Vikan

Eksemplar

Vikan - 12.08.1965, Side 8

Vikan - 12.08.1965, Side 8
ZANUSSI* SNORBABRAUT 44 - SÍMI 16242. Rætt við EINAR HÁKONARSON ungan listamann, sem hefur nýlega lokið námi Fyrir skömmu hafði ég spurn- ir af ungum íslenzkum listmálara, sem á síðast- liðnum vetri hafði stund- að nám við listaháskólann í Gautaborg. Það fylgdi með, að hann hefði náð góðum árangri, og í lok skólaársins hefði listasafn- ið í Gautaborg sýnt honum þann heiður að kaupa eitt af listaverk- um hans. Hann heitir Einar Há- konarson, tvítugur að aldri og dvelur hér á landi í sumarleyfi sínu. Mér datt í hug, að fróðlegt og skemmtilegt gæti verið að fá viðtal við Einar, og fór því þess á leit við hann, að hann rabbaði við mig nokkur orð um málara- list yfirleitt, nám sitt og fram- tíðaráætlanir. Hann tók þessari málaleitan minni vel, og eins og mig grunaði, hafði hann frá mörgu að segja. — Hvort hallast þú frekar að abstrakt eða figurativri list, Einar? -—• Sú stefna, sem ég er hrifn- astur af er kölluð figurativismi. Hún miðast við að lýsa lifandi verum eins og þær koma manni fyrir sjónir og þeim áhrifum, sem maður verður fyrir af þeim, aðal- lega þó manninum. Á sýningu í Stokkhólmi í vetur sá ég mál- verk eftir listamanninn Francis Bacon, en hann málar í þessum dúr, og ég varð fyrir geysileg- um áhrifum frá honum. — Er þessi stefna efst á baugi í myndlistaheiminum, og heldur þú, að hún eigi framtíð fyrir sér? —Hún er mikið í uppsiglingu um þessar mundir og næstum því alls staðar að skjóta upp kollin- um. Ég held, að hún eigi tví- mælalaust eftir að slá í gegn, vegna þess, að fólk á miklu auð- veldar með að skilja hana held- ur en annað, sem verið hefur á döfinni fram til þessa. — Við skulum endilega ræða nokkuð um abstrakt list. Þegar ég sé abstrakt málverk, þá botna ég aldrei neitt í neinu. Einar Hókonarson. Ég get hrifizt af litasamsetn- ingu og formi en ég er þó þeirr- ar skoðunar, að listamenn eigi að segja eitthvað og sýna. Ég fæ alls ekki skilið, hvernig menn geta orðið yfir sig hrifnir af ein- hverju, sem þeir fá enga mein- ingu í. — Jú það er alveg hægt. Það er lítið varið í þá list, sem læt- ur alla sína fjársjóði liggja á yfir- borðinu. Annars er ég sammála þér í því, að listamaðurinn eigi að túlka eitthvað, sem aðrir sjá hvorki né skilja, til dæmis sáu menn yfirleitt enga fegurð í hrauni, fyrr en Kjarval tók að túlka hana. En maður getur ósköp vel hrifizt af einhverju, sem maður skilur ekki. Þú hlust- ar á þrestina syngja og þú skil- ur ekki, hvað þeir eru að segja, en samt finnst þér það fallegt, en ég held, að abstrakt list og sérstaklega þó þær öfgastefnur, sem út frá henni hafa þróazt séu komnar á fallandi fót. — Hvernig stendur eiginlega á því, að þessi abstrakt list varð til? Ekki hefur þetta komið allt í einu. — Nei nei, það var um hæga þróun að ræða, svona upp úr 1910. Á þeim tímum var mikið umrót í heiminum, og kom það Zanussi heimilistækin eru árangur af löngu samstarfi og rannsóknum tæknifræðinga og skipulagsfræðinga á þörfum heimila og húsmæðra, ásamt áralangri reynslu á fjölmörgum sviðum tækninnar. Hin sívaxandi sala á Zanussi heimilistækjum hér á landi sýnir að það er óhætt að treysta hinum þroskaða smekk og gæðamati íslenzkra húsmæðra. listin aetti ™aa studla ad sálarró g VIKAN 32. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.