Vikan

Tölublað

Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 14

Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 14
9IER FINNST I»AD DASAMIÆGT og sagSi: — ViS sjáumst þá á mánu- dagsmorgun klukkan n(u. í fjórtán ára hjónabandi hafði Antonia tamið sér staka reglusemi. lan vildi líka hafa reglu á hlufun- um, það var vani frá stríðsórun- um. — Heyrðu lan, sagði hún á sunnudagskvöldið. — Við þyrftum eiginlega að bfóða Peferson hjón- unum að borða eitthvert kvöldið, það er svo langt síðan að við höf- um boðið þeim heim. — Það liggur ekkert á, sagði lan. — Það getur beðið ... Mónudagsmorgun fór lan á und- an henni til vinnunnar. Hann kyssti hana innilega og horfði hughreyst- andi á hana, áður en að hann fór. Svo fór Antonia í bláan dragtar- kjól og þaegilega skó, með lágum hælum, lagði lykilinn undir mott- una, svo að Lesley, unga stúlkan sem átti að gaeta barnanna gaeti komizt inn. Svo lagði hún af stað, til þess að nota hæfileika sína ... Fyrsti dagurinn var ósköp róleg- ur. Hún byrjaði á því að reyna rit- vélina, athugaði sótthreinsunartæk- in og fór svo að skrifa niður pönt- uð samtöl við lækninn. Hún gaf gullfiskunum og tók eftir þvf að það þyrfti að þvo gluggatjöldin. Svo komu sölumenn með sýnishorn af lyfjavörum og nokkru síðar fóru sjúklingarnir að streyma inn. Hún hafði svo mikið að gera, að hún hafði engan tíma til að hugsa um mann og börn. Hún sagði lan frá öllu sem hún hafði gert, þegar að þau voro að drekka kaffið um kvöldið. — Þetta var bara spennandi, sagði hún. — Og ég var reglulega montín, þegar að sjúklingarnir kölluðu mig „syst- ur". — Er það ekki aðalatriðið? spurði lan. — Að þú haldir rétti þínum og persónuleika, eða eitthvað í þá áft- ina ... Hann fékk sér bita af bak- aríis-kökunni. — Þú bakar betri kök- ur, sagði hann glaðlega. Börnin tóku þessu nýja óstandi, ón þess að sýna mikla óánægju. — Eg fæ líklega aldrei hund, sagði Patrick. — Hver ætti að passa hann, meðan ég er í skólanum? Það er gott að ég á hvítu mýsnar. Jean var ekki alveg eins hress. — Hvað á ég að gera, ef ég fæ botnlangabólgu í skólanum? spurði hún. — Og hverníg verður það með kökurnar, sem þú varst búin að lofa mér að baka, fyrir foreldrafund- inn? — Ég neyðist til að baka þær á kvöldin, sagði Antonia. — En fram- vegis verðið þið að fá einhverja aðra til að sinna slíku . . . — Einhverja aðra? endurtók barnið undrandi. Henni fannst ekki að nein önnur gæti gert það sem mamma var vön að gera. En svo fundu þau út að það gat líka haft dálítil hlunnindi í för með sér, að mamma var ekki heima. Lesley leyfði þeim að horfa á sjón- varp um hábjarfan dag og svo var hún ekkert að gera sér rellur út af því, þótt þau læsu ekki lexíurnar sínar, því síður að hún hlýddi þeim yfir þær. Antonia vandist vinnunni. Henni fannst ekkert sérstaklega gaman, en hún huggaði sig við þaS aS þetta hlyti að vera andleg þiólfun, og þetta væri það sem hún þyrfti með, til þess að staðna ekki. Hún reyndi líka að snyrta til eftir föngum á lækningastofunni, skifti um lampa- skerma á biðstofunni, setti potta- blóm f gluggana, svo að sjúkling- arnir kynnu betur við sig þar. — Það er naumast að þú ert bú- in að gera vistlegt hérna, sagði Hickman læknir einn daginn. — En hversvegna skrifar þú þessar skýrsl- ur ekki á ritvél? — Það er miklu persónulegra að skrifa þær með penna, sagði hún. — Mér leiðast vélrituð plögg .... — Skrifaðu þær samt á vél, sagði hann, vingjarnlega, en ákveðinn. Yfirleitt annaSi hún störfunum ó lækningastofunni, en þaS var öSru máli að gegna með heimilisstörfin. Þau hrúguðust upp og hún sá ekki fyrir endann á því sem gera þurfti ó heimilinu. Loís, sem varla gat leynt öfund sinni, fór að benda henni á ýmis- legt sem að hún þyrfti að gera f garðinum. — Þú verður að fara að grisja f kálgarðinum þínum, sagði hún, eitt kvöldið þegar hún skrapp í kaffi- sopa. — Ég geri það um helgina, sagði Antonia. — Það sem eftir er af vik- unni hefi ég ekki nokkurn tíma. Jean er að gera út af við mig út af þessum kökum, fyrir foreldra- fundinn og Patrick talar ekki um annað en þennan hund, sem að hann langar svo til að eignast. — En það er nú þess virði, full- vissaði Lois hana um, og Antonia kinkaði kolli, því að þetta sagði lan líka, þegar að hann var að borða ólseigar bakaríis-kökur, eða þegar að hann gat hvergi fundið samstæða sokka. lan virtist hafa tekið þá ákvörð- un að hjálpa henni eftir fremsta megni. Hann minntist aldrei á það, að það væri ekki gott fyrir borð- siði barnanna, að borða í eldhús- inu og ó kvöldin hjálpaði hann henni við húsverkin. Hann sagði ekki heldur eitt ein- asta orð, þótt hún væri með rúllur í hórínu á hveri'u kvöldi. Og þegar að hún loksins lét verða af því að bjóða Peterson hjónunum til mið- degisverðar, sagðist hann vera hreykinn af henni, hvernig sem það færi. Börnin voru ekki eins hreykin af frama mömmu sinnar, en þau voru mjög ánægð um helgar, þá höfðu þau hana heima. Og læknirinn hældi henni á hvert reipi og uppörvaði hana. — Þú ert að verða einhver bezta aðstoðarstúlka sem ég hefi haft, sagði hann einn daginn. — Ungu stúlkurnar eru bara að drepa tím- ann, þangað til þær gifta sig. Það er öðru máli aS gegna meS konur eins og þig, sem hafa lokið við all- an sinn bleyjuþvotf. Ykkur gengur allt annað til, þegar að þið fáið ykkur atvinnu. Þið eruð að sækj- ast eftir meiru en að vera bara húsmæður. Sjóðu nú Esther, konuna mína . . . Antonia hallaSi sér aftur á bak í stólnum og brosti. Hún vissi allt um Esther. Hún var sérfræSingur í innanhúss-skreytingum og þaS voru ekki fó erindin, sem hún rak fyrir hana f vinnutímanum! Esther er kannske undantekning. Eg held því ennþá fram, aS flestar konur sem fá sér vinnu utan heim- ilis, vildu raunar miklu heldur vera heima. Auðvitað tala þær af hrifn- ingu um þessi störf, og rökstyðja það á allan hátt, en ég held að þær séu yfirleitt aS blekkja bæSi sjálfar sig og aðra. — En hversvegna ert þú þá að vinna úti? spurði læknirinn. — MaS- urinn þinn hefir ógætis tekjur, svo að það getur ekki verið peninga- hliðin, sem þú ert að hugsa um . . . Antonia yppti öxlum. — Mér var eiginlega ýtt út í það. Ég átti frí nokkra tíma 6 dag og þessvegna fékk ég vonda samvizku. Engum datt í hug að álasa mömmu fyrir það að hún notaði ekki hæfi- leika sína, ef hún væri heima. En nú til dags er það öðru vísi. Eg er líklega hér vegna þess að ég hafði eins konar sektartilfinningu . . . Hickman læknir horfði á bókina „Hægri hönd læknisins", sem lá op- in á borðínu. — Heyrðu, sagði hann. — Ef þér finnst þú ekki vera nógu örugg, hversvegna ferðu þá ekki á námskeið tvö kvöld í viku? Antonia nuddaði ó sér hökuna. Það var útilokað að fara ó nám- skeið tvö kvöld í viku. Það var nógu erfitt samt að komast yfir heimilis- störfin. Þá hringdi síminn. ÞaS var Jean. Hún var með tannpínu og kennslu- konan sendi hana heim. Antonia hringdi strax í Lois og bað hana að líta eftir Jean, þegar að hún kæmi heim. Svo hringdi hún til tannlækn- is og pantaði tíma klukkan fimm. Svo fór hún að hugsa um boSið fyrir Peterson hjónin, sem átti aS vera daginn eftir. Hún leit út um gluggann og sá þá aS rúðurnar voru óhreinar, það var bersýnilega langt síðan að þær höfðu verið hreinsaðar. Hickman læknir kom inn á skrif- stofuna og hún sagði hálf viðutan: — Það er ekki mikið gagn í þvotta- konunni þinni. Hún hefir ekki hreins- að rúðurnar í seinni tið. Bada að ég vissi hvar hún geymir klútana .... — Hún tekur þá með sér, sagði hann, stuttur f spuna. — Hversvegna hringir þú ekki heldur í lyfjaverzl- unina og pantar þær vörur sem okk- ur vantar? Hann fór út og skellti hurðinni á eftir sér. Antonia horfði undrandi á eftir honum, þaS var naumast að hann var uppstökkur, en hann átti þaS oft til. ÞaS var ergilegt aS frök- en Cox tók upp á því aS gifta sig. Hún rétti hendina út eftir símanum, en mundi svo eftir þvf aS hún var búin að panta þessar vörur. Hún kepptist við, það sem eftir var dagsins, til þess að geta losnað í fyrra lagi daginn eftir. Hún varti meira og meira hugsandi, þegar að hún hugsaði um matinn sem hún ætlaði að hafa. Hún hlaut að hafa verið rugluð, að lóta sér detta í hug að hún gæti þetta. Húsið var allt ó öðrum endanum og nú var Jean komin með tannpfnu. Hún vissi ekkert hvað hún ótti að gefa þeim að borða og hún átti eftir að gera hundrað hluti. Og svo gerði hún þetta eingöngu vegna þess að aðr- ar konur höfðu gesti, þótt þaer hefðu atvinnu utan heimilis ... Og svo i ofanólag þessi hjón. Hún mætti Hickman lækni, þegar að hún kom út og hann stoppaði hana. — Heyrðu, sagði hann. — Ég vil gjarnan að þú komir með mér á fund á morgun. Það er frægur sérfræSingur sem heldur fyrirlest- ur og þaS gæti veriS mjög lærdóms- ríkt fyrir þig aS koma meS mér. — Á morgun? (Ó, elsku, ekki á morgun). Hvenær á morgun? — Hann ætti að vera búinn klukkan fimm. ÞaS er bezt aS þú komir snemma í fyrramáliS. Hún fór út f bílinn, sjóðandi af gremju og leitaði í huganum að einhverri afsökun, en fann enga. 14 VIKAN 34. tM.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.