Vikan

Tölublað

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 49

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 49
og eins hafði ég það ó tilfinning- unni, að á henni væru hliðar, sem við fengjum aldrei að sjá. Það er víst hægt að segia það um flesta. Flughöfnin í Los Angeles kom í Ijós með flötum, lágum byggingum sínum. En sá bílafjöldi, sagði Shirley Winther. A öllum leiðum umhverfis flughöfnina ver þvílík umferð, að það var óvenjulegt, jafnvel í Los Angeles. — Ætli það hafi orðið flugslys? — Nei, svaraði Andy. — Þau eru komin til að glápa á okkur. Hann hafði rétt fyrir sér. Þegar vélin rann eftir flugbrautinni, sáu þau fólkið standa ( stórum hópum fyrir utan girðingarnetin, sem víða virtust bunga inn á við undan þrýst- ingnum. Það fór hrollur um Andy. Lissa starði eitt andartak á öll þessi andlit, svo sagði hún: — Eigum við raunverulega að ganga í gegnum allt þetta líka? Sírenurnar þögnuðu með ásak- andi væli þegar tveir lögreglubílar námu staðar við vélina. Tveir óein- kennisklæddir menn komu út úr fremri vagninum og fóru upp í flug- vélina. Sá fremri varð að beygja sig til að komast inn úr dyrunum. Hann var óvenjulega hár og grannur með skarpa andlitsdrætti, innfallnar kinnar og hörð augu. Hann rak einn fingur í hattbarðið og kynnti sig: — Zitlau. — Ég átti svo sannarlega ekki von á að sjá yður aftur, sagði hann undrandi. — Nei, ég get ímyndað mér það, svaraði Bonner og brosti seyrðu brosi. REYKJALUNDUR sími um Bruarland vinnuheimilid ad Reykjalundi Aukinn þrifnadur id frágang sorps f ilm — Bonner rannsóknarlögreglu- maður vinnur með okkur í þessu máli, útskýrði Zitlau. — Við væntum þess, að hann geti orðið til mik- illar aðstoðar vegna þekkingar sinnar á frumrannsókn málsins — Zitlau, getið þér ekki ein- hvernveginn hjálpað okkur í gegn- um þennan hóp? spurði Lissa. — Ég veit ekki, hvort við getum . . . — Mér datt það einmitt í hug, frú Paxton. Þessvegna höfum við annan bíl með. Zitlau snéri sér að Bonner: — Hver er herra Baker? Bonner benti á Baker, sem reis á fætur og horfði spyrjandi á lög- rgelumennina tvo: — Það er ég. Hversvegna? Frh. í næsta blaði. Prjónaður jakki Framhald af bls. 47. Vinstra framstykki: FitjiS upp 46 (50) 54 1. á prj. nr. 3Vz og prj. sléttprjón. 1. 3. 5. 7. 9. 11. umf. er aukin út 1 1. við jaðarinn að framan. 12. umf. er prj. sl. frá röngu (brotl), Prj. áfr. sl. 10 umf. og takið úr 1 1. að framan í annarri hv. umferð. Takið þá prjónanúmer 4 og prj. munstur. Aukið út með jöfnu millibili þar til 52 (56) 60 1. eru á prjóninum. Prj áfram þar til stk. mælir 31 (33) 35 sm„ fellið þá af fyrir hand- vegi á hliðinni. Prj. áfr. þessar Framhald á bls. 51. VIKAN 31. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.