Vikan

Tölublað

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 47

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 47
LíAUST AKLÆDl Á sroi iw Sé áklæðið á stólunum farið að slitna, er dýrt að láta klæða þá hjá bólstrara, og stólarnir þurfa að vera í góðu standi að öðru leyti, svo að það borgi sig. Það virðist hafa minnkað í tízku að sauma sjálfur áklæðið á stólana — líklega vegna þess, að fólk bindur sig í huganum við rósótt áklæði, en slíkt fer venjulega ekki vel í nýtízku stofum. Það krefst líka nokkurrar leikni að sauma áklæði, sem fer vel — nema það sé í tvennu eða þrennu lagi og bundið saman, eins og sýnt er á þessum myndum. Þetta áklæði er röndótt og auðsaum- að, þar sem aðeins er mátað á einn hluta stólsins í senn, og síðan bundið saman — á hliðunum með fram- haldi af þverlengjunum og að aftan með litlum flau- elsslaufum. Gleymið ekki vasanum fyrir dagblöð og handavinnu. H O LLRAÐ grefar fimm einföld ráð wið siiptingu Séu varirnar sprungnar og flagn- aðar er gott að nota undirstifti, sem mýkir þær og fær varaiitinn til að sitja jafnt á. Svolítill vara- glans á eftir gerir þær sléttari. Þær, sem vilja hafa næstum litlaus- ar varir, geta notað eingöngu und- irstiftið eða glansáburðinn. Til þess að láta augað sýnast opn- ara og stærra, nota margar sýning- arstúlkur þetta bragð: Þegar þær hafa borið augnskuggann á og dregið strik- ið meðfram efri augnhárunum, gera þær annað strik í brúnum eða gráum lit undir augað. Það á að byrja und- ir augasteininum og ná út fyrir aug- að, en það fylgir ekki auganu sjálfu, eins og þið sjáið. Vísi munnvikin niður gefur það ólund- arlegan svip, en hægt er að bæta úr þvi með þvl að nota vel yddan vara- blýant. Þá er strik dregið þannig, að efri vörin minnki svolítið, en sú neðri er aftur stækkuð og línan dregin upp á við í munnvikunum, eins og sjá má á teikningunni. Varablýantur er einn- ig góður til þess að hindra það, að lit- urinn renni út í smá hrukkur, sem stundum myndast við varirnar, og sitji þar fastur. Ef þið eigið vanda til að verða rauðar í andliti þegar líða tekur á kvöldið á manna- mótum, ættuð þið að varast bleikt eða rauðleitt púður og púðurundirlag. Þið ættuð heid- ur ekki að vera í sterkrauðum kjól því að bjarma hans slær á andlitið og gerir það enn rauðara. Sé púðrað fyrst yfir andlitið með grænu púðri eða grænu púðri blandað í kvöld- púðrið, sýnist húðin föiari. ' ■ t f M ,} ! 1 , | / , Jy ; Húðin á augnlok- unum er feit og þess- vegna vill augn- skugginn renna og setjast í kekki. Bezt er að bera hann á hrein augnlokin, en bera svo talkúm lauslega á síðast. Talkúm er heppi- legra en litað púður. \ PRJÓNAÐUR JAKKI Stærðir: 38 (40) 42. Mál: Yfirvídd 84 (88) 92 sm. Sidd 51 (53) 55 sm. Efni: Um 300 (350) 350 gr. af fremur fingerðu, hvítu ullar- garni (Shetland). Prjónar nr. 3% og 4. Prjónið það þétt að 22 1. prjón- aðar með munstri á prj. nr. 4 mæli 10 sm. Standist þessi hlut- föll má prjóna eftir uppskrift- inni óbreyttri, annars verður að breyta prjóna- eða garngrófleika þar til rétt hlutföll nást. Munstur: Lykkjufjöldi deilan- legur með 4. I. umf.: sléttprjón. 2. urnf.: * prjónið saman 3 1. brugðnar, úr næstu 1. eru siðan prjónaðar 3 1. með því að prj. fyrst sl. síðan brugðið og þá sl. *. Endurtakið frá * til # umferðina á enda. 3. umf:. sl. 4. umf,: # Prjónið 3 1. úr einni lykkju eins og áður og prjónið síðan saman 3 1. br. í eina 1. #. Endurtakið frá # til # umf. á enda. Endurtakið síðan frá 1. umf. og myndið með því munstrið. Bakstykki: Fitjið upp 94 (98) 102 1. á prj. nr 3 Y2 og prj. slétt- prjón 11 umf. 12. umf. er prj sl. frá röngu (brotlina) og síð- an áfram 10 umf. sl. Takið þá prjóna nr. 4 og prj. munstur. Aukið út með jöfnu millibili í 1. umf. þar til 104 (108) 112 1. eru á prjóninum. Prjónið áfram þar til stk. mælt frá brotlínunni mælir um 31 (33) 35 sm. Fellið þá af fyrir handvegum 8 1. í hvorri hlið. Prj. áfram þar til handvegir mæla um 20 sm. Fell- ið þá af fyrir öxlum 4 1. báðum megin 8 sinnum. Fellið af frem- ur laust. Framhald ó bls. 49. liil ■ ■ Iflll

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.