Vikan

Tölublað

Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 12

Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 12
ÉG DÁIST AÐ ÞEIM HARÐDUGLEGU KONUM, SEM VINNA ÚTI AUK HEIMILISSTARFA OG LEGGJA ÞANNIG SINN SKERF TIL ÞJÓÐFÉLAGSÞARFA. ÉG ER EIN ÞEIRRA FORNGRIPA, SEM VINNA HEIMA OG HUGSA BARA UM MANN OG BÖRN. EN ÉG SKAL TRÚA YKKUR FYRIR LEYNDARMÁLI: aS síðasta sem Antoníu sjólfri hefði dottið í hug, var að byrja aftur að vinna úti. En starf sem aðstoðarstúlka ó lækningastofu var ekki svo afleitt og Hickman læknir hafði sjólfur stungið upp ó þessu og boðið henni það. Hún hefði ótt að segja strax nei og láta ekki flækja sér út í þessa vitleysu. En hún hafði lofað að láta hann vita fyrir klukkan níu í kvöld. Nú var klukkan korter yfir átta. Jean og Patrick voru búin að lesa leksíurnar sínar og farin að hátta, og Antonía sat í sófanum og reyndi að prjóna. I hinum enda stofunnar sat lan bak við kvöldblaðið og tottaði píp- una sína. Antonia lagði frá sér hálfkláraða peysuna og gekk upp stig- ann og það var ekki laust við að hún fyndi til ónota, einhverskonar tómleika innra með sér. Fyrst fór hún inn til barnanna og kyssti þau, svo opnaði hún tau- skáp, lagaði aðeins til í honum og dáðist með sjálfri sér að koddaver- unum, sem hún var nýbúin að sauma. Svo fór hún inn í svefnherbergið og settist á rúmstokkinn og starði á símann. Hún rétti út höndina, en lét hana svo falla í kjöltuna. Hvernig í ósköpunum stóð á því að hún var búin að róta sér inn í þessa vit- leysu? Hvað hafði eiginlega komið fyrir? Hún var ekki búin að gleyma mesta hamingjudegi í lífi sínu, fyrir tólf árum síðan, rétt áður en Patrick fæddist. Þá hætti hún að vinna úti og kom heim með síðasta mánaðarkaupið sitt í vasanum og var í sjöunda himni yfir því að vera komin heim fyrir fullt og allt. lan og hún voru búin að bíða svo lengi eftir því að eignast eigið hús, og nú höfðu þau það góðar tekjur að hún þurfti ekki að vinna úti lengur og gat snúið sér algerlega að heimilisstörfum. En nú virðist öllum þykja það svo ósköp ómerkilegt að gift kona geri ekkert annað en að annast heimili sitt, að minnsta kosti var það greinilega álit nágrannanna. Til dæmis Lois, sem bjó í næsta húsi. Hún var að deyja úr leiðindum, og þráði það eitt að börnin gætu passað sig sjálf, svo að hún gæti farið út að vinna aftur. Líklega var það ekki sízt henni að kenna að hún var búin að flækjast út í þessa vitleysu. Hún hallaði sér aftur á bak og hugsaði um Lois og hvernig allt hefði breytzt þegar að Jean fór í skólann. Það var dálítið erfitt að horfa á eftir henni, þegar að hún gekk niður stíginn í fyrsta sinn, með skóla- töskuna á bakinu. Það var ekki laust við að henni vöknaði fyrir augu, litla barnið hennar var að verða stór stúlka . . . Dyrnar voru varla lokaðar á eftir Jean, þegar að Lois kom askvað- andi inn í eldhúsið. Antonia flýtti sér að stinga vasaklútnum í vasann og kreisti fram bros. — Þú ert nú meiri lukkunnar pamfíll, — að bæði börnin eru komin í skóla! sagði hún. — Segðu mér eitt, Antonia, hvað ætlarðu nú að hafa fyrir stafni? Nú ertu frí og frjáls og getur gert það sem þig langar til . . . Antonia horfði undrandi á hana og svaraði að fyrst ætlaði hún að mála eldhúsið, og svo hefði hún hugsað sér að byrja á að sauma krosssaums-áklæði á borðstofustólana. Lois horfði á hana, alveg undrandi. — Og þú sem ert útlærð hjúkr- unarkona og varst búin að gegna ábyrgðarstöðu í þrjú ár, áður en þú hættir að vinna úti. Er þér í raun og veru alvara? — Já, það geturðu bókað, sagði Antonia. — Ég er harðánægð með mitt hlutskipti og hefi nóg að gera. Ég var líka ánægð með hjúkrunar- starfið, en ég beið með óþreyju eftir því að giftist og eignast mann og börn . . . — En það er ekki nóg, sagði Lois. — Ekkn núna, þegar að allar dyr standa okkur opnar . . . Antonia brosti, stóð upp og hrærði í súpupottinum, sem stóð á elda- vélinni. Hún fór að tala um eitthvað annað, og nokkru síðar fór Lois, hálfvonsvikin á svipinn. í tvo mánuði var Lois búin að þvæla um þetta, fram og aftur, f hvert skipti sem hún kom í kaffi. Hún sagði að það væri skylda hverrar konu að nota hæfileika sína í þágu þjóðfélagsins, og fleira þessháttar. Og eft- ir hverja heimsókn sat Antonia í bjarta, notalega eldhúsinu sínu, og fannst það vera fullt af afturgöngum frú Pankhurst og fylgifiska hennar, sem börðust og sátu í fangelsi fyrir frelsi og jafnrétti konunnar, já, jafn- rétti fyrir hana, Antoniu Hayes. Því var heldur ekki neitað að nábúakonurnar fóru ein eftir aðra út í athafnalífið, þegar að börnin voru orðin nógu stór, til að passa sig sjálf. Jafnvel Pat, einkaritari lans, var himinlifandi yfir því að vera komin í starfið aftur. — Hún er víst svo glöð yfir því að geta notað heilacellurnar aftur, sagði lan. — Og hvað er að því að nota heilann heima hjá sér, sagði Antonia, og var komin í baráttuskap. — Ég veit ekki betur en að ég sjái um allt heimilishald og búreikninga. Og ég veit líka hvað er að gerast í Víetnam og Kongo . . . — Og svo býrðu til eplaköku, sem þú ættir fyrir löngu að vera búin að fá gullverðlaun fyrir, sagði Ian brosandi. — Þú bakar nú eina á morg- un, elskan . . . Hún brosti á móti. lan var elskulegur. Hann var að minnsta kosti án- ægður með að hafa hana heima. En hún fékk engan frið fyrir áróðrinum utan frá! Það voru sjónvarps- þættir um glataða starfsorku kvenna, bækur um möguleikana fyrir kon- ur, til að skapa sér stöðu í þjóðfélaginu, ótal blaðagreinar . . . „Hver er ég?" var spurt í einni þeirra. „Horfðu í spegil og spurðu sjálfa þig í einlægni: Hver er ég? Vandræði konunnar, sem eiginkonu og móður, eru glataður persónuleiki. Þér hafið rétt til að vera annað og meira en vinnudýr fyrir fjölskylduna, óeigingjörn móðir og leikfang manns- ins", yfirlýsir greinarhöfundur. — „Þér hafið rétt til þess að vera sjálf- stæð persóna". Hún henti venjulega þessum blöðum frá sér, með fyrirlitningu, en ósjálfrátt spólaði þetta í höfðinu á henni og hún var farin að horfa á sjálfa sig í spegli, við og við. Ef til vill er ég undirokuð rola, þrátt fyrir allt. Það er líklega ekki nóg að vera ánægð með sitt. Hvaða not hefur heimurinn fyrir krosssaums-áklæði . . . ? Hún var hætt að raula við vinnuna. Og það kom oft fyrir, að hún var að hugsa um þessi vandamál allan daginn, svo að hún var þreytt og illa upplögð á kvöldin. — Eins og í dag, hugsaði hún og lagði höndina yfir símann. Dagur- inn byrjaði vel. Hún bjó til uppáhaldsmat lans og svo strauaði hún glugga- tjöldin í barnaherbergjunum. En eftir að börnin komu heim úr skólanum 12 VIKAN 34. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.