Vikan

Tölublað

Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 4

Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 4
Viðtal við Karólfnu LárUSdÖttUP Hstnema eftir Guörúnu Egilson Listafélag Menntaskólans í Reykjavík heldur árlega listaviku, þar sem ýmis konar verk ungra og gamalla meistara eru kynnt fyrir nemendunum, og þeim nemendum skólans, sem hlotið hafa myndlistargáfuna í vöggugjöf, er gert kleift að sýna verk sín á sameiginlegri sýningu. Ef til vill fé margir verðandi listamenn sína fyrstu viðurkenningu eða gagnrýni þarna. Á slíkri sýningu, sem haldin var fyrir rúmum tveim árum voru þær myndir, sem einna mesta athygli vöktu, eftir stúlku í 5. bekk. Myndir henn- ar voru lifandi og mjög vel gerðar, þegar tekið var tillit til þess, að hún hafði lítillar tilsagnár notið. Við náðum nýlega tali af þessari ungu stúlku. Hún er nýkomin frá London, þar sem hún hefur dvalizt við myndlistarnám í vetur. Karólina Lárusdóttir heitir hún og er 21 árs að aldri. — Það er ekki nema ár siðan þú varst stúdent, Karólína. Hafðir þú ekki fremur lítinn tíma til að sinna myndlistinni meðan á náminu stóð? — Jú, það var ekki auðvelt að vera i menntaskóla og hafa allan hugann við myndlistina. Meðan ég var í skóla naut ég ekki mikillar tilsagnar í myndlist. Ég fékk nú áhuga á þvi að mála og teikna þegar í barnaskóla og var snemma staðráðin i þvi að leggja út á listabrautina, en það veit ham- ingjan, að ég gerði mér alls enga grein fyrir því, hvað þetta er í rauninni erfitt; ég hélt, að þetta yrði bara dans á rósum. Þegar ég var i tveim fyrstu bekkjum kvennaskólans í Reykjavík sótti ég kvöldnámskeið í málun og teiknun við Myndlistaskólann. Öll menntaskólaárin var ég á kvöldnámskeið- um i Handiða- og Myndlistaskólanum. Sumarið '62, þegar ég átti eftir einn vetur í menntaskóla, fór ég á listaskóla í London og var þar allt sumarið. Ég var mj'ög ánægð með þennan skóla og mér fór þarna mikið fram. Áður en ég hélt heimleiðis, hvöttu kennararnir mig til að halda áfram og ég kom heim með þann ásetning í huga að setjast í dagdeild Handíða- og Mynd- listaskólans en ég gat ekki stundað námið þar reglulega, þvi að ég var að lesa undir stúdentspróf, og það tók mestan tíma minn. Ég ákvað þess vegna að bíða með að helga mig listinni, þangað til að stúdentsprófinu loknu. Þá lagði ég land undir fót og fór til London. — Hvers vegna varð London fyrir valinu hjá þér? — Það eru mjög góðir skólar í London og þar er lika fjöldinn allur af góðum málverkasöfnum. Ég held, að London standi mjög framarlega á sviði myndlista. En það er erfitt að komast á góða skóla í London, það er eigin- A VIKAN 34. tbl. BRENNUR i SKINNINU EFTIR AÐMÁLA HRYLLILEGT í:'.>sj'». -it^'<^é:-^;k. Kvenréttindakonur á 19. öld.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.