fer með neðanjarðarlest til vinnu sinnar og lestin fer beint strik inná Piccadilly, svo hann er aðeins tuttugu mínútur á leiðinni með þvi sem bann þarf að ganga. Það þykir mjög vel sloppið i London. Heim kemur hann oftast klukkan sex eða hálf sjö, eftir því hvað mik- ið er að gera og þegar hann er þreyttur, þá sezt hann við flyg- ilinn í stofunni og leikur sere- nöður. 115 sendiráð Framhald af bls. 27. hann öðru hvoru og heimsækir ræðismenn fsl. i umdæmi sinu. Hann sagðist að sjálfsögðu ekki geta oft farið til Spánar, Portú- gals eða Hollands, en bætti við: „Ég vil geta þess í þessu sam- bandi, að ræðismenn okkar veita oft sendiráðunum mikla og góða aðstoð, án nokkurs tilkostnaðar fyrir rikissjóð, því að starf þeirra er ólaunað. Ræðismenn- irnir eru yfirleitt dugandi kaup- sýslumenn, hver á sinum stað. Aðalræðismenn okkar í Amster- dam, Barcelona og Lissabon, að ógleymdum Sigursteini Magnús- syni, aðalræðismanni í Edin— borg og Þórarni Olgeirssyni, ræðismanni i Grimsby, hafa iðu- lega veitt sendiráðinu í London mikilsverða aðstoð. Ég get skot- ið því að hér, að það hefur ný- lega verið stofnsett aðalræðis- mannsskrifstofa í Madrid og ræðismannsskrifstofa í Bilbao á Spáni. Það er því ekki að neita, að við erum fáliðuð hér við fslenzka sendiráðið. Auk okkar Eiríks Benedikz, sendiráðunautar, starfa ]>ar tvær íslenzkar stúlk- ur, þær 'Brynhildur Sörensen og Helga Kalman og svo ein ensk stúlka auk sendils. Svo höfum við fiskiráðunaut, Mr. Wood- i i' i i 'jmB Eg J.B. PÉTURSSON BLIKKSMIOJA • STÁLTUNNUGERÐ JÁRNVÖRUVERZLUN Ægisgötu 4 - 7 Símar: 15300 - 13125 - 13126 VIKAN 31. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.