Vikan

Útgáva

Vikan - 12.08.1965, Síða 44

Vikan - 12.08.1965, Síða 44
REYKJALUNDUR slmi um Brúarland vinnuheimilid ad Reykjalundi Aukinn þrifnadur vid frágang sorps - f ilm Hub hugsi. — Þér vilduð kannske fá að ráða svolitlu sjálfur? — Einmitt. Eg veit bara ekki, hvar ég á að byrja. — Eg veit það, svaraði Hub. — Eg myndi byrja á gjaldeyrisgoggn- ið að borga lausnarféð. — Það er aðeins kostur fyrir okkur. Það eru miklu meiri líkur til þess, að gjaldeyrisgoggurinn komi upp um hina, áður en hann hefur fengið peningana, heldur en — Gjaldeyrisgoggnum? Hver er það? — Svona barnsrán eru venju- lega dálítið flókin mál. Það er ekki bara hægt að fara og ræna einu og einu barni, sækja svo lausnar- féð og fara að nota það. Það el nauðsynlegt að þekkja gjaldeyris- gogg. Hann kaupir þessa hættu- legu peninga og sendir þá úr landi, venjulega til Suður-Afríku eða ná- lægari austurlanda. Þaðan koma þeir svo smám saman aftur og blandast inn í venjulega veltu, án þess að nokkur taki eftir því. Gjaldeyrisgoggurinn borgar að sjálfsögðu ekki sannvirði fyrir pen- ingana, venjulega aðeins þriðjung eða fjórðung. — Setjum nú svo, að það sé gjaldeyrisgoggur með í okkar til- felli, og að við getum haft upp á honum. Hvaða gagn getum við haft af því? Það er ekki enn bú- ££ VIKAN 32. tbl. — Ef þér eigið Ijósmynd, stækkum við hana og litum. 18x24 kosta 90 kr. ísl. Stækkun án lit- unar kostar 45 kr. Vinsamlegast sendið mynd eða filmu og gefið upp Iiti. Skrifið helzt á dönsku. FOTO-KOLORERING. Dantes Plads 4, Köbenhavn V. seinna, þegar hann er orðinn sam- sekur. Ef við getum snúið á hann, mun hann áreiðanlega miklu frem- ur reyna að losna úr öllu saman, heldur en að lenda í klípu. — Eg get vel skilið, að það sé hægt að fá gjaldeyrisgogg til að koma upp um nöfnin á barnaræn- ingjunum. En hvernig fáum við nafnið á gjaldeyrisgoggnum? Það er ekki hægt að fletta upp á því í símaskránni. — Nei, en riú kemur reynsla mín frá lögreglunni okkur að góðu gagni, sagði Hub. Andy reis á fætur með rykk. — Meinið þér, að þér þekkið einhvern? — Við skulum orða það þannig, að ég kannist ef til vill við einn þeirra. Hann er ekki sá einasti hér í borg, en ég get ekki almenni- lega skilið, hvernig barnsræningj- arnir hafa hugsað sér að losna við peningana, án þess að fá svo mikið sem tilboð frá Lamercy. — Lamercy, endurtók Andy. — Heitir hann það? — Ja, hann hefur mörg nöfn, en mest kallar hann sig Lamercy. Við erum gamlir kunningjar. Ég ímynda mér, að það geti kannske borgað sig að hafa samband við hann. En það er auðvitað undir yður komið, herra Paxton. Andy hafði þegar áttað sig. — Hvernig eigum við að fara að því? — Við byrjum með því að nota augu og eyru vel. Ég þekki nokkra staði, þar sem hægt er að þreifa fyrir sér. Hub hikaði andartak. — Það er kannske ekki rétt af mér að draga yður inn í þetta. Þetta getur orðið dálítið erfitt. En við höfum báðir unnið við lögregluna, svo .við ættum að sleppa út úr því. — Já, og þar að auki hef ég auka orku til að taka til. Ég er faðir Andrews, og úr þvi við er- um að tala um lögregluna.......... hvernig slepp ég framhjá þessum náungum, þarna niður við hliðið? Ég er raunverulega fangi í mínu eigin húsi. Það var ekkert vandamál, að Hubs áliti. Eftir hádegismatinn gat Andy falið sig aftur i bílnum. Hub hafði þegar farið út og inn um hliðið mörgum sinnum, það sem af var deginum, svo að varðmenn- irnir myndu áreiðanlega ekki taka sér það neitt sérlega til þótt hann færi einu sinni enn. Það er mjög mikilsvert að barnsræningjarnir viti ekki hvað við tökum okkur fyrir hendur, sagði hann. Andy fann í þessu dulda áminningu um mögulega njósnara í húsinu, og ekki sízt, þegar Hub hélt áfram: — Það er víst bezt, að þér orðið þetta ekki við neinn, og munið svo að taka með yður byssuna, sem ég lét yður hafa. Þeir slitu talinu. Andy fór niður að borða. Lissa og frú Deane voru þegar setztar til borðs. Tengda- móðirin var ennþá móðguð og lét sem hún sæi hann ekki. Það fannst Andy Ijómandi gott. Hann var nið- ursokkinn í að velta því fyrir sér, hvað myndi gerast um kvöldið. — Þú ert svo þegjandalegur, Andy, sagði Lissa, þegar hún hafði horft á hann um hríð, og bætti svo vonglöð við: — Um hvað ertu að hugsa? Er það leyndarmál? Hann vildi ekkert frekar en leyfa henni að taka þátt í þessari ákvörð- un sinni, en ekki meðan tengda- móðirin var viðstödd. Allt [ einu varð honum Ijóst, að hann og Lissa höfðu aldrei verið ein eins og flest hjón. — Ég er bara þreytt- ur, svaraði hann. Hann ýtti disk- inum til hliðar og reis á fætur. — Ég ætla að fara snemma ! rúm- ið. — Margir kunningjar okkar hafa hringt ! dag til að spyrja, hvort þeir geti nokkuð hjálpað okkur. — Hvað sagðirðu við því? — Ég sagði að þú hefðir hönd i bagga með þessu öllu saman, sagði Lissa og brosti beisklega. Hann fann að hún skildi þögn hans sem kæruleysi, hlédrægni hans aum- ingjaskap. — Ég vona, að þú sofit vel. Andy var sjálfur fullur beiskju, þegar hann fór upp. Hann gat ekki skilið, að hann ætti skilið alla þá fyrirlitningu, sem

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.