Vikan

Tölublað

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 26

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 26
Á menntaskólaárunum tók hann þá ákvörðun að gerast söngvari, en vissara þótti honum að vera ekkert að básuna það JAKOB >. MÖLLER skráði Mér hefur alla tíð verið meinilla við að prufusyngja, og ég held, að svo sé um alla söngvara. Þetta var fyrsta skiptið, en allt í allt hef ég ekki prufu- sungið nema 3 sinnum — blessunarlega vel sloppið. Að víssu leyti er það eiginlega meiri áreynsla heldur en að halda einsöngstónleika, og ekki legg ég það að jöfnu hvað konsertsöngur er miklu erfiðari en stórt óperuhlut- verk. Þetta finna menn alltaf betur eftir því sem þeir læra meira. Maður, sem ekkert kann, þekkir enga erfiðleika. Þetta á líka við um taugaóstyrk — eftir því sem menn kunna meira, þeim mun taugaóstyrkari verða þeir, þ.e.a.s. án bess að það hái þeim. Virkilegan senuskrekk, þannig að maður verði alveg miður sín, þekki ég ekki, en það er nauðsynlegt að vera mótu- legt spenntur ■—- vera í ham. Munurinn á óperusöng og konsertsöng er sá, að í óperunni er maður brynjaður búningum og leiktjöldum, og hefur hljóm- sveitina auk þess sem varnarvegg milli sín og áheyrenda. Ríkisóperan í Dresden var í röð beztu ópera í Evrópu. Óperuskólinn var deild úr Orchester Schule der Staatskapelle. Eftir tveggja ára nám við skól- ann var ég svo fastráðinn við óperuna, en hélt samt áfram söngnámi næstu þrjú árin. Þetta var góður skóli og strangur, þótt ég yrði aldrei var við neina kennarahörku. Chaliapin segir einhvers staðar í endurminningum sín- um frá því, að hann hafi oft átt fótum sínum fjör að launa undan staf kennarans. Það var um aldamótin. Um 1930 voru barsmíðar til allrar ham- ingju komnar úr móð. Söngtímar voru daglega og auk þess tímar í sviðs- hreyfingum, hlutverkalestri og fleiri fögum. Svo voru tvisvar í viku hafðar sviðsæfingar á þeirri óperu, sem tekin var fyrir í skólanum í það og það skiptið. Tvær óperur voru færðar upp á hverjum vetri, og unnu að því nemendur úr öllum deildum skólans. Sýningarnar voru aðeins fyrir gesti, skyldfólk nemendanna og velunnara skólans. Allt í allt voru nemendur skólans fleiri hundruð, en í minni deild, óperu- skólanum voru ekki feiri en 14 til 16 nemendur í einu og var tekið inn í _ deidina á tveggja ára fresti. Fyrir utan óperuuppfærslumar höfðum við®-"^'.^-1 lítil samskipti við nemendur hinna deildanna, og hræddur er ég um, að ýmsum þætti í dag félagslífið í skólanum, eins og það var þá, heldur fá- brotið. Við í óperuskólanum hittumst reyndar gjarna hver heima hjá öðr- um og mússíseruðum eða drukkum saman kaffi eftir æfingar. Það var eigin- lega hið lengsta, sem hægt var að komast í gleðskap. í þessu efni vorum við áreiðanlega eftirbátar annarra. Það var að minnsta kosti ekki hægt að segja, að við bærum með okkur einhvern stúdenta- eða bjórbrag. Að vísu var haldið eitt merkisball í skólanum árlega, en um aðrar skemmtanir inn- an skólans var ekki að ræða. Áður en fyrstu tvö árin voru á enda, var ég farinn að syngja í óperett- um í Ríkisleikhúsinu, en mest var kappið lagt á námið. Allan tímann, sem ég var í Dresden, sótti ég tíma hjá Staegemann, einnig eftir að ég var fast- ráðinn hjá óperunni. Tímarnir hjá honum voru mér ekki sízt mikils virði eftir að starf mitt hófst fyrir alvöru. Prófskírteinið eitt segir lítið til um það, hvort söngvarinn er í rauninni útlærður. Reyndar held ég, að menn verði seint fullnuma í söng, þótt námið sé dýrmætt veganesti. Reynslan, þekking- in og það, sem hægt er að læra hjá góðum kennara eftir að vinnan hefst fyrir alvöru, verður þyngst á metunum. Það er fávizka að halda, að burt- fararpróf sé lokatakmarkið í þekkingarleitinni. Mörgum árum seinna fór ég til ítalíu til náms. Þar lærði ég m. a. hlut- verkin mín á ítölsku. Við óperurnar í Þýzkalandi var alltaf sungið á þýzku. Annar af tveim kennurum mínum þar hafði verið starfandi söngvari óvenju- lega lengi. Hagði hann 40 ára söngferil að baki. Hann sagði mér frá því, að eitt sinn hefði komið til sín maður eftir óperusýningu til þess að þakka sér fyrir, en hefði svo bætt við: „Ég heyrði einu sinni föður yðar syngja í sama hlutverki í Buenos Aires, og hann söng betur en þér.“ Náunginn varð víst hálfkindarlegur í framan, þegar kennari minn tilkynnti honum, að faðir sinn hefði ekki verið söngvari og aldrei komið til Buenos Aires — hins vegar hefði hann sjálfur sungið þar nokkrum áratugum áður. Einar sem Hertoginn af Mantova í Rigoletto. Sagt er, að síðasti Ágústinn hafi drukkið meira en góðu hófi gegndi. Um það er til dæmis sú saga sögð, að eitt sinn, er hann var á ferðalagi í ríki sínu, hafi hann þurft að nátta í litlu þorpi. Morguninn eftir var kallað á þorpsrakarann, sem ekki rakaði kónga á hverjum degi. Titrandi hendi tók hann til við raksturinn, en varð það auðvitað á að skera kóngsa svolítið. Segir þá konung- ur: „Þetta hafa menn upp úr drykkjuskapn- um.“ „Já, yðar hátign. Það gerir húðina svo stökka,“ svaraði vesalings rakarinn. — í Dresden standa enn í dag ýmsar af fallegustu rókókóbyggingum Evrópu. Þarna átti ég svo heima í fimm ár frá 1931 til 1936 og var fastráðinn við óperuna sem lyriskur tenór síðustu þrjú árin. Við óper- una störfuðu jafnan 10 til 11 sólótenórar, hetjutenórar, millitenórar, lyriskir- og buffo- tenórar eða léttir gamantenórar. Ekki er hægt að kvarta yfir því, að ekki væri nóg að gera. Ný frumsýning á fjórtán daga fresti, ekki færri en sjö til átta óperur í gangi í einu á viku, og á hverju ári voru 64 óperur færð- ar upp. Sýnt var á hverjum einasta degi og stundum tvisvar á sunnudögum. Þar gilti ekki kennisetningin „aldrei á sunnudögum!“ Stundum kom jafnvel fyrir, að svöfalt lið Dresdenar-óperan stendur á gömlum merg. Dresden var höfuðborg í sax- neska ríkinu. Þar réðu Ágústarnir áður ríkjum og er Ágúst konungur hinn sterki þekktastur þeirra. Tuttugu og tveggja ára öldungur í óperunni „Palestrina" eftir Pfitz. i> NÖTTIN LOGAR AF NORDURUÖSUM 2g VIKAN 32. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.