Vikan

Tölublað

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 21

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 21
Ung stúlka í Moskvu, sem nam tungumál á síðkvöldum og ók leigubíl á daginn, hafði mest- ar áhyggjur af því, að kærast- inn hennarværi ekki nógu póli- tískur og hugsjónaríkur. Hún ætlaði að reyna að fá hann með sér í sjálfboðavinnu á kornakr- ana í Úkrainu í sumarleyfinu. Rússland fortíðarinnar er víða til ennþá eins og til dæmis í þorpinu Troparyovo, tíu mílur frá Moskvu. Þar veröa húsmæðurnar enn að sækja vatn og bera það á sjálfum sér eins og myndin sýnir. Menntun kvenna og tækifæri í sveitaþorpunum eru margfalt minni en í stóru borgunum. Marina, Alla, Lydia (stærðfræðingur) og Nina (eðlisfræðingur), töluðu um fatnað. Konurnar fjórar voru allar í nælonsokkum, en þegar ég hafði dvalizt í Rússlandi tveim órum áður, höfðu þær allar verið í þykkum ullarsokkum. „Mér finnst kvenlegt að ganga [ nylonsokkum", sagði Marina, „en eins og öll önnur föt eru þeir dýrir og það er erfitt að fá þá." „Við eigum í miklum erfiðleikum með snyrtivörur, sagði Lydia", sem er lagleg stúlka með sítt slétt svart hór. „Andlitskremin okkar eru ágæt, en það er annað mál með varalit og augnskugga. Ég nota ekkert slíkt en ég vorkenni þeim stúlkum, sem þurfa að nota þessar óvönduðu vörur." Ég spurði hana, hvar hún hefði keypt þennan fal- lega hvíta kjól, sem hún var í. Hún svaraði: „Móðir mín saumar allt á mig. Eftir að ég gift- ist Georgi, þó hef ég engan tíma aflögu til að sauma. Hverja einustu tómstund notum við til að vear samvistum hvort við annað. Stundum tökum við okkur aðeins gönguferð um borgina." Þegar Georgi hefur náð doktorsgráðu munum við að sjálfsögðu eignast eigin íbúð. Þá ætlum við að vera mikið heima". Georgi heyrði það, sem Lydia var að segja og sagði glettnislega: „Það eina, sem Lydia getur talað um, er draum- ur hennar um þægilegt líf. Btddu bara við, brátt munum við eignast eigin íbúð og vælandi krakka. Hvers vegna ertu ekki ánægð og nýtur líðandi stundar?" Samræðurnar minntu að ýmsu leyti á sam- kvæmishjal hvar sem er á Vesturlöndum, en samt greindi ýmislegt ó milli. Konurnar voru ekki einungis eiginkonur og vinkonur heldur einnig vísindamenn eins og eig- inmenn þeirra. Ég minntist þess, sem frú Vavi- lova hafði sagt mér um ólit sitt á hjónabandi: „Hjónaband ætti að vera samband karls og konu, sem standa á sviðuðu greindarstigi og hafa svipaðar siðferðishugmyndir. Líklegt er, að karlmaður verði leiður ó þeirri eiginkonu, sem ekki hefur neitt aðdróttarafl fyrir hann, nema kvenlega fegurð." Sovézkir eiginmenn verða oft að hafa sig alla við að standast samanburð við konur sínar. Þær hafa yfirleitt meiri áhuga ó þjóðfélagslegum framförum en þeir, og þær njóta þess í rfkara mæil að vera hlekkir í þessari geysistóru keðju. ( Moskvu hitti ég leigubílstjóra nokkurn, fallega, lióshærða stúlku, sem var 23 óra að aldri. Hún ók á daginn og lagði stund á tungumál á kvöld- in. Áhyggjuefni hennar var það, að unnustinn vildi ekki ganga í „Æskulýðsfylkinguna" og ekki heldiír hafa neitt af stiónmálum að segja. Pramihald á bls. 37. Olga Silnova er skipstjóri og plægir ána Nevu meS þessu 150 manna fari, sem hún stendur hér við stefniS á. Og á öðrum samskonar bát er maðurinn hennar skipstjóri. Þau fá nákvæmlega sömu laun. Maya Plisetskaya býr sig undir aS dansa hlutverk Odettu í Bolshoi ballettinum í Moskvu. Snjallir lista- iiii'im, konur jafnt sem karlar, búa við betri kjör en flestir aðrir og njóta forréttinda. elskuleg, hefur ótt sinh mikla þátt í því. Hún er sterkleg kona, hafði verið fögur ó yngri ár- um og enn í dag er hún forkur dugleg. Hún matreiddi eina heita móltíð á dag á gasvélinni og hafði nokkrum sinnum ó dag smurt brauð og te. I baðherberginu þvoði hún þvotta, og þegar barnið grét, gaf hún sér tíma til að leika við það. Hún var hin dæmigerða rússneska „babushka" eða amma. ( eitt skipti, þegar ég var stödd þarna á heim- ilinu buðu Alla og Sasha mér með sér ( heim- sókn til annarra ungra hjóna. Þau hétu Marina og Genia og voru bæði stærðfræðingar, bæði ó þrítugsaldri. Þar voru staddir ýmsir gestir, flestir þeirra ungir vísindamenn. Heiðursgestur- inn var dökkhærð, lagleg stúlka, Sonja að nafni. Hún var líffræðingur og hafði nýlega gefið út rit um erfðafræði. Eftir kvöldverðinn gengu karlmennirnir innar í stofuna og fóru að ræða bókmenntir; meðal annars ræddu þeir um bók James Baldwins „Blues for Mr. Charlie", sem var nýbúið að gefa út [ Rússlandi. Konurnar sátu kyrrar við matar- borðið, nörtuðu í kökur og drukku Ijúffengt v(n frá Kákasus, nema Sonja. Hún hafði ekki tekið eiginmann sinn með sér og vildi frekar ræða við karlmennina. VIKAN 32. tbl. 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.