Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 12.08.1965, Qupperneq 19

Vikan - 12.08.1965, Qupperneq 19
Eftlr Olgu Carlisle D KVENLEGAN ÞOKKA og metnað fyrir liönci föðuHancisins Það er mjög fróðlegt að bera saman lifnaðarhætti og lífsviðhorf rússneskra kvenna og Vestur- landakvenna yfirleitt. Rússneskar konur hafa með því-að leggja stund á æðri menntun, komizt nærri þjóðfélagsstöðu karlmanna. - en hvernig eru þær þá sem eiginkonur og mæður. Og hvað segja karlmennirnir um þessa þróun. Þeir verða oft að hafa sig alla við til að hafa við kvenfólki. mest dólæti á er að öllum irkindum Ijóðskáldið Bella Akmadulina, tutt- ugu og átta ára að aldri og búsett í Moskvu. Hún er falleg kona með rjómagula húð og rauðleitt stuttklippt hár. Bella var undrabarn á sviði Ijóðlistar á unglingsárum sínum. Ljóðskáldið Yevgeny Yevtushenko var orðað við hana og hin ástríðuþrungnu ástarljóð hans til hennar vöktu þjóðarathygli í kringum 1960. Hún giftist Yeutushenko, skildi við hann og giftist síðan vinsælum og myndarlegum rithöfundi, Yuri Naguibin að nafni. Eftir rússneskum mælikvarða lifa þau hjónin mesta sældar- lífi. Á heimili þeirra ! Moskvu safnast tíðum saman listamenn af ýmsu tagi; vodka flýtur um borð og fólk ræðir saman um listir af miklum áhuga. En hætt er við, að flestum rússneskum konum finnist lífið drungalegt og hversdagslegt. Til dæmis er í „Verkakonunni" ekkert, sem segir kon- um, hvernig þær eigi að láta karlmönnum lítast á sig, sem er vinsælt efni í kvennablöðum hins vestræna heims né heldur að þar séu myndir af fallegum fötum og öðru slíku „Verkakonan" greinir aðallega frá vinnu og vinnuhagræðingu og hvernig eigi að sauma, klæða sig og elda mat á sem hagkvæmastan hátt. Ég hafði tekið með mér eintak af Harper's Bazaar, og þegar kven- arkitekt hafði flett því, sagði hún: „Ef eitthvað svona fágað væri gefið út í Sovjetríkjunum mundi það seljast í feikna upplagi. Við þráum glæsi- leika í klæðnaði, heimilum og lífsháttum. Fegurðarþráin er rík í okkur". Á bak við þessar óskir liggja 50 ár byltingar og þjóðfélagslegs endur- skipuiags, tímar styrjalda, hryllings og fátæktar. Þessi örðugu ár og fastskorðað þjóðfélag hafa svipt konur í Sovétríkjunum ýmsum þeim sérréttindum, sem þær áður höfðu. Þær hafa lagt á sig líkamlegt erfiði og þjáðst af einmanaleika. Álit- ið er að í heimsstyrjöldinni síðari og í hreinsunum Stalins hafi um það bil 20 milljónir manna týnt lífinu. Þetta olli því, að kvenfólk varð miklu fleira en karlmenn og vakti fjölskyldutengsl meðal þeirra Rússa, sem lifðu af þessa hræðilegu tíma. Sovjeska konan er fjörleg, kvenleg og heillandi á sinn hátt. Þar sem hún hefur stöðugt frá blautu barnsbeini verið félagi í einhvers konar hópstarfsemi er hún yfirleitt félagslynd. Hún er vel menntuð og getur rætt við karlmenn sem konur um næstum því hvað sem er. Leikkona nokkur að nafni Tatyana Samoylova, sem leikur í kvikmynd- inni „Trönurnar fljúga" segir eftirfarandi: „Eftir byltinguna 1917 sýndum við, hvað við gátum. Konur taka þátt í vexti þjóðfélagsheildarinnar ásamt karlmönnum og fá sömu tækifæri og þeir. Það getur verið að við séum ekki sérstaklega kvenlegar í út- liti, en ég held að tilfinningalíf okkar sé auðugra heldur en kvenna hins vestræna heims, þar sem við tökum miklu meiri hlutdeild í störf- um þjóðar okkar. Þungamiðjan í lífi sovjesku konunnar er starf hennar, ekki heimilis- störfin, heldur störf hennar utan heimiiisins. Það er siðferðileg skylda að starfa utan heimilisins og flestar sovjezkar konur geta alls ekki komizt hjá því. Ég heyrði oft þetta viðkvæði: „Starf mitt veitir mér sjálfsöryggi". „Konur, sem aðeins starfa á heimilum lítillækka sjálfar sig." .... „Mér þykir gaman að leggja minn skerf til þarfa þjóðfélagsins." Sovjetskar konur vinna sem verkfræðingar, byggingaeftirlitsmenn, arkitektar og vélfræðingar. 75% af læknastétt landsins eru konur, og þriðjungur af lögfræðingum sömuleiðis. Meira en helmingur alls starf- andi fólks þar eru konur, og þær eiga sína fulltrúa í næstum því hverri einustu starfsgrein. Ung rússnesk stúlka, Oksana Mikhalova, leiðsögukona hjá Intourist, rússnesku rikisferðaskrifstofunni. Ilún er ekki smáfríð, cn hefur fögur augu og er svip- falleg og einlæg. Hún kvaðst þrá meiri þægindi, einkum á heimilinu, þar sem hún og maðurinn hennar tilvonandi gætu lifað út af fyrir sig án þess að búa með tengdafólki. Hún hefur sterka skyldutilfinningu til að hjálpa þjóðinni að ná æðri markmiðum. Rússland er kannski eini staðurinn í heimi, þar sem maður getur séð konu stjórna neðanjarðarlest og fljótabát. Zinaida Trotskaya er fulltrúi forstjóra félags neðanjarðarjárnbrautarlesta í Moskvu og hefur umsjón með öllu starfsliði félagsins. Olga Silnova, 38 ára að aldri, stjórnar bát á ánni Neva, sem rennur í gegnum Leningrad. Hún hóf feril sinn sem VIKAN 32. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.