Vikan

Útgáva

Vikan - 12.08.1965, Síða 40

Vikan - 12.08.1965, Síða 40
Þegar ég spurði Sasha, hvers vegna hann væri svo hrifinn af þessari sterku manngerð, sem lýst er í bókum Hemmingway's svaraði hann: „Mér finnast þessar konur eins og Lafði Brett, sem aðeins geta lifað fyrir óstina, svo óendanlega ólíkar öllu því, sem hér gerist. Og þessi djúphugsandi karlmenni sem hafa nógan tíma til að brjóta heil- ann um lífið og tilveruna og leita eftir óstum kvenna. Þetta er svo ólíkt því, sem við þekkjum til. Sögu- hetjur Hemmingway's virðast hafa tíma til að gera allt sem þær langar til, en við í Sovjetríkjunum höfum aldrei tíma til neins. Allt okkar líf er eilíft strit. Við erum eins og hjól í risastórri vél." Þessi risastóra vél er alltaf að breytast til batnaðar eins og gef- ur að skilja, og þegar er ýmislegt, sem gefur til kynna, að brótt fái fólk í Sovjetríkjunum fleiri frístund- ir, meira svigrúm og betri Iífskjör. Þessar umbætur munu gjörbreyta hinu daglega lífi fólksins í Sovjet- ríkjunum og þó einkum og sér í lagi hvað við kemur kvenfólki. Þær munu smátt og smátt hætta að vinna erfiðisvinnu og geta farið að hugsa meira um útlitið. Ungar konur eins og Oksana Mikhalova eru þegar farnar að gera sér grein fyrir því, að nú er að birta yfir í Sovjetríkjunum. Oksana segir: „Eg vil halda áfram að vera ung, ég vil ekki vera orðin gömul kerling, þegar fólk hefur loks losn- að við efnahagslegar áhyggjur." Þegar ég fór frá Rússlandi var ég sannfærð um, að þótt rússnesku konuna langi í fegurri heimili og betri nælonsokka, þá muni tilkoma þess ekki verða til þess að hún hverfi frá sinni núverandi stöðu í þjóðfélaginu. Þótt hana skorti ým- islegt þá hefur hún öðlazt nokkuð, sem fæstar konur hafa öðlazt ann- ars staðar i heiminum. Hún er stolt og dugmikil og hvað sem eiginmað- urinn segir, er það ekki líklegt, að hún hætti að vinna úti og fari að- eins að hugsa um hús og heimili. ☆ Humartúr á Hafrúnu Framhald af bls. 11. sem var í hrúgunni. fgulker, skeljar og alls konar smáfiskur, sem er hent, svo sem smákoli, seiði og gulllax. En þessu er öllu mokað upp á borðið og þar krabb- inn tíndur úr dótinu, slitið af honum skottið og því hent í körfu. Krabbinn er mjög misjafn að stærð, alt frá 3—4 sentimetr- um en svo smátt er vitanlega ekki hirt, og upp í og yfir 30 sentimetra langur, ef við mælum griptengumar með. Hann er ekkert yfir sig hrifinn af því að missa skottið og reynir að klípa frá sér með griptöngunum. Og það getur verið býsna sárt ef hann nær góðu taki á fingri. Enda var ekki liðin löng stund, áður en Sævar vélstjóri veinaði upp yfir sig og baðaði út öllum skönkum á meðan stór krabbi hékk hinn rólegasti á annarri hendi hans. Annar bitvargur kemur oft í trollið og gelur verið heldur skeinuhættari en krabbinn Það er blessað bjargræðið, steinbítur- inn. Hann getur leikið menn illa, dæmi eru um það, að hann hafi bitið fingur af mönnum. En hann er alveg sérstaklega laginn við að læðast aftan að mönnum og bíta í hælinn á stígvélinu þeirra. Það er þess vegna mjög vinsæll hrekkur til sjós að grípa tveimur fingrum um stígvélahæl manna, þegar þeir eiga þess sízt von, og árangurinn er vanalega sá, að menn fara tvö eða þrjú heljarstökk aftur yfir sig og lenda kannske ofan í miðri steinbíts- hrúgunni. En það á engum að verða meint af, þótt krabbinn klípi aðeins í hann, í mesta lagi smá marblett- ur, sem hverfur fljótt. Marga hryllir við, þegar þeir sjá humar í fullum skrúða, en þegar er far- ið að aðgæta hann nánar, er þetta allra fallegasta skepna. Hann er rauður að lit og þótt hann sé klunnalegur á að líta, er hann býsna fljótur að synda. Þegar hann syndir, fer hann aftur á bak og spyrnir sér áfram með vöðvanum í skottinu, (það er hann, sem við borðum á Naust- inu). Þá er hann býsna lífseigur, og áður en byrjað var á að slíta hann úti í sjó en komið var með hann í heilu lagi í land, var það oft algeng sjón að sjá hrúguna spriklandi í lestinni, þegar komið var að landi eftir tveggja daga útivist. Belgíumenn veiða humar nokkuð hér við land og flytja hann lifandi út. Þeir setja hann í í trétunnur, leggja þang á milli og úða sjó vfir hann tvisvar á sólarhring. Þannig getur þeim tekizt að halda í honum tórunni í heila viku. En geymsluaðferðin. sem notuð er hér á landi, er sú, að láta hann í trétunnur niðri í lest, moka ís á hann og setja einn hnefa af salti saman við. Síðan er tunn- an fyllt með sjó og ís bætt ofan á eftir því sem hann þiðnar í tunnunni. Svona á að vera hægt að geyma krabbann alveg ó- skemmdan í 3 sólarhringa og jafnvel lengur. Gert er að öllum fiski nema karfa og hann síðan ísaður í stí- ur niðri í lest. Ekki ætti að þurfa að taka fram, að allur aflinn er hvítþveginn, áður en hann er lát- inn niður í lest, hvort sem það er fiskur eða krabbi. Þegar búið var að ganga frá öllu á þilfarinu, svo að klárt væri fyrir næstu hífingu, var farið í kaffi, og svo togaði stýri- maðurinn það sem eftir var af toginu, en kallinn lagði sig á með- an. Það er enginn reglulegur svefn- tími á togveiðum. Allan sólar- hringinn er verið að veiðum, og áhöfnin verður að snapa sér stundirnar milli hífinga. Sjaldn- ast er sofið meira en 2 tíma í einu, þá er híft á nýjan leik. En þegar allir eru samtaka, er hægt að afkasta ótrúlega miklu, og það vita þeir á Hafrúninni. Þama vinna allir að verkinu, sama hvaða stöðu þeir hafa um borð. Þarna kemur ekki vélstjórinn og segir: „Ég á ekki að vinna á dekk- inu,“ og matsveinninn segir ekki: „Ég er bara að hugsa um að elda,“ heldur vinna allir að nýt- ingu aflans eins og hægt er. Kall- inn sjálfur djöflast manna mest við að ná inn trollinu og koma því aftur út. Þeir eru 6 á sumum bátunum, en þeir á Hafrúninni segja, að það sé alveg nóg að vera 5, ef mannskapurinn er samstilltur. Enda er þá töluvert hærri hlutur, sem hver maður fær. Kl. 9 um morguninn er híft upp. Öllu betri afli er í þessu holi en hinu fyrra, og látið fara aftur á sama stað. Sömu hand- tökin eru endurtekin eins og fyrr, en þrátt fyrir flýtinn við vinnuna, er vandvirknin alltaf númer eitt, þannig fæst mest út úr fiskinum. Undir hádegið byrjaði að gjóla á suðvestan. „Það mátti vita það, hann var búinn að spá þessum fjanda," segir kallinn. Rétt rúmlega tvö hífðum við upp, eftir að hafa snætt kjöt með káli í hádegisverð. Aflabrögð voru svipuð og í holinu á undan, VIKAN 32. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.