Vikan

Tölublað

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 36

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 36
Aiðvitað alltaf PE 31 Er geysisterkt „Long-play" segul- band. Sérstaklega hentugt fyrir t.d. skóla, verzlanir og hótel. PE 41 Er „Double-Play" segulband fyrir öll 2ja og 4ra rósa segulbandstæki. PE 65 Triple Record. Er þunnt, en sterkt. Er þrefalt lengra en venjuleg segul- bönd. ÚTSÖLUSTAÐIR: TÝLI H.F. Austurstræti 20, RADIÓVER SkólavörSu- stíg 8, VÉLAR & VIÐTÆKI Laugaveg 92, GEORG ÁMUNDASON, viS- tækjaverzlun. Stefán Thorarensen h.f. Heildverzlun — Laugaveg 16 — Sími 21484. koma á fót eigin akademíu, svo að þið þyrftuð ekki allir að rjúka utan til frekara náms? — Ég held, að það sé alls ekki ráðlegt. Við erum alltof fámenn þjóð til að geta haldið uppi góðri akademíu. íslenzkir listamenn finnst mér eigi að fara utan til að kynna sér nýjungar í listinni, þar sem við erum nokkuð á eftir tímanum. Það er nú þannig með list eins og annað, að maður er alltaf að læra meira, já allt lífið. Það er ekki hægt að fá neitt lokapróf upp á vasann, sem segir, að maður sé útærður listamaður. Það er nauðsynlegt að fara utan, læra meira og víkka sjóndeildar- hringinn. — Hvað ætlar þú að vera lengi í Gautaborg og hvað tekur svo við hjá þér7 — Það er alveg óráðið enn. Skólinn er til fimm ára, en ég veit ekki, hvort ég verð út allan tímann. Annars er Svíþjóð bara stökkpallur fyrir mig lengra út í heim. Og við óskum Einari alls hins bezta í framtíðinni og fyrir mitt leyti vona að honum takist að hafa róandi áhrif á sem flesta með myndum sínum. Það er síð- ur en svo vanþörf á því á þess- um tímum hraða og spennu. G. E. Nóttin logar af norður- Ijósum Framhald af bls. 27. ef til vill mörgum árum seinna, að þetta var alls ekki nógu gott og sízt fullkomið. Svo kemur margt fleira til. í túlkun á augna- blikinu getur skrjáf í brjóstsyk- urspoka haft bölvanleg áhrif á mann, þótt enginn áheyrenda taki eftir því. Ég held, að það sé nán- ast útilokað, að einsöngvarinn komist svo út úr umheiminum í söng, að hann viti ekki af áheyr- endum. Svo má ekki gleyma und- irleikaranum. Allt getur staðið og fallið með því að undirleikarinn sé á sömu bylgjulegnd og söngv- arinn, og góður undirleikari verð- ur aldrei ofmetinn. Oft er undir- leikarinn engu veigaminna hlut- verk en söngurinn til dæmis í Winterreise Schuberts. Þrátt fyrir góða daga við óper- una í Dresden, var ég ekki alls kostar ánægður með minn hag. Mér fannst, að ég yrði þar alltaf hálfgerður Benjamín í óperufjöl- skyldunni, og of lengi yrði litið á mig sem byrjanda. Sumum hef- ur eflaust fundist það ganga fífl- dirfsku næst hjá 25 ára „ungl- ingi“ að vilja stefna hærra. En ég tók þá ákvörðun, þegar eitt ár var eftir af samningstímanum að reyna að fá mig lausan. Þá var hinn frægi hljómsveitarstjóri Karl Böhm orðinn óperustjóri í Dresden. Hann varð fokvondur, þegar ég kom til hans og stundi upp erindinu og spurði hvað í andskotanum sú ósvífni ætti að’ þýða hjá 25 ára sveinstaula að þykjast vilja fara frá einhverri beztu óperu í heimi — hvort mér þætti ekki heiður í því að fá að vera þarna! Ég sat fast við minn keip, var leystur undan samn- ingsskildunum og réðist sem 1. lyriski tenór til óperunnar í Stuttgart. Réttindi 1. lyriska tenórs eru fólgin í því, að hann situr fyrir hlutverkum og getur valið og hafnað. Þótt vinnan hafi verið mikil áður, þá margfaldaðist hún nú. Það hentaði mér vel, því að markmið mitt var að fá tækifæri til að læra og syngja sem flest hlutverk. Eiginlega er maður ekki orðinn fullgildur óperusöngvari, fyrr en maður hefur svona 20 hlutverk á takteinum, sem maður getur sungið hvar og hvenær sem er. Nú eru þau orðin yfir 120 tals- ins, og býst ég ekki við, að þeir séu margir, sem sungið hafa öllu fleiri hlutverk. Fyrir utan þýzku óperurnar söng ég ítalskar, rúss- neskar og tékkneskar óperur og svo auðvitað danskar, eftir að ég fluttist til Kaupmannahafnar. Margar þeirra eru reyndar sjald- an fluttar og sumar næstum aldrei. Aldrei hef ég komizt í aðra eins púlvinnu og í Stuttgart. Gerð var æfingartafla fyrir hvern dag. Á henni gat maður lesið, hvað dagsverkið átti að vera. Mest man ég eftir því að hafa verið ætlað að byrja að æfa 11 óperuhlut- verk sama daginn! Þá var nú tími til kominn að biðjast vægðar. — En svona gat þetta verið. Díri- gentarnir voru þrír og höfðu ein- att margar óperur í æfingu í einu hver um sig. Þess vegna gat hitzt svo á, að óviðráðanlega mörg verkefni hlæðust að í einu. Vinnan skiptist aðallega í tvennt, æfingar á sviði og hlut- verkalærdóm. Með hvert nýtt verkefni, sem manni er fengið í hendur er farið til „korrepeti- tors“, en það er píanóleikari, sem hefur því hlutverki að gegna að berja rulluna inn í hausinn á söngvurunum. Með honum er svo æft klukkutíma á dag, þar til hún er lærð. Auðvitað er mjög mismunandi, hvað menn eru lengi að læra, en það þykir mjög góður gangur að læra hlutverk á hálfum mánuði. Það tókst mér yfirleitt. Enginn verður óbarinn biskup, og enginn verður góður óperu- dirigent nema hafa verið korre- petitor árum saman. Það er feiknagóður skóli fyrir þá. Smátt og smátt læra þeir hvern einasta takt í hverju hlutverki í hverri óperunni á eftir annarri. Ekki er hægt að hugsa sér betri þjálfun. Þótt dvölin í Stuttgart yrði ekki ýkjalöng — aðeins 2 ár — var þeim mun meira unnið. Þar VIKAN 32. tbl,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.