Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 12.08.1965, Qupperneq 23

Vikan - 12.08.1965, Qupperneq 23
vatnsheldur heldur, þá má segja að voðinn sé vís. Og svo hefst uppblásturinn? — Já, hann hefur hafizt efst á heiðum uppi og á hæðum og hólum, þar sem landið þornar fyrst og mest er áveðurs. Þaðan hefur hann síðan breiðzt út, þannig að rofbarð myndazt við sárið, en barðið þykknar stöðugt vegna þess að mold og sandur blæs upp á það, unz það ofþornar sjálft og blæs upp lengra inn á gróðurlendið, svo að þannig er um nokkurs konar keðjuverkun að ræða. Jafnvel mýrlendi getur blásið upp á þennan hátt. Hefur þessi þróun alltaf verið þannig? — Já, að mínu áliti, en hægt og bítandi fyrst í stað, en hún hefur aukizt stórlega með landnám- inu. Landið hefur verið alfriðað, en forfeður vorir hjuggu skógana og létu búsmalann ganga sjálfala. Þessi skyndilega breyting hefur örugglega átt drjúg- an þátt í að auka þessa óheillavænlegu þróun. Ennfremur virðist uppblásturinn hafa aukizt á síðari öldum að minnsta kosti niður við og í byggð. Hvernig getið þið þekkt þróunina? Ekki hafið þið gamlar athuganir að styðjast við? — Nei, ekki nema samtöl við eldri menn og munnmæli. En við getum mælt áfokshraðann milli þekktra öskulaga og fundið þannig hvað uppblást- urinn hefur verið mikill á ýmsum tímum, svo er öskulagarannsóknum dr. Sigurðar Þórarinssonar fyrir að þakka. Þarna í Haukadalsheiðinni eru það fyrst og fremst þekkt öskulög frá Heklu, sem hægt er að styðjast við. Það yngsta er frá 1766, en það elzta er aftur á móti um 6600 ára gamalt. Auk þessara þekktu öskulaga finnast þarna nokkur fleiri öskulög í eldri jarðlögum. Það er óvíst, hvað- an þau eru upprunnin, en ef til vill gætu einhver þeirra verið ættuð frá gosstöðvum á svæðinu suð- vestur af Langjökli, þó að þar hafi sennilega mest verið um hraungos að ræða. Til dæmis er Uthlíð- arhraun um það bil 3600 ára gamalt, en það nær inn á rannsóknarsvæðið. I hverju eru annars rannsóknir þínar fyrst og fremst fólgnar? — Meðal annars með því að mæla jarðvegs- snið, þar sem gróðurtorfur eru eftir, og reikna síð- an út, hve ört hefur fokið á gróðurlendið til að gera sér arein fyrir, hvernig uppblásturinn hefur þróazt stig af stigi. Ennfremur með rannsóknum á eðlisfræðilegum eiginleikum jarðvegsins, t. d. með mælingum á kornstærð hans og samsetningu til að þekkja betur viðnámsþol hans gegn vatni og vindi. Hvenær hefur svo uppblástur byrjað að ráði á þessum slóðum? — Ja, samkvæmt Jarðabók Arna Magnússonar og Páls Vídalíns: „er sandur farinn að ganga á Haukadalsheiði norðanverða." Nú má Haukadals- heiði heita örfoka land. Mér virðist þó líklegra, að þá þegar hafi verið all mikill uppblástur á heið- inni, en það var 1709, sem Jarðabókin var samin. Mikið land hefur þá verið orðið örfoka norðan og austan Fars, en svo heitir Tungufljótið uppi á heiðinni. Er þarna um mikið landssvæði að ræða? — Já, sem dæmi um það má þar til nefna, að á Haukadalsheiði eða nánar tiltekið á svæðinu sunnan og vestan Fars, vestur að Brekknafjall- garði og Kálfstindi og niður á brúna ofan við Haukadal eru um 6500 hektarar algerlega örfoka. Þetta væri gott sumarbeitiland fyrir 4000—4500 lambær, ef það væri gróið, eins og það hefur verið áður. Þetta svæði er að mestu heimalönd, en svo er öll afréttin norð-austan við Farið. En eru ekki fleiri orsakir fyrir sandfoki á þess- um slóðum? — Jú/ vissulega. Þarna er mjög hvassviðrasamt, sérstaklega eru norðaustan veðrin hættuleg. VIDTAL: SIGRÚN EGILSON Á hverju ári eru gróðursettar tugþús- undir af trjáplöntum í Haukadal, þar sem skilyrði eru betri en víðast sunnan- lands að minnsta kosti. En skammt fyrir innan, á Haukadalsheiði og flák- unum þar fyrir innan, er landið örfoka eyðimörk og uppblásturinn heldur áfram. Sandgræðslan hefur hafið mynd- arlegt átak til að stöðva landeyðing- una og nú í sumar fékk Guttormur Sigurbjörnsson, sem nýlega hefur lokið jarðfræðinámi, styrk til að rannsaka orsakir landeyðingar á þessu svæði. Hann segir nánar frá því í viðtali við Vikuna. HANN RANNSAKAR ORSAKIB EYÐILEGGING- ARINNAR Guttormur Sigurbjörnsson. Hann hefur fengið styrk úr raunvísindasjóði til að rannsaka orsakir sandfoksins á Hauka- dalsheiði. Einnig má þar til nefna, að Langjökull gekk mikið fram á síðari öldum, en hefur síðan gengið mjög hratt til baka á þessari öld. Þegar jökull- inn gekk fram stíflaði hann farveg Farsins úr Hagavatni, svo að það hefur örugglega runnið á þrem mismunandi stöðum úr vatninu. Við þessar breytingar á jöklinum færð- ist Hagavatn úr stað og lá sunn- ar og hærra en nú. Vegna breyt- inga á jöklinum og mismunandi afrennslis frá Hagavatni urðu þarna Framhald á bls. 34. SéS yflr Hagavatn og Langjökul úr lofti. Til hægri er vestasti hluti Jarlhettanna. Á myndinni sést hvar Farið rennur úr vatninu, cn niðri í byggð hcitir Farið Tungufljót. Við jökulhlaupið mikla, 1939, rauf Farið sér nýja leið gcgnum fjallgarðinn, scm girðir af vatnið. VIKAN 32. tbl. 23

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.