Vikan

Issue

Vikan - 12.08.1965, Page 27

Vikan - 12.08.1965, Page 27
 ' ' "\ ; æ£'ífíý.-i mm Fjcískylda Einars saman komin vestur á Nýlendugötu sumarið 1965. Frá vinstri: Vala, sem heldur á syni sínum, Árna Benediktssyni, Einar meff dótturson sinn og nafna, Einar Örn Benediktsson, í fang- inu, Martha, með nöfnu sína og dótturdóttur Mörtu Óskarsdóttur og Brynja, sem heldur á dóttur sinni, Ástu Óskarsdóttur. Vala er gift Benedikt Árnasyni, leikara, en Brynja er gift Óskari Sig- urffssyni, flugstjóra hjá Loftleiffum. var æft fyrir eina óperu. Gátu menn þá séð óper- una tvo daga í röð með mismunandi kröftum í hverju hlutverki. Strax á öðru ári eftir að ég var ráðinn í Dres- den hélt ég mitt fyrsta ljóðakvöld. Síðan féll ekkert ár úr allt fram í stríð. Ég hafði alla tíð yndi af ljóðasöng og iðkaði konsertsöng mikið -— og smátt og smátt stækkaði repertúarið. Ég söng í hverri stórborginni á fætur annarri — Berlín, Vín, Múnchen, Hamborg, Lubeck, Kiel, Köln, Dússeldorf, Hagen, Múnster, Bielefeld, Stuttgart, Göttingen, Tubingen, Hannover, Hildesheim, Frankfurt an der Oder og 20 til 30 öðrum borg- um og bæjum. En ljóðasöngur og konsertsöngur yfirleitt er erfiður og krefst ótrúlega mikils af söngvaranum, ef vel á að gera. Það er alveg ótrúlegt hve mikið getur leynzt í einu litlu lagi. Ég held, að eitt erf- iðasta lagið, sem ég hef nokkurn tíma sungið, sé smálag Shuberts, Wanderers Nachtlied við hinn dásamlega texta Goethe •—• tiber allen Gipfeln ist Ruh, in allen Wipfeln spurest du kaum ein Hauch; die Vöglein sch|weigen im Walde. Warte nur, warte nur, balde ruhest du auch, warte nur, warte nur, balde ruhest du auch. — Fjórtán taktar í allt, og þar af syngur söngvar- inn ellefu. Listaverk gert af tveimur höfuðsnill- ingum. -— Annars er Schubert heimur út af fyrir sig, og það þarf átak til þess að komast í gegn- um hvert lag. Ljóðaflokkinn Winterreise vildi ég ekki syngja fyrr en á fertugsaldri af einskærri virðingu fyrir verkinu. Öskurapi getur brillerað í óperu —• þar er allt málað grófum dráttum eins og í veggmálverki — en hann gæti það aldrei á ljóðakvöldi, því að fín- gerðustu penslana kann hann ekki að nota. Hann handsamar aldrei á augnablikinu heiminn, at- burðurinn og stemminguna, sem býr í litlu Schu- bert lagi. Svoleiðis lag syngur maður að minnsta kosti 200 sinnum, áður en maður lætur sér detta í hug að voga sér að syngja það opinberlega. Fyrst er lagið lært og síðan byrjar vinnan, hin listræna vinna. Þá og ekki fyrr uppgötvar mað- ur leyndardóma lagsins og finnur stemminguna. Ég hef oft haft þann hátt á að láta lagið liggja ósnert í undirmeðvitundinni í fleiri mánuði eft- ir að ég er búinn að læra það og taka svo til við það aftur. Þó er ekki víst, að maður nái nokkurn tíma fullum tökum á því, en einhvern tíma kem- ur samt að því, að maður segir við sjálfan sig: „Nú get ég reynt það.“ Svo uppgötvar maður Framhald á bls. 36. ENDURMINNINGAR EINARS KRISTJÁNSSONAR VIKAN 32. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.