Vikan

Tölublað

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 25

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 25
ngvari rlffjar upp endurminníngar sfnar ffyrlr Vikuna r ffrái viðburðarfkum starffsferli hér og f næstu blðð- AF NORDURLJOSUM vera ekkert að básúna það út þá. Atvinnu- möguleikar söngvara hér á landi voru ná- kvæmlega engir. Ég ákvað að reykja aldrei né drekka — hafði heyrt um einhverja söng- konu, sem hafði farið í hundana á púrtvíns- drykkju! Þá var hlegið að strákum sem ekki reyktu og tóku í nefið. Hefði ég ljóstrað því upp þá, hvers vegna ég ekki reykti, hefði verið hlegið ennþá meira. Tóbaks- bindindið hef ég staðið við, en ekki dettur mér í hug að halda því fram, að ég hafi aldrei fengið mér glas af góðu víni. Hitt get ég með góðri samvizku fullyrt, að ég hef aldrei sungið illa fyrir kallaður, og „söng- vatn“ hef ég aldrei notað. Það er allalmennur misskilningur, að menn syngi betur, eftir að hafa fengið sér einn lítinn, en það er átak- anleg fjarstæða. „Söngvatnið" sljóvgar dóm- greindina, en gerir nákvæmlega ekkert gagn heldur þvert á móti. Ég söng svo með í ýmsum kórum. Einna verst var ástandið í upplestrarfríinu undir stúdentspróf. Þá var ég í fjórum kórum í einu, Menntaskólakórnum, Stúdentakórnum, Karlakór KFUM og Alþingishátíðarkórnum. Auk þess stundaði ég söngnám hjá Sigurði Birkis í tvo vetur. Eftir stúdentspróf hélt ég svo mína fyrstu tónleika í Nýja Bíói, nítján ára gamall. Konsertdaginn var útlitið reyndar ekki sem allra bezt. Emil Thoroddsen átti að spila und- ir hjá mér, en forfallaðist á síðustu stundu. Þá kom til mín einhver Vestur-íslendingur, sem hér var á ferð. Hann kvaðst hafa áhuga á að kynnast íslenzkum tónlistarmönnum og gjarna vilja spila undir hjá mér. Efast ég um, að ég hafi nokkurn tíma vitað hvað hann hét. Ég tók boðinu fegins hendi, og allt gekk eins og í sögu. Tíu árum seinna hefði ég hreint ekki þorað að leggja út í slíkt ævintýri. Svo sendi ég mína pappíra og skilríki til Berlínar og þóttist ætla í verkfræði, en datt það aldrei í hug. Um haustið hélt ég til Vín- ar og innritaðist á verzlunarháskóla, en var þar jafnframt við söngnám. í Vín voru þá við nám þeir Höskuldur Ólafsson í Lands- bankanum, Grímur Magnússon læknir og fleiri fslendingar. Eftir veturinn lá leiðin svo aftur til íslands. Á heimleiðinni ætluð- um við Höskuldur að koma við í Dresden hjá kunningjum okkar, sem þar voru við nám, en við vorum orðnir svo staurblánkir, að af því gat ekki orðið. Lofaði ég í staðinn að koma þar við, þegar ég færi aftur utan til Vínar haustið eftir. Var ég hér um sum- arið, hélt tónleika og lagði svo aftur í'ann. Á leiðinni utan efndi ég loforðið frá vor- inu áður og heimsótti Gústaf E. Pálsson, nú- verandi borgarverkfræðing, en hann stund- aði þá nám í Dresden. Forlögin höguðu því svo til, að ég staldraði æðimiklu lengur við í Dresden en til stóð. II. Við Gústaf gerðum okkur glaðan dag, og um kvöldið settumst við inn á bjórkrá. Þar var fyrir gleði allmikil, og ekki leið á löngu þar til innfæddir hófu upp raust sína og fóru að syngja. Gústafi þótti lítið til söngs- ins koma og þótti fara hrakandi eftir því sem á leið. Gat hann loks ekki orða bund- izt: „Sýndu þessum helvítum hvemig á að syngja, Einar!!“ Ég lét ekki segja mér þetta tvisvar og söng — ja, auðvitað — Sole mio! við feiknaundirtektir. Þarna inni á kránni sat einkennilegur ná- ungi með einglyrni. Hafði ég tekið eftir kall- inum, en ekki veitt honum neina sérstaka athygli. Næsta morgun vakti einglyrnið okkur og kvaðst vera búinn að tilkynna komu okkar til dr. Staegemanns leikstjóra og kammer- söngvara við ríkisóperuna í Dresden. Mér brá auðvitað í brún, en kallinn var svo skratti ákveðinn, að öll undanbrögð voru vonlaus. Með hausverk og asperín í nesti fór ég svo með honum til dr. Staegemanns, sem var mættur ásamt undirleikara. Þegar ég hafði sungið fyrir doktorinn, horfði hann íbygg- inn á mig og sagði: „Þetta þarf Fritz að heyra.“ Ég komst fljótlega að því, að „Fritz“ var enginn annar en Fritz Busch, yfiróperu- dirigent í Dresden, bróðir hins fræga Adolfs Busch. Næsta dag söng ég svo á aðalsviðinu með æðstu stjórn ríkisóperunnar sem áheyr- endur einhvers staðar í gapandi myrkrinu fyrir framan mig. Þetta var hræðileg lífs- reynsla, en árangurinn varð sá, að mér var boðin ókeypis kennsla á óperuskólanum og tilkynnt, að ég gæti skoðað mig með annan fótinn í óperunni. Aðalkennari minn varð dr. Staegemann. Einar Kristjánsson 11 ára í drengjakórnum hjá sr. Frikrik. Fermingarmynd af Einari. Hann ólst upp á Grettisgötunni og söng þar út um opinn glugga fyrir Esjuna. Einar tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1930 og myndin er tekin við þaff tækifæri.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.