Vikan

Tölublað

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 46

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 46
Wk VIKAN OG HEIMILID TL W ritstjóri: Gudridur Gisladóttir. VEI’IÐ SXJIM F/ X CXXi Þær, sem eiga lítinn vefstól, geta ofið sér „stores“ með fallegum punt- og grasstráum. Uppi- staðan á að vera úr tvöföklu hörgarni nr. 20, en venjulegt hörgarn nr. 16 notað til að vefa með. Stráin mega vera þurrkuð, en þau mega líka vera ný, og þá eru þau látin þoma í gluggatjaldinu, eftir að búið er að vefa það. ..vs.'-XV-'' itWSflíl Látið stráin inn frá hægri til vinstri. Farið varlega að því, svo að þau festist ekki í þráðunum og brotni. Raðið þeim í fallegt munstur, en hafið það ekki of órólegt. Klippið endana, sem standa úr af kant- inum. Farið að öllu sem varlegast og reynið að hafa vefinn jafnan, en ekki of béttan. Skyttan fari í sama far Að íægja silfrið Sjálfvirki fægilögurinn eyðileggur oxyderingu og matta áferð. — Fer þessi nýi, sjálfvirki fægilögur, sem einnig heldur glansinum lengur en sá gamli, nokkuð illa með silfrið til lengdar? — Ekki höfum við orðið varir við það, svarar Jóhannes Leifsson, gullsmið- ur hjá Steinþóri og Jóhannesi við Lauga- veginn. — Hins vegar kemur fremur leiðinlegur, gráleitur blær á silfrið, á- ferðin verður þykkari og ekki eins fal- leg, en þessum áburði er hægt að ná af aftur með venjulegum fægilegi, svo að um varanleg lýti ætti ekki að vera að ræða. -—• Er þetta þá einhvers konar lakk? — Já, þetta myndar þunna lakkhúð utan á silfrið. En oxyderað silfur þolir ekki þennan áburð. — Er það ekki svarti grunnurinn í út- skurðinum, sem átt er við, þegar talað er um oxyderingu? — Ekki eingöngu. Silfur með mattri áferð, sem töluvert er í tizku núna, er unnið með oxyderingu, þótt slípað sé yfir á eftir, og þessi matta áferð eyðileggst því með þessum fægilegi. Fljótandi fægi- lögurinn er þó öllu verri hvað það snert- ir. — Það er mjög fróðlegt að fá þetta fram, og óhætt að slá því föstu, að fólk gerir sér þetta almennt ekki ljóst. En dugar þessi áburður við hitaveituvatn- inu? — Ég held að engin hlífð sé til við því. — Fólk kvartar líka yfir því, að guf- an frá vatninu fari illa með hluti, sem standi frammi, þótt þeir komi ekki i snertingu við vatnið. Það gildir jafnt um silfur og kopar, en er nokkuð ráð til við þvi? — Skrautmuni má lakka, en það er til- gangslaust við þá muni, sem eru í notk- un, því að lakk þolir hvorki þvott né núning. — Er hægt að lakka sjálfur i heima- húsum? Mig minnir, að ég hafi séð ein- hvers staðar, að svo mikla nákvæmni þyrfti við slíkt, að varla mætti anda ná- lægt hlutnum, sem verið væri að' lakka og engin gufa mætti vera í herberginu, svo að ekki myndaðist einhvers konar frosthúð. — Það er vandaverk og t. d. varla hægt að losna við fingraför. Ég hef yfir- leitt ráðlagt fólki að nota fixative á hluti, sem standa frammi. Það er handhægt í notkun, sprautað yfir hlutinn og gr ó- sýnilegt. Þetta efni, sem aðallega er notað Framhald á bls. 43.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.