Vikan

Tölublað

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 15

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 15
Hvermig eiga kirkfur að vera? Samkvæmt gamalli og viðtekinni, íslenzkri hefð, eiga kirkjur helzt að vera bárujárnsklæddar með þrem gluggum á hvorri hlið og turn uppúr þakinu að framan. Að innan eiga þær að vera blámálaðar og með stjörnum í hvelfingunni. Bekkirnir eiga að vera óþægilegir og harðir, svo ekki sé hætta á, að maður sofni undir ræðunni. Þegar arkitektar fóru að spreyta sig á nýrri gerð af kirkj- um, svo sem Neskirkju, Kópavogskirkju og Langholtskirkju, þá sögðu margir: Jú, þetta er svo sem alls ekki ljótt hús, en þetta er engin kirkja. En nútíminn afneitar því, að kirkjur eigi að vera með ein- hverju sameiginlegu lagi og fólk hefur jafnvel sannreynt, að það er hægt að komast í stemmingu og samband við guðdóm- inn í allra nýtízkulegustu kirkjum. Að mörgu leyti hafa arki- tektar frjálsari hendur, þegar um kirkjubyggingar er að ræða heldur en til dæmis skrifstofuhús eða íbúðarhús. Enda hafa þeir notað sér frjálsræðið og árangurinn er sá, að víða um heim eru nýjar kirkjur frumlegustu byggingar, sem sjást. Þar hefur sköpunargleðinni verið gefinn laus taumurinn eins og sést á meðfylgjandi myndum af þrem bandarískum kirkjum. Ein þeirra minnir dálítið á Langholtskirkju, en það er raunar kirkjubyggingarstíll, sem hefur verið talsvert mikið notaður. Hún er úr timbri. Önnur er í fjalllendi í Arizona og hún er steinsteypt, en framhliðin myndar kross, líka úr steinsteypu. Frumsýningar á kvikmyndum eru ævinlega kærkomið tilefni til samkvæmis í konunglegum stíl og þá láta sumir sig ekki muna um að fljúga sem snarast yfrum þveran hnöttinn til að geta verið viðstaddir. Ef maður vill láta telja sig reglulega „fínt fólk“ á alþjóðlegan mælikvarða, þá má alls ekki sleppa nokkru meiri háttar tilefni að sýna sig og það getur kostað mikil ferðalög. Nýlega var frumsýnd í París kvikmynd, sem hefur verið töluvert umtöluð og auglýst og heitir Zorba le grec. Á eftir var veizla á Maxim og þar voru auðvitað Maria Callas og Onassis. Þau gátu annars ekki séð kvikmyndina, því miður, vegna þess að Maria var að syngja í Operunni og Onass- is var að hlusta á. Hér er Onassis að hespa í sig kaffinu í veizl- unni. Þar var líka frændi Constantíns Grikkjakóngs, sem heit- ir Michel og er prins (það er víst prýðis atvinna). Hann hafði sér við hlið unga konu og fagra, sem heitir Marina Karella og er orðin fræg, að minnsta kosti í selskapslífinu. Selskaps- líf í París VIKAN 32. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.