Vikan

Tölublað

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 13

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 13
knnske líka vegna þess að henni þótti vænna um hann en hún vildi vera láta. — Þú ert þreytt, sagði hann. — Ertu þreytt á vinnunni? •—■ Já, sagði hún. — Skólaárið er að verða búið, og það hafa hrúgazt upp hjá mér allskonar verkefni, sem ég hefi trassað, en verð að ljúka við.... — Viltu koma eitthvað út með mér í kvöld? ■— Ég get það ekki, Claes, ég er með tvo bunka af stílabókum sem ég verð að vera búin að leiðrétta í fyrramálið. Ég veit bara ekki hvernig ég get klárað það... . -—■ Á ég þá ekki að koma til þín í kvöld heldur? sagði hann, og hún heyrði á röddinni að hann var vonsvikinn, eins og óþekkur smástrákur, og það fór í taugarnar á henni. — Það er leiðinlegt að þú skulir hafa svona mikið að gera, sagði hann, áður en hún gat hugsað lengra. — Þú ættir að geta tekið þér frí og haft það þægilegt um stund. Hann hélt í hönd hennar á borðinu, og henni fannst að hún færi að gráta ef hann segði eitthvað meira. Hún þoldi hann ekki, þegar hann var skeytingarlaus og reiður, og ennþá síður þegar hann var góður, og góður var hann oftast nær. — Ég átti hálftíma frí klukkan hálf ellefu, sagði hún. — Ef ég hefði vitað það, þá hefði ég komið, sagði hann. — Ég átti stefnumót við gamlan kunningja ... — Hvem? — Það er ekkert atriði. Þú þekkir hann ekki. . . . Hún vissi ekki hvort hún átti að tala um það, eða hvernig. Það eina sem hún vissi var að hún þurfti á styrk að halda, og Claes var nærtækur. Það var Anders, sem hún hafði hitt. Hann kom til bæjarins í gærkvöldi, hringdi til hennar og bað hana að hitta sig. Þetta var í fyrsta skipti sem hún hitti hann síðan hún skildi við hann. Þess- vegna var hún mjög taugaóstyrk þegar hún gekk upp stigann að barnum á Hótel Bristol. Hún hugsaði sig um, svo gekk hún inn á barinn og leit snöggt í kringum sig. Hann sat í dimmasta króknum og sneri baki við dyrunum, og tók ekki eftir henni, fyrr en hún stóð beint fyrir framan hann. Þá leit hann upp og hló. — Fáðu þér sæti, sagði hann. — Hvað viltu drekka? — Tómatsafa sagði hún. — Tvo Martini, sagði hann við þjóninn. Svo sagði hann við hana: — Þú ert fallegri en síðast þegar ég sá þig. Framhald á bls. 50. VIKAN 32. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.