Vikan

Tölublað

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 46

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 46
VIKAN OG HEIMILIÐ ritstjóri: Gúdridur Gisladóttir. ¦ s 'A/JbT „Hvað átt þú að gera?" spurði ég Susie, þegar hún bauð mér á foreldraskemmtun, sem bekkurinn hennar ætlaði að halda. „Ég ó að lesa sögu, sem ég hef sjálf búið til", svaraði hún. Hún var önnum kafin við að koma ofan í sig ristaðri brauðsneið, og sultu- hringurinn kringum munn hennar staekkaði stöðugt. „Við eigum öll að lesa eitthvað, sem við höfum sjálf samið." „Um hvað er sagan þín?" „Kanínur." ,Jæja, það er athyglisvert", hræsnaði ég. „Ég ætla að reyna að koma." Ég fór, og þetta var sannarlega athyglisvert. Ég sat þarna í röð af mæðrum á röð af stólum, sem fengnir höfðu verið að láni úr fyrir- lestrasalnum ! tilefni skemmtifundarins. Ég hlustaði á lítinn dreng með aðra buxnaskálmina síðari en hina tuldra frásögn af síðustu skáta- ferð; þybbin og ófeimin telpa hafði yfir ágætlega rímað kvæði með óþægilega drafandi röddu. Svo kom röðin að Susie, og hún gekk upp að kennarapúltinu og stóð þar í græna sparik|ólnum og stígvélaskónum, og freknugrúinn á andlitinu varð áberandi, vegna þess hve föl hún var af eftirvæntingu. „Það var einn sunnudagsmorgun, að Betsy litla kanína fór snemma á fætur" las hún með svolítið feimnislegri.. en styrkri rödd. „Ég held ég leiki mér svolítið að brúðunni minni" sagði Betsy kanína og hljóp að brúðuvagninum hinum megin í herberginu. „Engan hávaða", æpti kanínu- mamma. „Veiztu ekki að pabba þinn og mig langar til að sofa áfram." Nokkrar mæðranna fóru að hlæja. Ég hló líka, en óskaði þess þó, að kanínumamma hefði ekki æpt svona. „Farðu strax upp í aftur og reyndu að sofna svolitla stund", æpti kan- ínumamma", hélt Susie áfram lestr- inum. „Má ég læðast niður og fó mér svolítið haframi'öl?" spurði Betsy litla kanína." Ég beit á jaxlinn og bsið eftir svari kanínumömmu. „Já, ef þú hellir því ekki yfir allt gólfið," sagði kanínumamma, „ég geri ekki annað en þurrka upp af gólfinu eftir þig! ,..AIIt í lagi, mamma", sagði Betsy kanína, „ég skal ekki demba neinu." „Það kæmi sér betur fyrir þig að gæta þess," æpti kanínumamma og fór svo aftur að sofa." Guði sé lof fyrir það, hugsaði ég, það væri óskandi að hún vaknaði ekki aftur. „Jæia, Betsy litla kanína hoppaði glöð niður stigann og fékk sér fullan disk af haframjöli, og svo fór hún' út og tíndi stóran vönd af blómum, sem hún ætlaði að gleðja mömmu .sína með að óvörum." Gefðu henni þau ekki, grátbað ég í huganum; ýttu ekki stórri hrúgu af rennvotum og stilkalausum blómum upp að nefinu á henni ó þess- um tíma sólarhringsins; bíddu heldur þangað til hún er búin að fó sér kaffi. „Líklega er betra að vekja hana ekki, sagði Betsy kanína", hélt Susie áfram að lesa. „Það er víst betra að setja þau í vatn á meðan, sagði hún. Jæia, hún var að rétta út höndina eftir glasi ..." Hleypið mér út, hugsaði ég, ég þoli þetta ekki lengur!........„en þá velti hún óvart um glösunum og tvö þeirra dutttu í gólfið og brotn- uðu í ótal mola. „Drottinn minn", hrópaði Betsy litla kanína. Já, þessi hávaði vakti kanínupabba og kanínumömmu og þau komu hlaupandi niður." Ég var nú alveg viss um að kanínumamma mundi æpa núna enda Framhald á bls. 50. Sæl er sú móðir, sem ekki sér sig með augum barnsins síns. 46 VIKAN 32. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.