Vikan

Tölublað

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 34

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 34
SKEMMTILEG NÝJUNG FRÁ MÖLALUNDI: Bréfabindi tir pla§ti HREINLEGRI, FALLEGRI OG MARGFALT ENDINGARBETRI EN BRÉFABINDI ÚR PAPPA. LATIÐ PLAST- BINDI FRÁ MÚLA- LUNDI PRÝÐA SKRIF- STOFUNA - ÞAÐ BORGAR SIG. 91ULALl]]V])|]B Öryrkjavinnustofur S.Í.B.S. ÁRMÚLA 16 - SÍMI 38400 Hann rannsakar orsak- ir eyðileggingarinnar Framhald af bls. 23. mikil jökulhlaup. Vitað er um fimm slík hlaup, þau síðustu 1929 og 1939. Vatnsflóðið hefur þá gengið niður á Haukadalsheiði og spillt þar verulega gróðurlendi. Einnig má geta þess, að frá gamla Hagavatnsbotninum og óseyrum, sem myndazt hafa við Sandvatn á Haukadalsheiði, fýkur nú mikið af fínum sandi, sem verður að verk- færi í höndum vindsins til að rífa niður gróðurtorfurnar. Á sauðkindin einhvern þátt í þessu? — Já, sérstaklega held ég að hún sé hættuleg fyrir nýgræðing- inn, sem reynir að nema land á örfoka svæðum, því að hún dregur hann oft upp með rótum og varnar VIKAN 32. tbl. því, að hann geti sáð út frá sér. Er álitið að þessi svæði hafi verið blómguð tún og grænar grundir og að mikil byggð hafi lagzt í eyði af þessum orsökum? — Eg held varla. Það má telja líklegt að eitt til tvö býli hafi lagzt [ eyði af þessum sökum í Eystri- Tungunni. Á lausu blaði í Jarðabók- inni stendur að vísu, að munnmæli hermi, að mikil byggð hafi verið norður af Haukadal og kringum Bláfell, en ekki kunnu menn nein bæjanöfn. Haukadalur átti að standa í miðri sveit. Byggð þessi átti að vera aflögð í stórri plágu. Munnmæli þessi standa ekki föst- um fótum og óvíst um sannleiks- gildi þeirra, en það má aftur á móti fullyrða, að Haukdælir hinir fornu hafa byggt auð sinn á góð- um og víðáttumiklum beitilöndum. Þetta hefur þá verið hagnýtt sem beitiland? — Já, það fer ekki milli mála, og hætt er við að stundum hafi verið um ofbeit að ræða, en þarna gæti orðið gott beitiland með því að rækta það upp að nýju. Hvenær fengu menn þá hugmynd að rækta upp blásin svæði? — Því get ég nú ekki svarað, en 1880 er byrjað að vinna að heft- ingu sandfoks. 1908 er svo Sand- græðsla ríkisins stofnuð, en það markar þáttaskil [ þessum málum. En hvað hefur svo verið gert til varnar uppblæstrinum á þessum slóðum? — Skógræktargirðing var sett upp í Haukadal árið 1938, en hún nær of skammt upp á heiðina til að koma að verulegu gagni til varnar uppblæstri. Síðastliðið haust hófst svo Sandgræðslan handa og girti af meiri hluta svæðisins neðan við Far til þess að friða það. Einnig var byrjað að hefta áfokið með uppsetningu skjólborða, ásamt þvf að sá mel og dreifa áburði. Nú þegar má sjá árangur af því starfi. Hvað er nú helzt hægt að gera til varnar gegn uppblæstrinum og til að rækta upp örfoka land? — Þessari spurningu á ég erfitt með að svara á þessu stigi málsins, þar sem rannsóknir mínar hafa til þessa fyrst og fremst beinzt að sögu og orsökum jarðvegsrofsins, en ekki að vörnum við því. Samt álít ég eftirfarandi atriði nauðsyn- leg. I fyrsta lagi þarf að alfriða landið um nokkurn tíma, en það er ekki nóg, þar sém uppblásturinn er mikill, eins og á þessu svæði, heldur þarf að stöðva sandfokið á rofbörðin meðal annars með því að setja upp skjólborð til að safna á sig sandfokinu, sá mel í sand- skaflana og viðeigandi fræi í þær jarðvegsleifar, sem eftir eru, ásamt áburðardreifingu, til þess að hindra að meira blási burt af þeim. Hinn nýi gróður safnar þá í sig gróf- ari hluta áfoksins og verndar þann- ig gömul rofbörð, svo að þau blása þá til tiltölulega lítils skaða og verða viðráðanlegri. Orfoka landið verður að sá í og bera áburð á það, því að við höfum ekki efni á að láta landið standa lengi ónotað. Sums staðar má einnig hjálpa til með áveitum og stiflugörðum til að hækka grunnvatnið í jarðveg- inum. Hvaða árangurs má vænta af. slíkum rannsóknum? — Ég tel það frumskilyrði að þekkja vel eðli, orsakir og sögu jarðvegsrofsins og uppbyggingu jarðvegsins til þess að hægt sé að gefa heilræði, sem byggð séu á raunhæfri þekkingu um það hvern- ig megi hefta uppblásturinn og rækta upp landið, þó að reynslan sé vissulega þar sem annars staðar, mjög mikilvæg. ☆ Listin ætti aS stuSIa aS sálarró Framhald af bls. 9. sín, en það er slæmt, a'ð við skul- um ekki eiga neinn sal þar sem aðeins viðurkenndir góðir lista- menn geta fengið til afnota — Þú hefur verið eitt ár í Gautaborg. Hvað hafðirðu nú lært áður en þú hélzt þangað? — Ég var í Handíða- og mynd- listaskólanum og lauk kennara- prófi. — Stendur Handíða- og mynd- listaskólinn okkar jafnfætis öðr- um slíkum á meginlandinu? — Ég var að vísu ekki alltaf upp í skýjunum yfir honum í gamla daga og margt má að hon- um finna eins og öllu, en ég held nú, að hann myndi talinn full- boðlegur byrjendaskóli hvar sem væri. Ég sá í vetur, að ég hafði síður en svo lakari undirstöðu en námsfélagar mínir, sem flestir höfðu gengið á sænska skóla með svipuðu sniði. — Finnst þér ekki, að við ís- lendingar ættum að reyna að

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.