Vikan

Tölublað

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 43

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 43
5?ANGE DRINJ APPELSÍN SÍTRÓN LIME Svalandi - ómissandi á hverju heimili ers. Hann barði á dyrnar á þann ákveðna hátt, sem hann og Baker höfðu komið sér saman um. — Hver er þar? var spurt fyrir innan, eins og Baker hefði ekki þekkt merkið. — Það er St. Bernharðshundur, sem er að leita að manni til að biarga. Andy tók í handfangið og fann, að dyrnar voru læstar. — Svona, opnaðu dyrnar, tukthúslim- urinn þinn! Það leið smóstund áður en Bak- er opnaði. Hann horfði á Andy án þess að brosa. Að lokum sagði hann: — Hvað villtu? Andy smeygði sér inn með bakk- ann. — Eg reiknaði með, að þú þyfftir á smá hressingu að halda. af hverju hafa þeir annars læst þig inni? Hann stanzaði undrandi fyrir innan dyrnar. Á rúminu lá taska full af fötum. Hvað í ósköp- unum ..,..? — Ég er að láta niður. Ég er að fara. — Hættu nú, Baker. Andy setti bakkann frá sér á kommóðuna. — Eg get vel skilið, að þú sért ekki með sjálfum þér í dag. En þessi yfirheyrsla hjó lögreglunni var að- eins misskilningur. Það er engin ástæða til að taka þessu svona þungt. Þú átt hér heima, og hér óttu að vera — Eg hef hugsað margt, meðan ég sat hér í haldi og eitt er ég að minnsta kosti viss um: — Hér á ég ekki heima, og hef aldrei átt. — Við skulum tala rólega um þetta Baker. Þú þarft kannske að fá frí.... — Þú getur átt tilboðin þín sjálf- ur. Eg er orðinn dauðleiður ó ölm- usu, sagði Baker og var svo æst- ur að rödd hans titraði. Andy hafði aldrei séð 'vin sinn svona utan við sig. Hann var gram- ur yfir því, að reiði hans skyldi beinast að honum, en á sama tíma vorkenndi hann Baker. Að lokum sagði hann: — Baker. . . . Hvað, sem komið hefur fyrir, erum við ennþá vinir. — Vinir? endurtók Baker með fyrirlitningu. — Ég er alls ekki vinur þinn. Ég er hirðfiflið þitt, þiónninn þinn, ég hef aldrei verið annað síðan ég var fyrst að láta þig hlægia í skólanum. Ég vona bara, að þú skemmtir þér vel yfir að hafa eyði- lagt líf mitt. Ég er ekki sjólfstæð persóna lengur. Ég er aðeins Baker. Hirðfíflið hans Andy Paxtons. Nei, það er annars ekki rétt. Ég var rétt í þessu að eignast spánýjan persónuleika. Nú er ég orðinn morðingi og barnaræningi. Spurðu bara Bonner. Andy var djúpt snortinn yfir örvæntingu vinarins. Hann greip í handlegginn á Baker. — Vertu ekki að hrella sjólfan þig þetta, sagði hann róandi. Baker sló hönd hans reiðilega til hliðar. - Haltu kjafti, eða ég lem sundur á þér trýnið. Hann kreppti hnefana og lyfti þeim ógnandi. Andy rétti fram hendurnar með lófana upp. - Bak- er reyndu að stilla þig maður og hugsa skynsamlega. Ég ætla aðeins að hjálpa þér. — Eg hef varað þig við, sagði Baker og steig fram. — Get ég hjólpað yður nokkuð, herra Paxton? spurði Hub utan frá opnum dyrunum. Hann tyllti sér á tá á þröskuldinn eins og hann væri tilbúinn að þióta af stað. — Ég ótti leið framhjá, og mér heyrðisl að þér þyrftuð á mér að halda. — Það þarf hann líka, urraði Baker. — Hann kemst ekki af án hjálpar. Hann hefur aldrei getað það. Hann skellti töskunni aftur og næstum hljóp út. Hub horfði á eftir honum. Svo spurði hann: — Hvað er að honum? .... ef mér kemur það annars nokkuð við. — Baker var að fara. Hann var reiður út i' allan heiminn, og þá þarf það að ganga út yfir mig. Andy settist á rúmið. — En ég get vel skilið tilfinningar hans. Það rek- ur að því, að maður þarf að skeyta skapi sínu á einhverjum, og þá skiptir ekki máli hver það er. Mér líður sjálfum á sama hátt. — Eruð þér orðin þreyttur á að láta aðra ráða fyrir yður? spurði Hinar vinsœlu raflagnadósir ávallt fyrirliggjandi hjá eftirtöldum umboðsmönnum: ísafjörður: Akureyri: Seyðisfjörður: Vestmannaeyjar: Reykjavík: Neisti hf. Véla- og raftœkjasalan hf. Leifur Haraldsson Haraldur Eiríksson hf. Johan Rönning hf. VEGGDÖSIR ROFADÓSIR Johan Rönning Kf. Umboðs- og heildverzlun - Skipholti 15, Símar 10632 - 13530 YIKAN 32. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.