Vikan

Tölublað

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 11

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 11
ur einhverjar myndir, fjandakornið sem maSur kærir sig um slíkt. „Sleppa“, nrópaði kallinn, og það þýðir á sjómannamáli, að leysa eigi landfestar. Það er alveg fast heiti á öllum bátum að kalla skipstjórann kallinn jafnvel þótt hann sé yngstur um borð. Steinþór hefur ekkert karlalegt við sig, hann er maður á bezta skeiði, liðlega þrítugur, og hér eins og á öðrum bátum er hann kallaður kallinn eða kallfjandinn, eftir því hvernig liggur á mönnum. - j Svo var sleppt og haldið frá bryggjunni. Hana, nú er of seint að snúa við, hugsaði ég með mér, er við fjarlægðumst landið. Þegar komið var út fyrir hafnargarða, var sett á fulla ferð til hafs. „Ætli maður kíki ekki á hann þarna norðurfrá,“ sagði kallinn, og þar með vissum við, hvert förinni var heit- ið. Vestur undir Jökul. Það er alltaf margt, sem er spjallað um í stýrishúsinu á stímunum. Menn segja sögur af sjálfum sér og öðrum, ýmist sannar eða lognar og svo er bölvað. Menn bölva öllu, veðrinu, fiskiríinu, stjórninni og útgerðarmanninum. Annars verða menn að fara varlega í það hér um borð að bölva honum, því að Steinþór á sjálfur hlut í útgerðinni. „Það er ekki hægt að láta hann Magga elda, þegar svona fínir menn eru komnir um borð,“ sagði Geir stýrimaður. Með það hljóp hann fram í og byrjaði að malla. Á slaginu sjö kall- aði hann aftur í og sagði okkur að flýta okkur, áður en skepnurnar þama frammi 1 ætu allt frá okkur. Þegar niður í lúkar kom beið þar hlaðið borð af krásum. Stórsteik með brúnuð- um kartöflum, grænmeti og salati. Og á eftir dýrindis súpa. Magnús bragðaði með varfærni á góðgætinu og spurði, hvort hann hefði gleymt að setja vítisótann og grænsápuna í súpuna. Geir svaraði því til, að hann skyldi láta eitthvað miður gott á diskinn hans, ef hann væri að einhverju röfli. Vélstjórinn rak nú hausinn niður í lúkar svartur af olíu og spurði, hvort kominn væri matur. Var hann vinsamlega beðinn um að hypja sig í ónefndan stað, ef hann ekki þrifi sig, áður en hann settist að borðinu, „því að hér eru siðaðir menn samankomnir,“ eins og það var orðað. Eftir að menn höfðu étið sig belgfulla og ropað og snýtt sér hraustlega nokkrum sinnum, tóku þeir á sig náðir, sem ekki áttu vakt. Rúmin í bátnum heita kojur og eru ekki rúm í venjulegum skilningi. Einu sinni, þegar ég var á síld, kom ein af fegurðardrottningunum okkar niður í bát og spurði, hvor við svæfum virkilega í þessum skápum. Þar rataðist henni svo sannarlega rétt á munn. Þetta eru ekkert annað en skápar, sem menn skríða upp í til að sofa. Kl. 11 um kvöldið var slegið af ferðinni og áhöfnin ræst, það á að láta það fara. Þegar ég kom upp með myndavélina, voru strákarnir að byrja á að koma trollinu út. Það er ekkert smáfyrirtæki að koma einu trolli í sjó og mörg handtökin við það. Ef einhver skyldi ekki vita það, er rétt að taka það fram, að troll nefnist öðru nafni botnvarpa og er veiðarfærið, sem notað er við að veiða krabbann. Það þarf að hífa í þessa víra og slaka á hinum vírunum, toga í annan hlerann og fíra hin- um, henda öðrum vængnum út og snúa hinum við, hnýta fyrir pokann og sjá um að rópar og stertur séu klárir. Allt þarf þetta að ske á augnabliki og öll handtök verða að vera ákveðin og örugg. Ef eitthvað fer í handaskolum, getur það orðið til þess, að dýrmætur tími tapist, trollið fer kannske óklárt út og þá þarf að hífa það aftur inn og byrja á nýjan leik. En þarna kunnu menn sitt verk, þannig að það var engin hætta á, að neitt færi aflaga. Þegar búið var að slaka trollinu í botn og byrjað að toga, fórum við frammí og fengum okk- ur kaffisopa. Kallinn stóð fyrsta togið, og hinir gátu lagt sig á meðan. Það hefur vafizt fyrir mörgum að lýsa trolli, sem slíku, hvernig það lítur út og hvernig það vinnur. Troll er ekkert ólíkt skötusel. Hugsið ykkur, að þið hafið' skötusel með galopinn kjaftinn, festið tvo spotta í sitthvort munnvik hans og dragið hann áfram. Þar með er líkingin komin. Hlerarnir, sem áður var minnzt á, hafa það hlutverk að plægja upp botninn og skófla krabbanum að opinu á trollinu. Svo safnast bæði krabbi og fiskur inni í trollinu og eru þar þar til híft er upp. Venjulega er togað í 3 til 4 tíma í einu, en það fer þó eftir því, hvernig aflabrögð eru og einnig er það komið undir togbotninum. Krabbinn heldur sig vanalega á leirbotninum en getur þó farið út á harðari botn og þá getur verið hætta á að rífa trollið. Eftir tæpa fjóra tíma var kallað „hífopp“. Þá var slegið úr blökkinni og byrjað að draga þessa 250 faðma af vír, sem úti voru upp í spilið. Þegar trollið er komið upp, hefst annað eins fyrirtæki við að ná því inn og var við að koma því út. Toga í þetta og slaka á hinu. Þetta endar ^ samt með því, að pokinn, sem er aftasti hlutinn af trollinu er hífður inn og leyst frá honum. Þá hrynur það, sem í honum er niður á þilfarið. í 2 þessu holi reyndust vera tvcir steyttir pokar, mik- ið af karfa og dálítið af þorski en frekar lítill humar. Þetta þótti ágætis afli, og var trollið lát- 3 ið fara samstundis aftur. Og nú byrjaði handa- gangurinn við að koma aflanum niður. Fyrst er fiskurinn tíndur úr hrúgunni, karfinn sér og all- ur annar fiskur hafður saman í hrúgu. Síðan er tekið fram stórt tréborð og sett þversum yfir þil- farið. Þar er svo krabbanum mokað upp a. Krabb- ^ anum sagði ég, það er margt annað en krabbi, Framhald á bls. 40. Þessi mynd sýnir hvernig trollið er tek- ið innfyrir. Glögglega má sjá fiskinn fljóta upp í belgnum. Og þarna lialda þeir Geir og Magnús kokkur á sitt hvorum krabbanum, reiðubúnir að slíta af þeim skottið. Það eru mörg handtökin við allt, sem viðkemur trollinu. Hér eru þeir Geir og Magnús að gera sig klára að því að koma fiskinum niður, en Sævar er þegar kominn hálfur niður í lest til að taka á móti. Hér er málið híft upp á bíl. Þar tekur Geir á móti, en Sævar vélstjóri hífir.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.