Vikan

Issue

Vikan - 12.08.1965, Page 18

Vikan - 12.08.1965, Page 18
Rússneska konan og aðstaða hennar • DUGNADARFORKAR Ml Veronica Dudarova er eklcert blávatn. Hún stjórn- ar synfóníuhljómsveit rfkisins í Moskvu og á mynd- inni segir hún einum hljóófæraleikaranum til synd- anna. „Maður verður að gleyma því stundum, að vera kona“, segir hún, „ég verð að vera tannhvöss og viljasterk". Rússar hafa mikla aðdáun á Ijóðlist og skáldkonan ur.ga, Bella Akmadulina, er ídól og átrúnaðargoð allra ungra stúlkna í Rússlandi. Við fyrstu sýn virðast skrifstofur „Verka- konunnar", sem er tímarit forystukvenna í Sovétríkjunum með skrifstofur í húsi Prawda, líkar hvaða nýtízku skrifstofu sem er á Vesturlöndum. Húsakynnin eru björt og veggirnir klæddir Ijósri eik. „Verkakonan" er mjög útbreidd, og selst i átta milljónum eintaka. En starfslið tímaritsins er mjög frábrugðið samskonar starfsliði á Vestur- löndum: ef til vill er kvenþjóðin hvergi fremur en þar glæsileg og klædd eftir nýjustu tízku. Þær rússnesku eru aftur á móti venjulega nokkuð við aldur. Þær gangast einungis upp í starfi sínu og klæðast samkvæmt því. Eg hef ferðazt um Rússland og séð þar ýmis- legt markvert eins og ferðamenn yfirleitt. Ég er af rússneskum ættum, og mig langaði til að kynnast því landi, þar sem forfeður mínir höfðu öldum saman lifað og starfað. Ég er einnig rit- höfundur, og hafði því áhuga á að ræða við rússneska rithöfunda og bókmenntafræðinga. í þetta skipti var ég komin til Rússlands til að seðja forvitni mína á öðru sviði. Ég hef heyrt, að álitið sé, að rússrieskar konur hafi meira jafnrétti á við menn sína heldur en konur í nokkru öðru landi. Munurinn miili kynjanna, sem öldum saman hefur komið í veg fyrir, að konur hafi í ýmsum greinum látið til sín taka, hafi þar verið þurrkaður út. Ef svo er, hvernig er þá að vera kona í slíku þjóðféiagi? Og hvern- ig er rússneska konan miðað við þær hug- myndir, sem Vesturlandabúar gera sér af kven- hetjum með orður á barmi og vel dúðaðar í óásjálegan fatnað, eða kannski eins og eldri kynslóðin gæti ímyndað sér, ekki ósvipaðar Gretu Garbo. Það væri því ekki úr vegi að byrja á rit- stjóra „Verkakonunnar" frú Valentínu Vavilova. Hún stendur upp frá stóru skrifborði sinu til að heilsa mér. Þetta er fálát miðaldra kona og greiðir grátt hárið í hnút aftur á hnakka. Hún segir: „Tímaritið Verkakonan var stofn- að af bolsjevikum árið 1916. Frá fyrstu tíð höf- um við leitazt við að vekja upp eldmóð hjá Kvenhctja Rússa nr. eitt Valentina Tcreshkova, geimfari og fyrst kvenna til að taka þátt í geimferð. Hún stendur hér framan við geysistóra vcggmynd af októberbyitingunni í Leninsafninu í Moskvu. hinum vinnandi konum, en við reynum einn- ig að bæta lífskjör þeirra, við viljum bæta vinnuskilyrði þeirra, auka tómstundir þeirra og bæta aðstöðu þeirra heima fyrir." í orðum hennar er hljómur, sem minnir á, að hún er embættismaður Sovjetstjórnarinnar og er líkleg til að veita þau svör, sem viður- kennd eru af þarlendum stjórnmálamönnum. Hún er ,flokkskona" eins og Rússar kalla það. Flest- ar konur sem gegna mikilvægum embættum í Sovjetríkjunum eru í þeim hóp (hvort sem þær eru meðlimir Kommúnistaflokksins eða ekki. Þær láta allar í Ijós sömu skoðanir með þessum venjulegu, siðavöndu orðum og þær jafnvel klæðast á sama hátt. „Of margar konur", segir hún „vinna enn- þá þau störf, sem eru fyrir karlmenn. Eftir stríðið og mikið manntjón af völdum þess urðu konur oft að koma í stað karlmanna í ýmsum atvinnugreinum, við landbúnað og í verksmiðj- um". Ég sé gegnum glugga bak við skrifborð hennar skugga af vinnandi konum í verksmiðju nokkurri þarna rétt hjá, neistar og glæringar gefa til kynna, að þær vinna við logsuðu. Hún hélt áfram: „Nú er þetta að líða undir lok og sjálf- virknin að vinna á. Okkur finnst það heil- mikið afrek, þegar við getum lýst því yfir, að í stöðum, sem krefjast menntaskóla- eða há- skólamenntaðs fólks er kvenfólk rúmlega 59%. Nú á tímum fá næstum því allar sovjeskar stúlkur menntaskólamenntun." Við ræðum saman í rúma klukkustund. Að lokum, þegar við erum í þann veginn að kveðj- ast, þagnar frú Vavilova eins og henni detti eitthvað í hug. Hún brosir og bætir við nokkuð feimnislega: „Vel á minnzt, Olga Vadimovna, mig langar til að segja yður, hversu hrifin ég var af bók föður yðar. Hugsa sér, að hægt sé að elska en vera jafnframt óhlutdrægur í dómum, það hlýtur að vera sjaldgæft". Bók sú, sem hún á við er sjálfsævisaga föður míns Vadim Andreyev, sem lýsir sambandi hans við föður sinn, hinn fræga rússneska rithöfund Leonid Andreyev. Frú Vavilova verður sem snöggvast mildari á svip, þegar hún talar um hana. Fram til þessa hafði hún talað í stuttum setningum og eins og kennari væri að fræða nemanda sinn, hún hafði talað eins og fulltrúi kerfisins. En á þessu augna- bliki hafði ég séð að undir hrjúfu yfirborði embættismannsins bjó mildi og kvenlegar til- finningar. Hin sovjeska embættakona er aðallega nokk- urs konar framvörður, hana er alls staðar að sjá og hlutverk hennar er ekkert sérlega mark- vert. Samt sem áður eru í Sovjetríkjunum raun- verulegar kvenhetjur, sem eru tákn þeirrar hug- myndar, sem við höfum af þarlendum konum. Sem stendur er geimferðakonan Valentina Tereshokova mest metin. Stjórnarblöðin eru óvön því að varpa Ijósi á einkalíf sinna afburða- manna, en í þessu tilfelli hefur það verið gert. Sú kona, sem rússneskar stúlkur hafa næst-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.