Vikan

Issue

Vikan - 26.08.1965, Page 8

Vikan - 26.08.1965, Page 8
Einkaumboð á íslandi fyrir Simms Motor Units (International) Ltd., London Onnumsr allar viögorúir og sniungar á SIMMS olíuvcrkum og eldsneytislokum fyrir dieselvélar. Höfum fyrirliggjandi varaMutí í olíuverk og eldsneytisloka. S|0UMÚLA/9 Leggjum 'dherzlu ó aS veifa eigendum SÍMAR 34030.34930 SIMMS olíuverka fljóto og góSo þjónustu. Elnhleyp kona í nútima þfóðffélagi 2. hluti Efftir Brita Olhagen Önnur greinin í þessum flokki, fjallar um þaff, , hvernig þaS er að vera ekkja eftir langt og vel- heppnað hjónaband. Það er ekki bara sorgin, heldur fjöldi af nýjum vandamálum, sem ekkj- an stendur frammi fyrir. Hún er rjóð í vöngum, þv! aS hún hefur dvalizt í vikufríi uppi á fiöllum. Hún er teinrétt og glæsi- leg með brún augu og Ijóst stuttklippt hár. Hún er hæggerð og hefur fallega fram- komu. Eg ímynda mér hana miðdepil stórrar fjölskyldu, greinda húsmóð- ur, sem er stoð og stytta eigin- mannsins í starfi sínu, hlýja og milda. Þannig leit hún út kvöld það, sem ég heimsótti hana á fallegu og vistlegu heimili hennar. — Það tekur mann ár að kom- ast yfir sárustu sorgina. Eftir það gengur það betur, jafnvel þótt sökn- uðurinn hverfi aldrei að fullu. — Það var undarlega tómlegt og hljótt í kringum okkur. Það var orðið á- liðið og ennþá hafði enginn stung- ið í skrá, tekið af sér yfirhöfnina frammi í forstofunni, komið inn og spurt, hvort ennþá væri nokkur velgja á teinu eða hvort það væri til einhver smjörklípa í húsinu . . . Þetta kvöld sagði hún frá reynslu sinni: hún hafði misst mann sinn og sætt sig við það að lokum. Eftir langt, hamingjuríkt hjóna- band. í sex ár hafði þeim báðum verið kunnugt, að hann þjáðist af ólæknandi sjúkdómi, sem aðeins gat endað á einn veg. — En óttinn bvarr smám saman, því að við vorum hamingjusöm og þótt við vissum, að engin batavon væri, þá vonuðum við það samt sem áður. í stuttu máli segir hún frá sið- ustu árum þessa langa og ham- ingjuríka hjónabands. Hún segir frá tveim mannverum, sem voru í mjög nánum tengslum hvor við aðra. Þeim hafði aldrei orðið barna auðið, en söknuður þess hafði dvín- að með árunum. Hún skírskotar til ummæla fjögurra barna móður, sem hafa átt sinn þátt í því, að hún gat sætt sig við að eignast aldrei börn. — Að hugsa sér; hvað þú hefur það gott, sem átt engin börn, þið hjónin hafið svo mikil tæki- færi til að vera tvö ein saman, en slíkt getum við næstum aldrei lát- ið eftir okkur. Hann lézt kvöld nokkurt snemma sumars. Fyrstu dagana á eftir, sumir hafa kallað þá hátíðisdaga sorgarinnar - var eins og undarleg kyrrð hvíldi yfir öllu. Ættingjarnir voru dásam- legir, vinir og kunningjar hringdu til mín og samúð þeirra yljaði mér um hjartarætur. Það var indælt að finna hlýhug allra, og það var mik- ill léttir að hafa einhverja til að tala við. En undarlegt fannst mér, þegar fólk, sem ég þekkti lítið sem ekki neitt gekk að mér út á götu, vott- aði mér samúð sína, andvarpaði þungan og fór að segja mér frá óhöppum sínum. Hún stóð annars hugar og leyfði þessu uppáþrengjandi fólki að leysa frá skjóðunni, en helzt hefði hún viljað snúast á hæii og hlaupa í burtu . . . Hún var hörundssár og mjög við- kvæm og var að niðurlotum komin af þreytu. — Vinir mínir gerðu allt sem í þeirra valdi stóð, en þeir höfðu sínum skyldum að gegna og gátu ekki staðið við hlið mér alla ævi. Ég gerði mér líka Ijóst, að ég varð að gæta þess að vera þeim ekki til byrði, enda þótt það hafi verið það sem ég helzt vildi, þegar mér leið sem verst. Ég varð að gera mér grein fyr- ir því, að nú var ég eins míns liðs, og ég varð að fá svör við ótal spurningum. Hvernig mundu fjár- ráð mín verða? Mundi ég fá ein- hvern lífeyri? Hvað með eftirlaun- in? Gæti ég haldið íbúðinni? Þá lærði ég dálítið, sem allar konur í þessari aðstöðu ættu að læra. Snúðu þér til lögfræðings. Vertu g VIKAN 34. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.