Vikan

Tölublað

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 39

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 39
Toni gefur fjölbreytileika Sama stúlkan. Sama permanentið.Ólíkt útLit TONI llfgar og gerir hár yðar meðfærilegt. Gerir yður kleift að leggja og greiða hár yðar hvemig sem þér óskið. Heldur lagningunni. Sama permanentið heldur hvaða lagningu sem er. Hér eru þrjár ólíkar hárgreiðslur, sem eru grundvallaðar á einu Toni. En þér getið greitt yður á tugi mismunandi vegu. Um Toni — Aðeins Toni hefur tilbúinn bindivökva. F.ngin fyrirhöfn. Tilbúið til notkimar í handhægri plastik flösku. Vefjið aðeins hárið upp á spólumar og þrýstið bindivökvanum í hvem lokk. þér munið öðlast fullkomið Toni. Engar krullur. Engir stífir broddar. Toni gerir hár yðar mjúkt og skínandi. Auðveldar hárgreiðsluna. Reynið Toni. heldur ísskáp, en samt er sjónvarps tæki á heimilinu. Eftir sovjeskum mælikvarða er þessi fjölskylda fremur vel stæð. Þau þurfa aðeins að borga sem svarar 378 fsl. kr. í húsaleigu. Læknishjálp er ókeypis og saman- lagðar tekjur heimilisins eru 14 þús. ísl. kr. á mánuði og þau ættu að hafa efni á að hafa ísskáp og bíl þótt Oksana þyrfti að hætta störf- um í 6 mánuði þegar barnið fædd- ist. Milljónir sovjezkra kvenna hafa miklu verri aðstæður. Margar geta ekki haft börn sín á vöggustofu og verða að biðja ættingja eða ná- granna fyrir þau. Upp til sveita hafa konur svo að segja engin lífs- þægindi. Þær búa í 19. aldar húsa- kynnum, verða að sækja vatn í fötum og verða að þvo þvotta við árbakka. Skólar til sveita eru vana- lega lélegri en í borgum og þar sem menntun konunnar tryggir að- stöðu hennar bæði sem þjóðfélags- þegns og einnig frá fjárhagslegu sjónarmiði. Þess vegna eru tæki- færi þeirrar konu, sem vinnur á samyrkjubúi miklu færri en þeirrar, sem býr í borg. Konur í Sovjetríkjunum greinast í tvo aðra flokka. Annars vegar eru þær konur, sem lifað hafa stríð- ið og hörmungar þess tímabils sem Stalin var við völd hins vegar stúlk- unnar, sem aldrei hefur upplifað slíkt. Það sorglega við líf sovjezkra kvenna er, hve margar þeirra eru sviptar fjölskyldulífi. Frú Vavilova sagði mér, að vegna hins gífurlega manntjóns, sem heimsstyrjöldin hefði valdið, sé ó- tölulegur fjöldi kvenna, sem aldrei hafi gifzt eða hafi aðeins verið giftar í skamman tíma. Tatyana Strelets er dæmi um þessar konur. Árið 1937 var maður hennar handtekinn af lögreglu Stalins og hún fékk aldrei að vita hvers vegna eða hvert var farið með hann. Hún var skilin eftir með fjögur ung börn. Skömmu síðar lenti sprengja á húsi hennar f Úkraínu, lagði það í rústir, og hún neyddist til að búa með börnum sínum f helli, sem þakinn var strá- um. „Þetta voru svo hræðilegir tím- ar að erfitt er að tala um þá. Eftir stríðið fór allt að ganga betur en þá var ég orðin of gömul til að geta notið þess", segir hún nú. Það er ekki líklegt að upphefð kvenfólksins á síðari tímum hafi mikið að segja fyrir slíkar konur. Frú Anna Ivanova, verkfræðingur, var ein af mörgum, sem sögðu mér að ungu konurnar kenndu yfirleitt frekar þeim eldri, hvernig ætti að klæða sig. Hún sagði: „í mínu ung- dæmi hefði það heldur betur ver- ið hneykslisefni, ef stúlkur hefðu gengið til fara eins og tvítug dótt- ir mín nú. Á þeim tímum hefði engri sómakærri konu dottið í hug að bera hálsfesti." Eldri kynslóðinni hefur oft fund- izt samband karls og konu hafa enga aðra merkingu en þá að lifa með einhverjum, en svo kalla Rúss- ar tilviljanakennd ástarævintýri. Þá er miðaldra giftir menn fara í verzl- unarferðir er það alvanalegt að þeir lendi í ástarævintýrum enn þann dag í dag. En aftur á móti er unga fólkið á móti kynferðislegum sambönd- um þeirra, sem ekki eru gift og unga fólkið þráir að gifta sig. Það er ekki þar með sagt, að það sé strangt í siðferðismálum. Rússar eru yfirleitt frjálslyndir, hvað við kemur ástarlífi. Ungt fólk ( Sovjetríkjun- um hefur yfirleitt svipaðar hug- myndir um siðferðismál og ungt fólk á Vesturlöndum, enda þótt það alist upp við gjörólíka þjóðfélags- hætti. Unglingar skemmta sér mest í hópum, fara saman í bíó eða á skauta mörg í einu í staðinn fyrir að eiga stefnumót tvö og tvö. Það er álitið allt f lagi, þótt fólk lifi saman áður en það gengur í hjónaband, svo framarlega sem því þykir vænt hvoru um annað og hef- ur í hyggju að giftast. Okkur mundi finnast lögin í Sovjetríkjunum ganga um of inn á friðhelgi heimilisins. Þar eð fólk ætti ekki að eiga of mörg börn eru fóstureyðingar löglegar. Það er yfirleitt auðvelt og ódýrt að fá hjónaskilnað, en áður en hjón eru skilin að lögum er haldinn fundur í réttarsalnum, þar sem reynt er að sætta málsaðila. Edmund Stevens, bandarískur fréttaritari, hefur búið í Sovjetríkj- unum árum saman og er sannfærður um, að í Rússlandi sé þrátt fyrir allt „Karlmanna þjóðfélag". Hann álítur að rússneskir karlmenn mundu gjarnan vilja, að konur þeirra hefðu ekki öðrum störfum að gegna en sjá um hús og heimili, ef þeir gætu það f járhagslega, þeim muni alltaf finnast uppþvottur vera kvenmannsverk og þeir muni reyna að hindra að stefnt verði í áttina að algjöru jafnrétti kynjanna. VIKAN 32. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.