Vikan

Tölublað

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 24

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 24
EINAR KRISTJANSSON allt frá æsku og námsferli. Hann segl um. - Jakob Möller skráði Allir fslendingar þekkja lagið, sem endar á þessari ljóðlínu, allir þekkja röddina og flestir þekkja söngvar- ann, margir þó aðeins af afspurn, því hann hefur dvalizt langdvölum við hirð hirma stóru óperuleikhúsa og gert garðinn frægan. Um þrjátíu ára skeið hefur hann sungið sig inn í hjörtu erlendra óperugesta og á þeim tíma farið með fleiri óperuhlutverk en nokkur annar íslendingur, yfir 120 að tölu. Hann fæddist í litlu húsi við Grettisgöt- una fyrir um það bil 55 árum. Engar sögur fara af því, hvort heilladísunum hafi sér- staklega verið boðið í skírnarveizluna. Ein þeirra hefur þó eflaust verið viðstödd og gefið snáðanum fyrirheit um bjarta og fagra söngrödd. Þeir, sem vita ekki, að ævintýri gerast enn í dag, hafa eflaust einhverja aðra skýr- ingu á reiðum höndum. Ef til vill benda þeir á, að faðir hans var raddmaður mikill og forsöngvari í Úthlíðar-kirkju í Biskupstung- um á yngri árum. Eftir að hann fluttist til Reykjavíkur kynntust honum margir — ljúf- menni í bláum samfesting, sem fór á hjóli um götur bæjarins og kynti upp fyrir fólk á fyrir-hitaveitu-árunum. Hann sá meðal annars urrj, að Alþingismennirnir sætu ekki loppnir á þingbekkjunum. — Svo er líka haft fyrir satt, að móðir hans hafi bæði ver- ið músíkelsk og haft laglega rödd. Kannske er honum því komin söngröddin frá foreldr- unum báðum, þegar öllu er á botninn hvolft. En okkur langaði til að kynnast ferli söngvarans nánar og erum þess vegna komn- ir í heimsókn vestur á Nýlendugötu til Ein- ars Kristjánssonar óperusöngvara: — Ég held ég hafi sungið frá því ég man eftir mér. Sjö ára gamall sat ég oft við glugg- ann heima á Grettisgötu og söng fyrir Esj- una öll þau lög, sem ég kunni. Fyrsta sóló- hlutverkið fékk ég í barnaskólanum. Söng- kennarinn bað mig að syngja sólóna í „Ólaf- ur reið með björgum fram“. Áður höfðu þrír strákar hjálpast aö við þetta ábyrgðarmikla vandaverk. Það voru þeir Tryggvi Tryggva- son í „Tryggvi Tryggvason og félagar hans“, Sgurður Arnalds og einhver þriðji maður, sem ég man ekki lengur hver var. Hjá síra Friðrik Friðrikssyni í KFUM, sem síra Friðrik æfði. Hann kendi okkur lög á öllum mögulegum málum. Ég man til dæmis eftir því, að við sungum lag úr lokaatriði Aida, „Oh, terra addio. Seinna komst ég að raun um það, að textinn og framburðurinn, sem hann kenndi okkur, var nákvæmlega réttur. Okkur munaði sko ekki um það tíu ára þá að syngja á ítölsku. Mútur slapp ég eiginlega alveg við, nema hvað ég átti svolítið erfitt með að syngja, þegar ég var tólf ára. Ég lét það samt ekkert á mig fá og hélt áfram að syngja eins og ekkert hefði í skorizt, og 15 ára gamall var ég tekinn í Karlakór KFUM, fyrirrennara Fóstbræðra. Þá var ég búinn að fá tenór- rödd. Mér er sagt að ég hafi sungið háa cið á inntökuprófinu, en samt var ég látinn í II. tenór. Fyrir það er ég þeim Jóni Hall- dórssyni, Halli Þorleifssyni, Óskari Norðmann og þeim öðrum, sem því réðu, ævinlega þakk- látur. Þessir menn vissu hvað þeir voru að gera og hefur þótt vissara að hætta ekki á að sprengja strákinn á barns aldri. í þá daga vantaði reyndar ekki háa ten- óra eins og nú. Ég held, að allir I. tenór- arnir í KFUM-kórnum hafi glansað á háa c-inu eins og að drekka vatn. Menn velta því fyrir sér hvernig standi á því, að tenórarnir séu miklu sjaldgæfari nú en áður — kórarnir séu meira og minna í vandræðum með að hafa uppi á háum ten- órum. Ef þetta er rétt, kann ég enga skýr- ingu á fyrirbrigðinu. En ég er alls ekki viss um, að þetta sé tilfellið. Menn hafa bara svo margt annað að dunda við núna. Nú má enginn vera að því að syngja. Raddirnar leyn- ast einhvers staðar —■ það veit bara enginn um þær, jafnvel ekki þeir, sem eiga þær. Þetta á kannske einkum við í þéttbýlinu. Til sveita gefa menn sér enn tíma til þess að syngja, og satt að segja eru furðumargir góðir kórar til úti um allt land. Ekki alls fyrir löngu rakst ég af tilviljun inn á kaffi- kvöld í Skjólbrekku hjá Reykdælum og Mý- vetningum og hlustaði á ágætan kórsöng. Þar voru fínar raddir. Reyndar var ekki nóg með, að mikið væri sungið. Mér er sagt, að þeir hafi haldið þar 24 ræður áður en yfir lauk. Ekki veit ég, hvort þetta er alveg sannleikanum samkvæmt, því ég þurfti að fara á miðju kvöldi. Á menntaskólaárunum tók ég þá ákvörð- un að gerast söngvari. Vissara þótti mér að Óperan í Duisburg í hörkuspennandi knattspyrnuleik á móti Iiði blaða- manna. Einar Kristjánsson, tenórsöngvari frá íslandi, skallar boltann glæsilega (t. v.). Fyrsta hlutverkið í óperuskólanum í Dresden. Einar Kristjáns- son ásamt tveim skólasystrum í óperunni „Hvíta daman“. Éflltl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.