Vikan

Tölublað

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 31

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 31
— Eins og? — Eins og að spila, til dæmis. Ef þú ert að spila, geturðu setzt, jafn- vel í návist konungsins. Einnig ef þú ert að sauma út. Þú verður að hafa eitthvað milli fingranna, sem lítur út eins og vinna. Sumar sleppa með því aðeins að halda á borðum. Þú sérð, að það er hægt að komast framhjá þessu á ýmsan hátt. Það var verið að laga hárið á drottningunni. Á borði fyrir framan hana lá opið box með nokkrum eðalsteinum, sem hún bar við sig, einn eftir annan. Angelique hneigði sig hvað eftir annað og kyssti á hönd drottningar- innar. Svo hörfaði hún lítið eitt. Hugur hennar sneri aftur til stúlk- unnar, sem hún hafði séð i Saint-Jean de Luz, kvöldið, sem hún giftist konunginum. Hvar voru nú þessir silkimjúku, öskuljósu lokkar og þungu, víðu, spönsku krinólínupilsin ? Nú var drottningin klædd sam- kvæmt franskri tízku. Hún gat verið rauðnefjuð af gráti, og enginn tók eftir þvi. En Angelique hugsaði um það, hvernig svona vesæl og heimþrársjúk kona gat haldið jafn miklu af virðuleik sínum. Þegar drottningin fann að Angelique starði á hana, sagði hún: — Sumir horfa svona þegar þeir ættu að horfa hinseigin. Barcarole, sem var að leika sér úti í horni að kjölturakka drottningar- innar veifaði Angelique glettnislegur í bragði. Veðrið var gott svo allir fóru í gönguferð um garðana, en um leið og kveikt var á lömpunum, flýttu allir sér að hafa fataskipti. Angelique hafði fataskipti í búningsklefa hirðmeyja drottningarinnar. Madame de Montespan benti henni á, að gimsteinarnir sem hún var — Ójá, þannig liggur í því! — Já, þannig liggur í þvi. Haldið aðeins áfram að horfa örlitla stund í augu við mig, þá getur enginn efast um, að Madame og Mon- sieur du Plessis-Belliére séu aftur orðin sátt. —■ Og er það lika mikilvægt? -— Konungurinn óskar þess. — Ó, þér eruð.... — Kyrr. Handleggur hans var eins og stálhrammur þótt röddin væri lág og róleg. — Þér kremjið mig. Haldið ekki svona fast. — Skelfing þætti mér gaman að kremja yður. Verið róleg, kannske ég eigi það eftir. En þetta er hvorki staður né stund.... Sjáið, Arn- ulphe er að láta Agnés lesa hinar ellefu reglur hjónabandssáttmálans. Hlustið vandlega, Madame. Angelique fannst ómögulegt að veita leiknum eins mikla athygli og hún hefði óskað. Hún hafði áhyggjur af því, hve Philippe var nærri henni. — E’f ég aðeins gæti talið mér trú um, hugsaði hún, — að hann héldi mér þannig af frjálsum vilja. Hana hálf langaði að snúa sér að honum og segja: — Philippe, við skulum hætta að láta eins og dekurbörn. Við eigum svo margt sam- eiginlegt sem tengir okkur, trúðu mér til. Þú ert ennþá stóri frændinn, sem ég dáðist að og dreymdi um, þegar ég var lítil stúlka. Hún gaut augunum útundan sér og varð undrandi, þegar hún sá, að umhyggja hans fyrir henni, hafði ekki haft nein áhrif á glæsilegan KONGSBERG úrvals verkfæri! Umbotfsmenn á islandi K.Þorsfeinsson & Co.umbods-heiidverziun með, væru of látlausir fyrir hirðina. Það var enginn tími fyrir hana að senda til Hotel de Beautreillis í Paris eftir öðrum, en tveir gim- steinasalar frá Lombardi, sem voru við hirðina, komu henni til hjálp- ar. Fyrir sanngjarnt verð leigðu þeir skartgripi til fárra klukkustunda, en ekki fyrr en viðskiptavinir þeirra höfðu undirritað hrúgu af skjöl- um, þar sem þeir hétu því að hverfa ekki með dinglumdanglið, sem þeir höfðu leigt. Angelique skrifaði undir og borgaði „sanngjörnu" leiguna, sem reynd- ist vera tvö hundruð livres. Fyrir þá upphæð hefði hún getað keypt að minnsta kosti tvö góð armbönd. Svo fór hún niður í stóra salinn á fyrstu hæð, þar sem leiksviðið hafði verið sett upp. Konungurinn var þegar seztur. Hinar ströngu siðareglur höfðu ekki skilið eitt einasta sæti eftir, og þaðan sem Angelique stóð, aftast i hópn- um, varð hún að láta sér nægja að njóta leiksins af hlátursrokunum, sem komu eftir röðunum. — Hvert er álit yðar á boðskap Moliére ? spurði rödd við eyra hennar. — Hann er mjög lærdómsríkur, finnst yður ekki? Röddin var svo þægileg, að Ángelique hélt að sig væri að dreyma, þegar hún leit við og sá Philippe standa við hlið sér. Hann var goðum líkur i bleiku satínfötunum, sem voru brydduð með silfurþræði. Aðeins auðugt litaraft hans og ljóst yfirskeggið kom i veg fyrir, að hann væri hlægilegur í þessum fötum. Hann brosti. Angelique neyddi sig til að svara kæruleysislega — Þetta er eitt af sérkennilegustu leikritum Moliére, en héðan sé ég ekki nokkurn skap,- aðan hlut. — Það var slæmt! Leyfið mér að hjálpa yður á betri stað. Hann renndi handleggnum um mitti hennar og leiddi hana af stað. Fólk vék úr vegi fyrir þeim. Hylli sú, sem Philippe naut hjá konung- inum, gerði það að verkum, að honum voru flestir vegir færir. Þar fyrir utan hafði hann ýmis konar hlunnindi sem marskálkur, svo sem að mega aka vagni sínum inn á hlað Louvre og sitja I návist kon- ungsins, en kona hans naut ekki sömu forréttinda. Hann fann góðan stað fyrir þau hægra megin við sviðið. Þau urðu að vísu að standa, en þau sáu ljómandi vel. — Þett er góður staður, sagði Pilippe. — Við getum séð sviðið og konungurinn getur séð okkur. Hvernig getur það verið betra? Hann hafði ekki sleppt Angelique, heldur hélt stöðugt um mitti hennar. Nú hallaði hann andliti sínu svo nærri hennar, að silkilokkar hans kitluðu vanga hennar. — Þurfið þér að standa svona nærri mér? hvíslaði hún. Eftir smá- umhugsun hafði hún komizt að Þeirri niðurstöðu, að þetta nýja hátta- lag eiginmanns hennar væri mjög tortryggilegt. — Já, ég þarf þess. Hin asnalega framkoma yðar hefur gert það að verkum, að konungurinn er mjög á verði. Ég vil ekki, að hann geti á nokkurn hátt efazt um tryggð mína gagnvart honum. Hver minnsta ósk hans er skipun fyrir mig. likama hans, sem var svo barnalegur, þrátt fyrir barnalegan búning hans. Látum kjaftaskjóðurnar þvaðra hvað sem þær vilja um du Plessis-Belliére markgreifa. Hann er enginn gervimaður á borð við Chevalier de Lorraine. Hann var orrustuguðinn sjálfur, Mars, hinn harði, óútreiknanlegi og marmarakaldi. Hann bar ágalla sina á sama hátt og fötin, með sjálfsöryggi og glæsi- leik, og ef til vill örlítið líkt því, að honum leiddist þau. En bak við þessa framhlið var ástríðuhiti mannsins, sem virtist snauður af hinum venjulegu tilfinningum. Angelique gat ekki varizt þeirri tilhugsun, að hún væri ekki mikið meira en tréstytta fyrir honum. Það var óþægi- leg hugsun. — Moliére er mjög sveigjanlegur, sagði Philippe nokkru síðar, þegar þau voru á leið yfir garðinn i áttina að danssölunum, eftir að leik- ritinu var lokið. — Hann gleymir því aldrei, að hann er að skrifa fyrir kónginn og hirðina, svo hann setur allt fram eins og venjulegt fólk myndi gera. En hann þekkir mannlegt eðli svo vel, að hver og einn getur þekkt sjálfan sig í persónum hans, án þess að koma óþægilega við sig. Philippe er ekki svo heimskur, þegar allt kemur til alls, hugsaði Angelique. Hann hafði tekið handlegg hennar. Hún var ekki laus við beyg. — Látið ekki eins og ég ætli að brenna yður, sagði Philippe. — Ég skal samþykkja að stofna ekki til vandræða i fjölmenni. Þegar veiðin er annars vegar, er venjan að reka veiðidýrið í sjálfheldu, og standa svo andspænis því. Jæja, við skulum koma að mergi málsins. Þér unnuð fyrstu lotu, með því að neyða mig til að giftast yður. Ég vann næstu, með því að refsa yður iltið eitt — þó miklu minna en þér áttuð skilið. Þér unnuð þriðju, með því að koma til Versala Þrátt fyrir að ég hefði forboðið yður það, og að konungurinn skyldi veita yður viðtöku. Ég verð að viðurkenna það. Svo hófst næsti leikur. Ég vann fyrstu lotu með því að ræna yður. Þér unnuð aðra lotu með þvi að sleppa. Mér þætti gaman að vita hvernig. I stuttu máli sagt, við erum jöfn. Hver vinnur næstu lotu? — Það er undir örlögunum komið. — Og vopnunum. Ef til vill vinnið þér aftur. Þér hafið töluverða möguleika. En ég vara yður við einu: — Að lokum mun ég vinna. Ég hef fengið orð fyrir að vera þrár og gefast ekki upp. Hversu miklu viljið þér veðja móti því, að þegar allt um endar, sitjið þér mín vegna, spinnandi í klaustri, án nokkrar minnstu vonar um að komast út að eilífu? — Hversu miklu viljið þér veðja á móti þvi, að dag nokkurn verðið þér orðinn brjálæðislega ástfanginn af mér? Philippe stirðnaði upp. Andardráttur hans varð þungur, eins og aðeins þessi tilhugsun fyllti hann reiði. — Allt í lagi, við skulum veðja, sagði Angelique. —Þér stunguð upp á því. Ef þér vinnið, skuluð þér fá öll mín auðæfi, alla verzlun VIKAN 32. tbl. gj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.