Vikan

Tölublað

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 50

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 50
EGGERT KRISTJANSSON & CO HF SlMI 11400 ¥mi§leg:t g^ódgæti Frönsk hrísgrjónakaka. 1 1. mjólk, 250 gr. hrísgrjón, 150 gr. sykur, sultaðir kökuávextir, vanillusykur, 2 eggjarauður, Vz glas romm. Glassúr: 2 dl. sykur, 3 matsk. sjóðandi vatn. Sjóðið hrísgrjónin í mjólkinni. Bætið síðan sykrinum, vanillunni, eggjarauð- unum og romminu í og síðast sultuðu ávöxtunum (má nota kokkteilber). Bræð- ið sykurinn í glassúrinn á pönnu og hrærið í jiar til hann er jafn og ljósbrúnn. Hellið þá sjóðandi vatninu í og hrærið þar til það er jafnt og slétt. Hellið sykr- inum í formið, þannig að hann þekji það allt, líka brúnirnar. Setjið deigið í formið og bakið í ca. 30 mín. í 250 gr. heitum ofni. Kakan borin fram köld. Eplamarengs. 5 — 6 epli eru flysjuð og skorin í báta, síðan sett í velsmurt eldfast fat. Sykri, kanel og negul stráð yfir og bræddu smjöri hellt á. Þakið mcð marengs úr 2 eggjahvítum og bakað i lítið heitum ofni (175 gr.) I u.þ.b. hálftíma. Hrákrem borið með, en það er gert úr cggjarauðum og flórsykri og þeyttum rjóma. Kínverkst ragú. Yz kg. svínakjöt, 3 matsk. hakkaður laukur, svolítill hvítlaukur, tesk. timian, 1 tesk. sæt chilisósa, 3 matsk. kínversk soya, 3 dl. kjötsoð, 3 púrrur. Svínakjötið skorið í litlar lengjur og steikt lauslega með lauknum í olíu. Hvít- lauknum bætt í og öllu hinu og kjötsoðinu hellt yfir. Látið malla við lítinn hita í 20 mín. Hafi kjötið verið skorið nógu smátt, ætti það að vera soðið á þeim tíma. Púrrurnar skornar í sneiðar og settar í síðustu 5 mínúturnar. Jafnað að- eins upp með hveitijafning. Laussoðin hrísgrjón borin með. Góður smáréttur. 4 franskbrauðssneiðar, smjör eða smjörlíki, 1 Iaukur, 1 gulrót, 25 gr. smjör cða smjörlíki, salt, % tesk. basilikum, 4 sneiðar hamborgarhryggur, grófrifin piparrót. Brauðsneiðarnar steiktar í smjörinu. Laukurinn saxaður og guiræturnar skorn- ar í þunnar sneiðar og hvort tveggja brúnað lauslcga í smjörinu. Vilji það verða of brúnt, má setja örlítið vatn í. Kryddað og lagt á brauðsneiðarnar. Hamborgar- sneiðarnar Iagðar ofan á og efst rifna piparrótin. Ungversk súpa. 1 stórt rautt piparhulstur, 1 grænt piparhulstur, 1 — 2 stórir laukar, 1 dl. hrís- grjón, 2 matsk. smjör, 154 1. kjötsoð, svartur pipar, timían. Skerið laukana í þunnar sneiðar og sjóðið þá um stund í smjörinu. Bætið hrísgrjónunum í og látið þau aðeins brúnast við lítinn hita, hellið svo soðinu yfir og látið sjóða í 10 mín. Skerið piparinn í þunnar lengjur og látið hann sjóða með síðustu 15 mín. Súpuskálin þakin með rifnum osti um leið og súpan cr borin fram. Einfalt ávaxtasalat. Kaupið Iitla dós af ananas í bitum og látið hana standa yfir nótt á köldum stað í ísskápnum, þannig að ávextirnir verði ískaldir. Veiðið þá upp úr legin- um, en látið ckki renna af þeim, skerið banana í sneiðar og blandið saman við. Þeyttur rjómi borinn með, eða súrmjólk höfð út á. gQ VIKAN 31. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.