Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 26.08.1965, Qupperneq 15

Vikan - 26.08.1965, Qupperneq 15
Hún varð bara að reyna að gera helmingi meira í kvöld, svo að allt gæti gengið snurðulaust ó morgun. — Stundum finnst mér eins og að ég sé tvískipt, hugsaði hún á leið- inni heim. — Hvernig á ég að finna það út hver ég er, þegar ég veit ekki hvor helmingurinn er só rétti. Um leið og hún var komin heim með Jean fró tannlækninum, hljóp hún upp á loft og klæddi sig í síð- buxur og peysu. Hún sauð nokkr- ar pylsur, setti þær ( hitahólfið, hitaði upp eina dós af baunum og réðist svo með ótrúlegri elju í hrein- gerningarnar. lan og börnin fengu sér sjólf að borða og reyndu svo að forða sér og vera ekki fyrir. — Það sem við þörfnumst hér á heimilinu er að hafa allt einfald- ara, sagði hún um leið og hún sópaði saman blöðum á borðinu. — Hér er svo margir óþarfir hlutir að það er hræðilegt . Ég hefi ekki tíma til að hirða þetta drasl. Við verðum að pakka niður öllu óþarfa dóti. — Sjáið þið bara, sagði hún og baðaði út höndunum. — Sjáið þið alla þessa púða og hengiblómin, spil og töfl og hundrað bækur, sem enginn les....... Hún þaut fram og aftur, upp og niður. Börnin hlupu upp á undan henni, til þess að bjarga einhverju af dótinu sínu og lan flýði niður i tómstundaherbergið í kjallaranum. Loks voru kraftar hennar alveg á þrotum og hún horfði á bera veggina og tóm borðin. En það þýddi ekkert að tala um það. Ester mundi eflaust segja að þetta væri smart og nýmóðins. Þegar hún var að strauja dúk- inn, kom Lois og sagði henni að Patrick hefði komið heim í dag með flökkuhund, sem hefði rótað til ( blómabeðunum hennar. — Við verðum líklega að setja upp girðingu. Ég get ekki stjórnað börnunum gegnum síma á daginn. Lois fór aftur, móðguð á svip, en sagði ekki orð. Þegar hún kom inn, var ian að gera við útvarpið og Patrick fleygði sér upp ,í sófann, sem hún var að enda við að hreinsa. — Heyrðu mamma, sagði hann, — ég á engar hreinar gallabuxur, ætlarðu aldrei að þvo þær? — Jú, auðvitað. Ég á að þvo, strauja og gera við, búa til mat, — röddin hækkaði ískyggilega. — Ég var að tæma fataskápinn ( for- stofunni og þvo gólfið ( gestaher- berginu! lan horfði á hama og Antonia þagnaði. Eftir stundarkorn sagði hún: — Það eru verkin sem ég á eftir að gera, sem fara í taugarnar á mér. Blómaskreytingin, súpan og .... — Já, og hvenær eigum við að búa til fötin sem ég á að hafa á leiksýningunni í skólanum. Þú ert ekki einu sinni búin að kaupa efn- ið í þau .... — Jean, viltu fara upp og lesa lexíurnar þínar, sagði pabbi henn- ar. Þegar hún var farin upp, gekk lan til Antoniu, þar sem hún var að berjast við grátinn, faðmaði nana að sér og kyssti hana. — Ég skil ekki hvernig allt getur gengið á tréfótum hjá mér, sagði hún og settist í sófann. — Ég klára þetta aldrei. Og svo þykir mér það svo leiðinlegt að ég læt það bitna á ykkur og Lois líka. Hvað á ég að gera á morgun, ef þessi fundur verður lengur en til klukkan fimm? Hún lokaði augunum og hristi höf- uðið. — Jæja, þú getur huggað þig við það, að ég hefi þá eitthvað að tala um. Næsta morgun vaknaði hún klukkan hálf sjö, jafnþreytt og þeg- ar hún háttaði um kvöldið. Hún fór í bað og drakk sjóðandi heitt kaffi, en það dugði ekki til. Hún kom börnunum í skólann og náði því að búa um rúmin, áður en hún ók af stað til vinnunnar. Hún sat um stund í bílnum, áður en hún fór inn. Henni fannst höfuðið algerlega tómt, augun voru sár og þur og hana verkjaði í allan líkamann. Hún vissi ekki hvernig að hún kæmist í gegnum þennan dag. Loksins skreiddist hún út úr bílnum og fór inn á lækningastofuna. Hickmann læknir var kominn, stóð við skrif- borðið hennar og fletti bókinni, þar sem nöfn sjúklinganna voru skrif- uð. — Hvað á allt þetta að þýða, sagði hann og renndi fingrunum niður síðuna. — Frú Grant (skrítn- ar augnabrúnir), herra Lowry (held- ur sig vera sextfu og átta, nefndu ekki orðið sjötíu), frú Merill (mundu eftir að spyrja um kirtlana í barna- barninu hennar). Hvaða bull er þetta? — Ég man betur eftir þeim, þeg- ar ég skrifa þessar athugasemdir. — Þetta er minnisbók, en ekki „Hver er maðurinn", og þetta er lækningastofa, en ekki leikstofa. Svo gekk hann út að glugganum og benti á kexdósina og blómin. — Blóm, matur og ég veit ekki hvað meira ........ Antonia leit á hann, föl og undr- andi. — Ég hélt að það væri ekk- ert að þv( að gefa börnum kexköku, þau verða svo oft svöng. — Hefurðu ekki ennþá skilið að þú ert aðstoðarstúlka hér og ekk- ert annað. — Ég veit ekki hvernig stendur á því að þú þarf að vera að skamma mig svona í dag, einmitt í dag, sagði hún aumingjalega. — Ég get ekki meira, ég get hrein- lega ekki meira. Hickman læknir starði vandræða- legur á tárvot augu hennar, svo andvarpaði hann og sagði: — Hvers- vegna ferðu ekki heim, Antonia? Hringdu til fröken Cox. Kannske get- ur hún komið ( dag. — En fyrirlesturinn? — Það væri alveg gagnslaust. Þú myndir ekki skilja neitt hvort sem er. Þú myndir bara hugsa um hversvegna konan hans léti hann vera með svong Ijótt bindi og hvort hann fengi nógan svefn og til við- bótar værirðu með áhyggjur af vandamálunum heima hjá þér. Ég þekki þig, þetta er þitt eðli. Hún kinnkaði kolli. — Það geri ég l(ka, en það er ekki gott að vinna bug á því. — Hversvegna sættir þú þig ekki við það? Hringdu svo til fröken Cox. Á leiðinni heim keypti Antonia blóm, kjúklinga og breytti alveg um matseðil í huganum. Þegar hún opnaði húsið, fannst henni það óþolandi andstyggilegt. Hún flýtti sér að hafa fataskipti og gekk svo til verks með oddi og egg. Hún náði ( allt dótið sem hún hafði pakkað niður og kom því fyr- ir. Og því meira sem hún hamaðist, því ánægðari og afkastameiri varð hún. Börnin komu heim klukkan hálf fjögur og sögðu ekkert við þvf að mamma þeirra var heima. — Hvar er Lesley? spurði Patrick. — Ég býzt ekki við að hún komi hr oftar, sagði Antonia og fann hve glöð hún varð, þegar hún var búin að taka ákvörðun. — Jæja. Hvaða lykt er þetta? — Það er lykt af kjúklingum. — Húrra! Eitthvað var það f útliti barnanna sem henni fannst minna sig á van- rækt heimilið. Patrick var með sorgarrendur undir nöglunum og allt of sítt hár, og pilsfaldurinn hékk niður öðrum megin á Jean. Hvern- ig gat hún hafa verið svona blind? „Þær hafa rétt til að vera eitthvað meira en bara mæður," stóð í blaða- greininni. Það er aHt ( lagi, hugsaði hún. En hver átti þá að vera móð- ir þeirra. — Hundurinn elti mig heim l(ka í dag, sagði Patrick. — Hann er í bdskúrnum. — Ég hef aldrei séð svona grind- horaðan hund, sagði Jean. Antonia brosti og rétti þeim hend- urnar. — Við skulum koma og at- huga hann, sagði hún. Hún hafði góðan tíma til að fara í bað og snyrta sig ( rólegheit- um. Svo tók hún fram uppáhalds ilmvatnið, fór ( fallegasta kjólinn sinn og leit svo í spegilinn. En það var ekki til að vita hver hún væri, heldur til að sjá hvort lan yrði ánægður með hana. Hann kom þjótandi inn klukkan sex, allt of seinn og lafmóður. Þeg- ar hann kom auga á konu sína, stanzaði hann og horfði undrandi á hana. Hún sat við sfmann og var að tala við Hickman lækni. Hún sendi honum fingurkoss. Hann hengdi frakkann sinn inn ( skáp og gekk út í eldhúsið. Þar nam hann staðar og starði undr- andi ( kringum sig — Hvað er um að vera hér? spurði hann Antoniu, sem var hætt að tala í símann og kom inn ( eld- húsið. — Húsið hefir tekið algerum stakkaskiptum. — Ég er búin að missa atvinn- una, sagði hún. — Hefurðu heyrt annað eins? Fröken Cox leiðist svo að vinna húsverk að hún vill fá vinnuna aftur! — Og þú brosir bara ánægjulega? — Já, sagði Antonia og breiddi út faðminn, eins og að hún ætlaði að faðma að sér allan heiminn. — Ég er líklega bara ég. lan leit á hana og fór svo að blanda kokteilinn. — Heyrðu, sagði hann. — Það er allstaðar hægt að fá vinnu. Þú get- ur fengið aðra vinnu þegar þú villt. — En elskan mín, skilurðu þá ekki neitt. Ég hef atvinnu hér heima . . . — Já, en nútímakona hefir rétt til að lifa sínu eigin lffi, sagði lan. — Pat, skrifstofustúlkan mín seg- ir ...... Hún horfði beint f augu hans. — Ég ber fulla virðingu fyrir henni, sagði hún og rétti úr sér. — Og fyr- ir fröken Cox og milljónum ann- ara kvenna. En ég veit hver ég er, ég er Antonia Hayes! Ég er það sem allir rithöfundar fyrirlfta: Kona, sem fórnar Kfi sínu bara fyrir mann og börn. En ég skal segja þér nokk- uð. Mér finnst það dásamlegt. — Jæja, þannig standa þá mál- in. Hann Ijómaði i framan. — Ég hefi einmitt verið að leita að svona kvenmanni, ifðan konan mfn fór að vinna úti. Antonia hló og kyssti hann. Þau Framhald á bls. 49. VIKAN 34. tbl. jg

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.