Vikan

Tölublað

Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 10

Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 10
Hversu langt á starfssvið glftrar konu a Á þaS að takmarkast viS heimilisstörf, eða eiga húsmæSur að taka virkan þátt í störfum þjóðfélags Á síðari árum hefur aukin tækni auðveldað mjög störf hús- sjálfala um á daginn. Það sé því ekki nema sjálfsagt, að gift- móðurínnar, og oft heyrast raddir um það, að heimilisstörfin ar konur taki virkarí þátt í störfum þjóðfélagsins út á við. séu orðin svo auðveld, að húsmóðirín hafi ekkert að gera Aðrír segja aftur á móti, að starfssvið giftrar konu sé fyrst nema kannski að hugsa um börn sín, sem að mestu leyti gangi og fremst á heimilinu, þrátt fyrir alla tækni og nýjungar séu Hefur þiöðfélagiðlefni á því að konur me 3tm§i tieÍITlÍIanna? Svör þessara átta kvenna fara hér á eftir. Texti: Guðrún Egilson. FRO HEBA GUÐMUNDSDÖTTIR FRÚ JÖNÍNA GUÐRON GOSTAFSDÓTTIR Hafi kona sérmenntun á einhverju sviði, hefur þjóðfélagið vafalaust mik- il not fyrir starfskrafta hennar, og æskilegt er, að hún vinnl úti, ef hún treystir sér til þess og einhver gætir barna hennar á meSan. Á hinn bóginn hafa börn áreiðanlega ekki gott af því, að móðir þeirra vinni stöðugt ut- an heimilis og fari þau mjóg á mis við þá umhyggju og öryggi, sem móð- irin veitir, kemur það fyrr eða síðar niður á þjóðfélaginu, þar sem börnin verða áreiðanlega verri þjóðfélags- þegnar fyrir bragðið. Það er náttúr- lega einstaklingsbundið, hvort konur eru hæfar til þess að vinna úti, og sjá jafnframt um heimlli, en ég held, að fæstar endist til þess til lengdar. Frumskilyrðið fyrir þvi, að kona geti unnið úti, er það, að börn hennar hljóti gðða umönnun á meðan, en ekkl er hlaupið að því að koma börnum á dagheimiU eins og sakir standa. Þetta er f rauninni háhagfræðileg spurning, sem ég get aðeins svarað af brjóstviö. Ég tel, að okkar þjóðfélag hafi alls ekki efni á því að láta þetta mikil- væga vinnuafl fara forgörðum. Kannski er þetta heilbrigt kannski ó- heilbrigt, ég veit það ekki. Við erum fámenn þjóð, harðduglegt fólk, held ég að megi segja, sem stefnir hátt. f iðnaði er mikil gróska, nýjar og um- svifamiklar framkvæmdir, ótæmandl verkefni eru á öllum sviðum, Jafnt fyrir konur sem karlmenn. Þá er & sumum sviðum skortur sérmenntaðra kvenna mjög alvarlegur: þar á ég við hjúkrunarkonur og kennara. Ég er að sjálfsögðu eingöngu að tala um konur, sem hafa góða aðstöðu tU að vinna utan heimiUs, þar sem börn- in eru otSin það stálpuð, að þau gcti að miklu leyti bjargað sér sjálf. Ég tel mikilvægt fyrir þjóðfélagið að geta virkjað þennan mikilvæga vinnnkraft. Nú spyr kannski einhver: „Af hverju vinna þá ekki þessar konur útl?" Það kann að Uggja í skattstiganum, þvf að þótt segja megi, að mlkil lagfæring hafi verið gerð á skattalagnlngu giftra kvenna, þá held ég samt, að þesslr háu skattar elgi einhvern þátt f þvi, að giftar konur veigra sér við að afla heimilinu tekna. Þessari spurningu vil ég hiklaust svara neitandi. Þjóðin er fámenn, og mikill skortur er á vinnuafU í vel flestum greinum, og þvf þá ekki að nýta starfskrafta giftra mæðra með létt heimili, ekki sízt þeirra, sem eiga sér að baki langt nám og et til vill sérnám í einhverri grein. Margir halda þvf fram, að starf móð- ur utan heimiUs hljóti oftast að bitna á börnunum á einhvern hátt og er það vissulega ekki fráleltt. Ég held að það hljóti að koma niður á öllum aðilum, ef húsmóðir a stóru heimiU vinnur úti fullan vinnudag, geðjast starfið miður vel og kemur þess vegna heim þreytt og leið. Persónulega er ég ekki hlynnt þvf, að gift kona með ung börn vinni úti nema háUan dag- inn, ef aðstæður mögulega leyfa: En þvi zniður geta ekki nærri allar hús- mæður, sem áhuga hafa á, starfað utan heimilanna, vegna þess að hér er til- finnanlegur skortur barnaheimila, þar sem konur geta haft bðrn sfn, meðan i vinnu stcndur, þannlg að alUr mctri vel við una. FRÚ LARA JÓNSDÖTTIR Þótt giftar konur og mæður vinni ekki úti, má alls ekki álíta, að þær geri þjóðfélaginu miklu mlnna gagn en aðrir, því að starf þeirra miðast að miklu leyti að þvf að ala upp góða og gegna þjóðfélagsþegna. Mér finnst að starfssvið giftrar konu sé fyrst og fremst á heimilinu, ekki hvað sí/.t, ef um ungbörn er að ræða. Húsmóður- störf á hverju meðaUieimiU eru það margþætt og mikilsverð, að út af fyrir sig eru þau nægilegt verkefni fyrir hverja konu, enda þótt margs konar heimiUstæki hafi mjög Iétt störf hús- móðurinnar miðað við það sem áður var. Samt fer þvf fjarri, að ég sé þvf mótfalUn, að konur vinni úti, verði því með góðu móti við komið og fjár- hagsleg þörf sé í. Þetta á ekkl sízt við á síðari tfmum, þar sem fólk giftist svo ungt, og verður því að hjálpast fjárhagslega af því að byggja upp eigin heimiU. Hins vegar er ég eindregið á þeirri skoðun, að ef konan vinnur úti, beri manni hennar að hjálpa Ul með heimlUsstorfin. ij 10 VIKAN 34. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.