Vikan

Tölublað

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 4

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 4
— Við þurfum að spyrja yður um fóein afriði, svaraði Zitlau stutt- aralega. — Ég vildi biðja yður að fara með Bonner á stöðina. Lissa greip andann á lofti: — Baker? Hvað þurfið þið að tala við hann? Er hann grunaður? — Ekki ennþá. Fyrst verðum við að fá að ræða lítillega við hann. Zitlau þagnaði andartak: — Ef hann fellur undir grun — þá verður það grunur um morð. 6. kafli Andy sá, svo ekki varð um villzt, að enginn í Los Angeles gat verið í vafa um, að hann væri kominn heim. Þeir sem ekki höfðu tekið sér stöðu í flughöfninni, gátu fylgzt með ferð hans undir vælandi síren- um lögreglunnar gegnum borgina og út í Beverly Hills. Þar var hús Paxtonfjölskyldunnar — sem farar- stjórarnir í ferðamannabílunum köll- uðu litla hreiðrið þeirra Andys og Lissu — í tveggja hektara lóð, sem hann eitt af kjallaraherbergjunum að tómstundaverkstæði því hann hafði mjög gaman af að dútla. Og aðeins í þessu kjallaraherbergi fannst honum hann raunverulega vera heima. En hann átti þetta allt saman. Að minnsta kosti var það hans nafn, sem stóð á spjaldinu við rimlahliðið, en í raun og veru hafði eignin verið veðsett kvikmyndafé- laginu, sem Lissa hafði samning við, fyrir svimandi fjárupphæð. Hann var á leiðinni upp, þegar Shirly Winther stöðvaði hann með áhyggjusvip. — Herra Paxton, það eru tveir menn að fara ( gegnum bréfasafnið okkar. Þeir svína bók- staflega allt út. Þeir segjast vera frá FBI og þeir hampa leyfi til hús- rannsóknar. Andy hafði alveg gleymt því að barnsrán er eitt af þvt sem heyrir undir ríkislögregluna. Honum leið betur að vita af návist ríkislög- reglumannanna. Þeir fengu orð fyr- Stuttu seinna kvaddi hann dyra hjá Lissu: — Zitlau vill fá að tala við okkur niðri. Lissa va rennþá í ferðafötunum. — Ég þarf að hafa fataskipti fyrst, sagði hún. — Bíddu á meðan. Hann settist á rúmið hennar með- an hún fór úr draktinni og trítlaði um herbergið á fyrirferðalitlum og gagnsæjum undirfötum sínum, áð- ur en hún valdi kjól úr stóra klæða- skápnum. Slíkt hispursleysi kom Andy á óvart. Hjónaband þeirra hafði verið svo laust í reipunum, að jafnvel dvöl hans í svefnherbergi hennar hafði á sér einhvern ósiðleg- an blæ. Hún tók eftir augnaráði hans og sagði hálfum hljóðum: — Ég er alveg að verða tilbúin. Svo tók hún kjólinn, gekk fram í baðherbergið og lokaði á eftir sér. Meðan Andy beið, horfði hann á innrammaða mynd af Andrew litla, sem stóð á snyrtiborðinu. Hann horfði lengi á litla andlitið, sem og þér munið það, herra Paxton, byrjaði Zitlau. — Við höfum að sjálfsögðu lesið skýrslurnar, en það er alltaf betra að heyra frásögn frá fyrstu hendi um svona hluti. Andy kinkaði kolli og tók að segja frá. Lissa fyllti upp í frásögn hans með þeim smáatriðum, sem hún mundi eftir. Þetta var erfitt. Að rifja atburðina svona nákvæmlega upp, var næstum eins og að upp- lifa þá. En þau pældu í gegn um það. Zitlau sagði ekkert, fyrr en þau höfðu lokið máli sínu, þá sneri hann sér að FBI mönnunum: — Þetta kemur í flestum aðalatriðum heim við skýrzlu Bonners. — Já, nema hvað Baker snertir, svaraði Yard. — Já, hvað með Baker? spurði Andy. — Hafið þið hann ennþá í ykkar höndum? — Við getum talað um það seinna, svaraði Zitlau. Fyrst verð ég að segja yður, að það er Bonn- ers álit — og einnig mitt — að barns- var vel skipulögð og hirt, umkringd háum múr. Fasteignasalarnir höfðu í auglýs- ingum lýst húsinu þannig: — Fransk- ur hallarstíll með skífuþaki, fjögur stór og tvö minni svefnherbergi hvert um sig með baðherbergi; þjónustufólkshíbýli og íbúð fyrir bílstjóra, parket og marmaragólf, baðherbergin marmara og mosaik- lögð, leðurfóðraðir veggir með handmáluðum skreytingum, innan- hússími og lyfta. Stór nýrnalöguð sundlaug með hita og hreinsikerfi. Gróðurhús og bílskúr fyrir fjóra b(la. Þau höfðu keypt það með öllum húsgögnum — meira að segja pers- neskum teppum, konsertflygli, forn- húsgögnum (antik), leirtaui, líni og silfri. Lissa, sem hafði verið undra- barn og vön íburðarmiklu lífi, varð strax eins og heima í þessu and- rúmslofti. Foreldrar Andys höfðu hinsvegar haft fremur lítið milli handanna og hann tiplaði á tán um í gegnum allt þetta skraut og leið eins og gesti í höll. Svo gerði ir að vera duglegir og verða vel ágengt. — Hjálpið þeim eftir því, sem þér bezt getið, Shirley, sagði hann róandi. — Það er altaf hægt að taka til á eftir. Hann benti á blað, sem hún hafði í hendinni. Var þetta eitthvað áríðandi? — Það er bréf frá föður yðar. Andy las það meðan hann gekk upp. Það var eins og flest önnur bréf frá föður hans, sem nú var orðinn ekkjumaður, fullt af um- kvörtunum. Giktin hrjáði hann. Hann þurfti að skipta um baðvatnshita- dunkinn. Og hann þurfti að fá hækkun á mánaðarpeningunum sín- um. — Þú hlýtur að hafa ráð á því, eftir því sem maður les um þig í blöðunum, sagði hann. Það fór í taugarnar á Andy að finna þessa bjargföstu trú á, að Andy Paxton væri aðuvelt herfang fyrir hvern og einn. Svo tók hann eftir því að bréfið var skrifað áður en Andrew var rænt. Það var ekki skrifað af gagngerðum skorti á hugulsemi, heldur barst það á óheppilegum tíma. minnti svo mikið á hans eigið. Allt í einu fann hann til ógleði af ótta við þá hugsun, að ef til vill yrði Andrew aldrei sá sonur, sem hann hafði langað að eiga — að hann yrði aldrei annað en stöðugt óskýr- ari mynd af smánefjuðu ungbarni. Lissa tók eftir þessu, þegar hún kom alklædd út úr baðherberginu. — Þú er svo fölur Andy. Ertu veik- ur? — Nei, nei, mér líður ágætlega, sagði Andy. — Hann vildi ekki valda Lissu óróa með ótta sínum. Zitlau rannsóknarlögreglumaður beið eftir þeim í forsalnum. — Ég hef gerzt svo frekur að leggja borð- stofu ykkar undir mig. — Ég vona að þið hafið ekkert á móti því. Tveir FBI menn höfðu þegar hreiðrað um sig þar. Staplinger, vel- klæddur ungur maður frá héraðs- skrifstofunni fyrir syðri hluta Kali- forníu og Yard, roskinn, með grá- sprengt hár frá ríkislögreglunni í Los Angeles. — Ég held, að við verðum að biðja yður að segja okkur allt, eins ránið hafi verið skipulagt af ein- hverjum, kannske fleiri en einum, sem þekkir yður mjög vel. — Bonner hefur einnig aðra hug- mynd, sagði Andy hörkulega. — Sem sé þá, að það sé ég sjálfur, sem hafi sett allt þetta á svið, sem einhverskonar auglýsinganúmer. — I borg eins og Los Angeles, neyðumst við alltaf til að taka möguleikann á svindli með í reikn- inginn, viðurkenndi Zitlau. — En fyrst um sinn vinnum við út frá því, að hér sé um að ræða barnsrán og morð í sambandi við það. — En hversvegna hafið þið ein- mitt fengið augastað á Baker? Hann er bezti vinur minn og sá sem ég hef lengst þekkt. Það að auki hefur Baker skothelda f jarvistarsönnun. Hann sat við borð í E1 Dorado, ásamt Lissu, þegar Andrew var rænt. Zitlau leit aftur á FBI mennina. — Það er nú ekki alveg rétt. Það var einmitt það, sem Yard átti við áðan. — Lissa, þú getur borið því vitni, £ VIKAN 32. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.