Vikan

Tölublað

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 41

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 41
1 nema heldur minni krabbi. Gol- an hafði færzt í aukana og var nú orðin að kalda, og það var dálítið erfitt að taka myndir í veltingnum. Þegar búið var að kasta trollinu aftur, fór ég inn í stýrishús til kallsins, stakk hausnum út um glugga og reyndi að bera mig kallalega líka. Það er annars furðulegt, hvað menn reykja mikið úti á sjó. Og alveg sérstaklega ef þeir standa við stýrið. Þau ár, sem ég var til sjós, dugðu mér sjaldnast minna en tveir pakkar á sólarhring, og einn skipstjóra þekki ég, sem reykti hátt á þriðja pakka á hverjum sólarhring á vertíðinni. Það væri alveg sérstakt rann- sóknarefni fyrir lungnakrabba- sérfræðingana okkar að athuga innýflin í þeim svæsnustu af reykingamönnum meðal sjó- manna. Svona var það líka í þessum túr. Maður vissi ekki af, fyrr en maður var búinn að spæna upp pakkann. Kl. 7 um kvöldið hífðum við upp enn á ný. En nú var Bleik brugðið, aðeins slöttungur af hálfgerðu dóti, nokkrir þorskar og lítill sem enginn humar. Kall- inn bölvaði veðrinu hátt og í hljóði og kenndi því um fiskileys- ið. Enda var komin bölvuð bræla og hreint ekkert veiðiveður leng- ur. „Innfyrir með draslið," hróp- aði kallinn og byrjaði að skófla vængjunum inn. Eftir tæpar 10 mínútur var allt komið innfyr- ir, og var þá byrjað að „slóa" í áttina til lands, meðan strákarn- ir komu þessum tittum niður og gerðu sjóklárt. Þegar því var lokið var sett á fulla ferð og stefnt til Reykjavíkur. Veðrið hafði versnað að mun, kominn var suðvestan þræsingur og kröpp bára. „Þetta er andskotakornið enginn túr, sem þú færð út úr þessu", sagði kallirm viS mig, „þú getur f jandann ekkert skrifað um þetta". „Við getum þá sagt honum ein- hverjar drykkjusögur af þér í staðinn," sagði Geir stýrimaður og hló við. „O, ætli það séu ekki til betri sögur af einhverjum öðr- um en mér hérna um borð," svar- aði kallinn með glotti. Að því búnu fór hann aftur í bestikk, en það er klefinn þar sem hann sef- ur. Það síðasta, sem við heyrð- um frá honum, var, að hann var að fara með vísur eftir uppá- haldsljóðskáld sitt, Egil frá Húsa- vík, en Steinþór er einmitt fædd- ur þar og uppalinn. Inn til Reykjavíkur komum við góðri stundu eftir miðnættið. En það er ekki allt búiS, þótt búið sé að veiða krabbann og keyra með hann í land. Það er eftir að landa aflanum. Kl. 9 morguninn eftir var byrjað á því verki. Ekki var dregið af sér við það frekar en annað og var búið að ganga frá öllu á tæpum klukkutíma. Svo kom vigtarnót- an. Rúm tvö tonn af karfa eitt og hálft tonn af fiski og 80 kg. af humar. Alls ekki svo slæmt eftir jafn stuttan túr og þessi var. Og þá var lítið annað eftir en að þakka fyrir sig og kveðja. „Þú manst mig bara um að setja mig ekki á forsíðuna," var það síðasta, sem sagt var við mig, þegar ég gekk frá borði. * — Nei, það er rétt. Ekki heldur sú staðreynd, að síðastliðna nótt hefði hann getað laumazt út úr hótelinu og lagt símskeytið ó afgreiðslu- borðið. Vitið þér annars, að hann er töluvert skuldugur? —Baker hefur alltaf verið skuld- ugur, svaraði Andy. — Strax, þegar hann var drengur, skuldaði hann % $urta- smlÖrliki er heilsusamlegt og bragðgott, og því tilvalið ofan á brauð og kex. Þér þurfið að reyna yuría-srniörlíki til að sannfærast um gæði þess. AFGREIÐSLA SMJÖRLÍKISGERÐANNA h.f. Vögguvísa fyrir morðingjann Framhald af bls. 5. yðar, hafi vitað að Doreen var ó- frfsk. — Okkur grunaði ekkert. Ég held, að Baker hafi heldur ekkert vitað um það, sagði Andrew. — Og þótt hann væri ábyrgur fyrir ásigkomu- lagi hennar, sem ekki er sannað, þarf það ekki endilega að þýða, að hann hafi drepið hana. öllum peninga. Hann hefur oft gert að gamni sínu þar að lútandi. Ef hann er spurður, hvað hann myndi gera, ef hann græddi eina milljón, svaraði hann að hann myndi nota hana til að borga skuldir sínar — svo langt sem hún nægði. — Mér er nær að halda, að hundr- að þúsund dollarar gætu leyst hann úr þeim vanda, sagði Zitlau með daufu brosi og snéri sér að Lissu: Frú Paxton, ég hef ekki heyrt yður segja yðar ólit ó Baker. — Eg veit ekki hvað segia skal, svaraði Lissa. — Mér líkar prýðilega við Baker, en ég þekki hann ósköp lítið. Hann er fyrst og fremst vinur Andys. ... Og þótt ég eigi erfitt með að ímynda mér, að hann geti gert nokkuð svo skelfilegt. . . . hún beit fast á vörina og leit undan. — Það eina sem ég óska, er að fá barnið mitt aftur. — Var það nokkuð fleira? spurði Zitlau FBI mennina tvo. Þeir hristu höfuðin. Þeir höfðu varla opnað munnana meðan á samtalinu stóð. — Þá þakka ég ykkur fyrir, sagði Zitlau við Andy og Lissu. — En þið heyrið áreiðanlega frá mér, áður en langt um líður. Andy fylgdi lögreglumönnunum til dyranna, þar sem Zitlau sagði um leið og hann fór: — Herra Pax- ton, mér finnst, að ég ætti að segia yður, að mínar starfsaðferðir eru ekki eins og Bonners rannsóknar- lögreglumanns. Þér hafið frjólsar hendur til þess að gera yðar eigin ráðstafanir í þessu máli. Ég vil að- eins ráðleggja yður að hugsa yður vel um, áður en þér takið nokkrar ákvarðanir. Hættan á að stíga víxl- spbr er of mikil. Andy stóð við gluggann og horfði á þá aka burt. Hann tók eftir því að annar bíll — sem ekki bar ytri kennimerki lögreglubíls — stóð áfram skammt frá rimlahlið- inu. í honum sátu tveir menn. Zitlau gaf honum að vísu frjáls- ar hendur, en hann hélt vöku sinni óskertri fyrir því. 7. kafli. Um sexleytið þetta kvöld rakst Andy ó nýtt vandamál. Hann hafði fyrr um daginn hringt til lögfræð- ings síns til að láta hann sjá um, að Baker yrði látinn laus. Það hefði hann ótt að gera fyrir löngu. Hann hafði ekki heyrt neitt ennþá, hvorki frá Baker eða lögfræðingn- um. Hann hringdi aftur. Lögfræð- ingurinn varð mjög undrandi: — Er hann ekki kominn ennþá? Ég fór sjálfur á lögreglustöðina um þrjúleytið og lagði fram trygging- una. Þeir voru annars ekki mikið spenntir fyrir að sleppa honum. Eg var þar sjálfur, þar til hann var látinn laus, og útvegaði honum svo leigubíl. — Minntist hann nokkuð á, að hann ætlaði að koma hingaS? — Nei, þegar þér minnizt á það, sagði hann svo sem ekki mikið. Ekki einu sinni takk fyrir. Andy lagði á og stóð hugsl við símann. Meðan hann stóð þar og hélt ennþá um tólið, kom brytinn hans inn með silfurbakka en ó hon- um var kokteilhristir og tvö glös. Andy leit undrandi á hann: Tvö glös? — Já, ég reiknaði með að Bak- er myndi eins og venjulega drekka kokteilinn sinn fyrir hádegisverð- inn ásamt yður. Hann kom heim fyrir klukkutíma. Á ég að fara með glasið fram aftur? — Nei, þetta er allt í lagi, Bruno. Andy tók bakkann og gekk yfir forsalinn í áttina að herbergi Bak- VIKAN 32. tbl. 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.