Vikan

Tölublað

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 16

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 16
5. tiluti Eftir Sergeanne Goðon Angelique og eiginmaður hennar, Pbilippe du Plessis-Belliére, sitja veizlu við hirðina. 1 samkvæminu lendir þeim saman, og hann ásakar hana fyrir að vera þess valdandi, að hann sé að missa hylli konungsins. Síðan gefur hann henni löðrung að viðstöddu margmenni. Eftir þessa niðurlægingu leitar hún sér húsaskjóls yfir nóttina í yfirfullri höllinni, og fær loks inni í herbergi de Lauzun markgreifa ásamt Madame de Montespan og fleira fólki. Daginn eftir berast Angelique skilaboð frá konunginum þess efnis, að henni sé boðið að vera við veiðarnar næsta dag. Philippe bannar henni það, en hún er ákveðin í að þyggja boðið. Síðar kemur nýji f jármálaráðherrann, Monsieur Colbert, að máli við hana, og þau ræða viðskiptamál... — Já, með því skilyrði, að herinn eða annað yfirvald stjórnarinnar hafí enga hönd í bagga með stjórnum stöðvarinnar. — Hvernig ætti Þá að stýra henni? — Það verk ættu að hafa á hendi menn, sem væru vanir að eiga við ný lönd i verzlun og viðskiptum. Eg á við kaupmenn. Angelique hafði talað af miklum ákafa, en nú rak hún allt í einu upp hlátur. —• Madame, við erum að ræða alvarlegt mál, sagði Colbert. —• Fyrirgefið, en mér datt í hug, hvernig færi, ef yfir sig fágaður maður á borð við de La Valliére markgreifa, væri settur yfir slíka stöð, meðal herskárra villimanna. —• Madame, efizt þér um hugrekki hans? Ég veit fyrir víst, að hann hefur margsinnis sannað hugrekki sitt í þjónustu konungsins. —• Þetta er ekki spurning um hugrekki, heldur aðeins um hvað hann myndi gera, ef hann lenti á strönd, þar sem hann sæi hóp af allsberum villimönnum nálgast. Hann myndi slátra helmingnum af þeim, og gera hinn helminginn að þrælum. — Þrælarnir eru undirstaða verzlunarinnar. —¦ Mér dettur ekki í hug að neita því, en slikur ófriöur við þá innfæddu er ekki góð aðferð, þegar til stendur að stofna verksmiðjur og hefja iðnað í landinu. Það væri hægt að segja, að Það væru að- ferðirnar, sem Frakkar nota, sem koma í veg fyrir, að þeim verði vel ágengt, og eru oftast nær strádrepnir, þegar þeir hafa komið ein- hverju í framkvæmd. Colbert leit á hana með viðurkenningar augnaráði. — Andskotinn eigi það ef ég___ hann klóraði illa rakaða hökuna. — Eg hef lært meira á þessum tíu minútum, en á mörgum svefnlausum nóttum, sem ég hef eytt yfir þessum déskotans skýrslum. — Monsieur, ég hlusta aðeins á það, sem kaupmennirnir og sjó- mennirnir segja, en.... — Betri vitneskju er víst ekki hægt að fá. Þakka yður fyrir, Madame. Þér gerðuð mér mikinn greiða, ef þér vilduð biða eftir mér svosem hálfa klukkustund í fremra herberginu. — Ég skal gera það, sagði hún. Hún gekk fram í forherbergið, þar sem de La Valliére markgreifi sagði henni með meinfýsinni ánægju, að Louvois hefði spurt um hana og farið síðan að borða. Angelique reyndi að láta ekki sjá vonbrigðin á sér. Þetta var alveg eftir heppninni hennar. Hún var mjög áfjáð í að tala við hinn unga hermálaráðherra til að biðja hann um stöðu við hirðina, og nú, vegna þess óvænta samtals við Colbert, þar sem ekki hafði borið neitt annað á góma en verzlun, hafði hún glatað tækifærinu. Hún mátti engan tíma missa. Hver gat sagt um, hvaða brögð voru nú að fæðast í heila Philippe? Ef hún berðist of opinskátt á móti honum, væri alveg eftir honum að láta læsa hana inni. Eiginmenn hafa ótakmarkaðan um- ráðarétt yfir eiginkonunum. Hún varð að skjóta hér föstum rótum, áður en það væri of seint. Það lá við, að hún stappaði í gólfiö af reiði og vonbrigðum. Ergja hennar jókst um helming, þegar hún heyrði hirðmennina segja, að hans hágöfgi hefði frestað frekari áheyrnum til næsta dags, og Það væri eins gott fyrir þá, sem ætluðu að hitta hann að máli, að fara. Hún gekk að dyrunum, en þegar hún var í þann veginn að fara út, ávarpaði aðstoðarmaður Colberts hana. —¦ Vildi Madame la Marquisé vera svo væn að fylgja mér. Þeir bíða eftir henni. Herbergið, sem hún var leidd inn í, var mjög vistlegt, en minna em hinir salirnir. Þar bar mest á dökkbláum lit og gulli og gaf herberginu virðulegan blæ. Angelique lét augun líða um það. Þetta var greinilega karlmannsherbergi. 1 fjarri enda herbergisins stóð Colbert og sneri baki við henni. Hinum megin við borðið var kóngurinn. Munnur Angelique opnaðist. — Aha! Hér er sú komin, sem fræddi mig, sagði fjármálamaðurinn, þegar hann snéri sér við. — Gerið svo vel að koma nær, Madame, og segið hans hágöfgi af reynzlu yðar.... sem.... sem hluthafa í Austur-Indía hlutafélaginu. Það mun varpa ljósi á nokkur atriði málsins. Með þeirri kurteisi, sem hann sýndi hverri konu, jafnvel þeirri auð- virðilegustu, reis Lúðvík XIV á fætur og hneigði sig fyrir henni. Sér til skelfingar varð Angelique Ijóst, að hún hafði enn ekki sýnt honum næga viröingu. Hún hneigði sig djúpt og bölvaði Colbert í hljóði. —¦ Ég veit, að þér eruð lítið fyrir að gera að gamni yðar, Monsieur Colbert, sagði konungurinn. ¦— En ég átti ekki von á að fréttir sjó- mannanna bærust hingað í dulargerfi einnar hefðarkonunnar frá hirð minni. — Maðame du Plessis-Belliére er eigi að síður mikilsverður hlut- hafi í hlutafélaginu. Hún útbjó skip með fallbyssum og ætlaði að hefja viðskipti við Indíur, en hún varð að hætta því og beina viðskiptum sínum í staðinn til Ameríku. Og hún mun nú segja yður, hvað kom henni til Þess. —¦ Satt bezt að segja, monsieur, sagði Angelique, ¦— þykir mér leitt, að þér skylduð leggja svona mikið upp úr sögu minni. Það er rétt, að ég hef fest nokkuð fé í skipaútgerð. Forstjóri þessara framkvæmda fyrir mína hönd, kvartar við mig undan erfiðleikum í starfi sinu, en ég veit sjálf ekki meira um þessi mál en ég veit um búskap, jafnvel þótt leiguliðar mínir haldi yfir mér langar ræður um orsök til hinnar slæmu uppskeru. Colbert skipti litum. — Nú er nóg komið, hrópaði hann. — Rétt áðan töluðuð þér við mig af alvöru um mál, sem þér kunnið skil á, en nú eruð þér að látast. Eruð þér hrædd að tala frammi fyrir kóng- inum? Kóngurinn settist aftur. Hann treysti fjármálaráðherra sinum og beið þolinmóður eftir því, að fá einhverja Ijósglætu í þetta viðtal, sem enn olli honum undrun. Hann rannsakaði Angelique með róleg- um, grandskoðandi augum. Hún sá í augnaráði hans alvöruna, var- færnina og vizkuna, sem einkenndi flestar ákvarðanir hans. Það var mjög óvenjulegt, að finna slíka eiginleika hjá 27 ára gömlum einræðis- herra. Eins og Angelique, hafði hann þroskazt frá æsku til fullorðinsára á rnjög stuttum tíma. Bæði héldu Þau enn hæfileikum æskunnar til að verða fyrir áhrifum. Þau fundu hvort um sig skynsemi hins og milli þeirra myndaðist gagnkvæm virðing. — Ég veit, að yöar hágöfgi er á móti sérvizku, og það er mjög ó- venjulegt, að kona við hirð yðar sé bendluð við mál eins og verzlun og sjávarútg«rð. Eg er hrædd um----- — Þér hafið ekkert að óttast. Þér skuluð heldur ekki reyna að hvika frá sannleikanum, sagði konungurinn mjög alvarlega. — 'Ef Monsieur Colbert heldur, að up^r/sUgar ýðar geti hjálpað, er það ekki undir yður kontið að ákveða, hvort við munum taka því vel eða illa. Gerið svo vel að tala út, Madame, og kafið einungis það hugfast, að Það er skylda yðar að drag« ekkert uadan. Hann bauð henni ekki sæti, til þess að gera Það ljóst svo ekki varð um villzt, að hún var ekkert fremri Öðrum hirðmeyjum, sem ekki 16 VIKAN 32. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.