Vikan

Tölublað

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 9

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 9
fram í þessari stefnu í málara- list. Fyrst í stað var farið að bregða dálítið út af hinu venju- lega formi. Það vakti kannski fyrir listamanninum að mála blóm, og hann málaði mynd, sem fljótt á litið var ekki hægt að sjá, hvað átti að tákna, en ef betur var aðgætt, kom blómið í ljós. Síðar þróaðist þetta þannig, að oft hafði listamaðurinn ekkert sérstakt í huga. Hann setti kannski fyrst rautt lóðrétt strik í miðju og því næst blátt lárétt strik í miðju og því næst blátt lárétt strik til hliðar og þannig koll af kolli. Þegar hann var um það bil hálfnaður með verkið, sá hann kannski eitthvað út úr því og lauk við myndina í samræmi við það. Þannig var málaralistin aðeins orðin leikur með form. — Þú ert þá andvígur algjörri abstraktlist? —¦ Já, það má segja svo. En svona byltingastefnur eru aldrei algjörlega neikvæðar, síður en svo. Það er nú þannig með bylt- ingar, að þótt þær séu öfgakennd- ar og styðjist lítt við raunveru- leikann, þá hafa þær það samt til síns ágætis, að alltaf er hægt að notfæra sér eitthvað úr þeim eftir á. Það er alltaf alls staðar þörf á nýjungum, annars stirðn- ar allt í föstum formum. En mesti skaði, sem myndlist hefur verið gerður, var það, að mein- ingunni var kastað út úr henni því að eins og við urðum sam- mála um áðan, er hutverk lista- mannsins það, að segja eitthvað og sýna. — Þegar þú ætlar að mála mynd þaulhaugsarðu hana þá áður en þú byrjar, eða fæðast smáatriðin smátt og smátt, með- Einar og ein sjálfsmynda hans. an á verkinu stendur? — Nei, ég hugsa verkið alveg út í gegn. Ég verð að vera búinn að gera mér fulla grein fyrir því, sem ég ætla að segja, áður en ég segi það. — Átt þú eitthvað takmark með list þinni, Einar? Ég á við, hvort þú viljir segja fólki eitt- hvað sérstakt eða vekja hjá því nokkrar sérstakar tilfinningar. — Það er hægt að segja að takmark mitt sé það að koma fólki í sálarlegt jafnvægi. Ég meina ekki að þau eigi að verka eins og róandi töflur, en það er svo mikill hraði og spenna í öll- um hlutum nú til dags, að fólk á erfitt með að slappa af. Þess vegna álít ég það hafa mikið að segja, að listaverk hafi róandi á- hrif á fólk. Ef ég gæti náð því marki yrði ég fyllilega ánægður. í verkum mínum er yf irleitt mik- il rómantík, enda mikil rómantík sem liggur í loftinu. — Finnst þér íslendingar yfir- leitt hafa áhuga og skilning á myndlist, eða er það rétt, sem ungur listamaður sagði hér á dög- unum, að við séum skrælingjar á þessu sviði? — Það held ég að sé alrangt. Að vísu erum við mikið á eftir tímanum, en er það nema eðli- legt hjá svo fámennri þjóð? Mér finnst áhugi fslendinga á mynd- list vera stórum að glæðast. Það versta hér er, að hér er enginn sýningarsalur, þar sem fólk get- ur gengið að því vísu að sjá gjald- genga list. Til dæmis getur næst- um því hver og einn fengið að halda sýningu í Bogasalnum. Það er út af fyrir sig ágætt, að mönn- um sé ekki meinað að sýna verk Framhald á bls. 34. EINANGRUNAR GLER 20 árn reyrtsl •tiendls wuinar ngarti MEÐ STUTTUM FVRIWVARA EGGERT KRISTJ&NSSON & CO HF SfMI 11400 HALLOÓR JONSSONH. F. beildverzlun. Hafnarstræti Simar 23995 og J2586

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.