Vikan

Tölublað

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 27

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 27
Fjcískylda Einars saman komin vestur á Nýlendugötu sumarið 1965. Frá vinstri: Vala, sem heldur á syni sínum, Árna Benediktssyni, Einar með dótturson sinn og nafna, Einar Örn Benediktsson, í fang- inu, Martha, með nöfnu sína og dótturdóttur Mörtu Óskarsdóttur og Brynja, sem heldur á dóttur sinni, Ástu Óskarsdóttur. Vala er gift Benedikt Árnasyni, leikara, en Brynja er gift Óskari Sig- urðssyni, flugstjóra hjá Loftleiðum. var æft fyrir eina óperu. Gátu menn þá séð óper- una tvo daga í röð með mismunandi kröftum í hverju hlutverki. Strax á öðru ári eftir að ég var ráðinn í Dres- den hélt ég mitt fyrsta ljóðakvöld. Síðan féll ekkert ár úr allt fram í stríð. Ég hafði alla tíð yndi af ljóðasöng og iðkaði konsertsöng mikið — og smátt og smátt stækkaði repertúarið. Ég söng í hverri stórborginni á fætur annarri — Berlín, Vín, Múnchen, Hamborg, Liibeck, Kiel, Köln, Diisseldorf, Hagen, Múnster, Bielefeld, Stuttgart, Göttingen, Tiibingen, Hannover, Hildesheim, Frankfurt an der Oder og 20 til 30 öðrum borg- um og bæjum. En ljóðasöngur og konsertsöngur yfirleitt er erfiður og krefst ótrúlega mikils af söngvaranum, ef vel á að gera. Það er alveg ótrúlegt hve mikið getur leynzt í einu litlu lagi. Ég held, að eitt erf- iðasta lagið, sem ég hef nokkurn tíma sungið, sé smálag Shuberts, Wanderers Nachtlied við hinn dásamlega texta Goethe — Uber allen Gipfeln ist Ruh, in allen Wipfeln spurest du kaum ein Hauch; die Vöglein sch|weigen im Walde. Warte nur, warte nur, balde ruhest du auch, warte nur, warte nur, balde ruhest du auch. — Fjórtán taktar í allt, og þar af syngur söngvar- inn ellefu. Listaverk gert af tveimur höfuðsnill- ingum. — Annars er Schubert heimur út af fyrir sig, og það þarf átak til þess að komast í gegn- um hvert lag. Ljóðaflokkinn Winterreise vildi ég ekki syngja fyrr en á fertugsaldri af einskærri virðingu fyrir verkinu. Öskurapi getur brillerað í óperu — þar er allt málað grófum dráttum eins og í veggmálverki — en hann gæti það aldrei á ljóðakvöldi, því að fín- gerðustu penslana kann hann ekki að nota. Hann handsamar aldrei á augnablikinu heiminn, at- burðurinn og stemminguna, sem býr í litlu Schu- bert lagi. Svoleiðis lag syngur maður að minnsta kosti 200 sinnum, áður en maður lætur sér detta í hug að voga sér að syngja það opinberlega. Fyrst er lagið lært og síðan byrjar vinnan, hin listræna vinna. Þá og ekki fyrr uppgötvar mað- ur leyndardóma lagsins og finnur stemminguna. Ég hef oft haft þann hátt á að láta lagið liggja ósnert í undirmeðvitundinni í fleiri mánuði eft- ir að ég er búinn að læra það og taka svo til við það aftur. Þó er ekki víst, að maður nái nokkurn tíma fullum tökum á því, en einhvern tíma kem- ur samt að því, að maður segir við sjálfan sig: „Nú get ég reynt það." Svo uppgötvar maður Framhald á bls. 36. ENDURMINNINGAR EINARS KRISTJXNSSONAR VIKAN 32. tbl. 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.