Vikan

Tölublað

Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 16

Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 16
Hér um daginn, þegar ég gekk um gróðurhúsin tók ég eftir á meðal rósanna, blómi af mjög sér- kennilegri lögun og lit. Garðyrkjumennirnir ætl- uðu að rífa það upp með rótum, af því að þeir sögðu að það væri villiblóm. En það var í raun og veru ekki síður fallegt en hin, þótt það væri öðruvísi. Þér komið mér til að hugsa um villi- blóm, þegar ég sé yður meðal hinna kvennanna við hirðina. — Hvað hefur de Solignac að gera í þessu máli? — Það er sama gamla sagan — hann er að gæta hagsmuna guðs og hans heilaga málefnis. Ég er búin að segja Þér að hann er geðvond þrætukind. Hann hefur fengið það inn í höfuðið, að einvígi sé tákn villutrúar og guðleysis. Hann hefur gripið dauðahaldi í einvígi de Lauzuns og eiginmanns þíns og krefst þess nú af kónginum, að hann taki harðlega á þessu og „gefi gott fordæmi". Það getur jafnvel verið, að það komi til trúvillingabrennu. Þegar Angelique náfölnaði, sló hin undrun slegna markgreifafrú til hennar með blævængnum sínum. — Ég var bara að gera að gamni mínu! En farðu varlega. Þessi brjálæðingur getur vel átt það til, að verða þeim úti um langa fangavist og mikla ónáð. Kóngurinn kemur sennilega til að hlusta á hann, vegna þess að de Lauzun hefur of oft farið í taugarnar á honum. Og honum er það á móti skapi, að þessir tveir aðalsmenn hafa farið yfir þau siðsemismörk, sem konungurinn hefur sett. Hann varðar í sjálfu sér ekkert um einvígið. Þetta er aðeins spurning um lög og almenningsálit. Ef ég væri í þínum sporum, myndi ég reyna að blanda mér í málin, meðan ennþá er tími til, og áður en konungurinn hefur ákveðið sig. Angelique kastaði frá sér bænabókinni og yfirgaf klaustrið undir eins. Þegar hún fór aftur að hitta Ninon de Lenclos, hvatti hin síðarnefnda hana einu sinni enn til að taka framhjáhaldsmálið ekki svona alvarlega. — Hver, sagði Ninon — gæti verið svo mikið barn að gera veður út af því? Þegar pestir geysa, er hugsað um pestirnar í heild, en ekki ein- staka sjúklinga. Þegar Lúðvík XIV heyrði þessa samlikingu, brosti hann. Það var talið góðs viti. Samt hnyklaði hin mikla samkvæmiskona brýrnar, þegar Angelique sagði henni um afskipti de Solignac af málinu. Hún minntist þess, þegar Richelieu hakkaði höfuðin af ógætnum aðalsmönnum „til að gefa gott fordæmi" og neyddi unga aðalsmenn til að hætta einvígum, með því að lækka þá í tign. — Ef Monsieur de Solignac hefur þá trú, að sverð eiginmanns yðar hafi brotið í bága við vilja guðs, getum við reitt okkur á, að hann hengir sig eins og blóðsuga á konunginn. — Heldurðu, að konungurinn láti hann hafa áhrif á sig? — Það er ekki spurning um veikleika af hans hálfu. Jafnvel þótt kónginum finnist de Solignac óþolandi plága, hefur hann nokkuð til síns máls. Hann hefur bæði kirkjuna og hin borgaralegu lög sín meg- in. Ef konungurinn neyðist til að taka afstöðu með öðru hvoru, verður hann að taka afstöðu með Solignac. Nú er um að gera að fara að með lagi, hvað sem það kostar. Angelique kinkaði kolli. Nú var hún búin til orrustu og þá mátti hún engan tima missa. — Hvernig væri, að ég færi til fundar við Solignac? X — Reyndu það. Þótt hellirigning væri, nam Angelique eitt eða tvö andartök staðar fyrir framan járnhlið Saint-Germain. Hún hafði rétt í þessu fengið Jg VIKAN 34. tbl. fréttir um, að hirðin væri að fara til Versala. Það lá við að hún hætti við allt saman. Svo herti hún upp hugann. Hún klöngraðist aftur upp i vagninn og kallaði til ekilsins: — Áfram til Versala! Hún heyrði hann nöldra, þegar þungi vagninn tók að hreyfast. Fyrir utan rennvotar rúðurnar gnæfðu nakin tré skógarins upp úr þokunni. Þetta var leiðinlegur vetur, ekkert nema rigning og kuldi og aur. Allir voru farnir að hlakka til jólanna, og vonuðust þá eftir hreinum og nýföllnum snjó. Angelique tók varla eftir þvi, hve kalt henni var á fótunum. E'ndr- um og eins beit hún á jaxlinn og augu hennar skutu gneistum af innri eldi, sem Mademoiselle de Parajonc kallaði „orrustuglampann". 1 hug- anum fór hún aftur yfir samtalið við de Solignac markgreifa, sem hann hafði fallizt á að veita henni eftir langa mæðu — ekki heima hjá sér, né heldur henni, heldur í ísköldum klefa í sérvitringaklaustrinu. Hann vildi hafa þetta leynilegan fund. Þegar hann var kominn burtu frá hirðinni, þar sem hæð hans og gnæfandi hárkollar gáfu honum nokkurn virðuleikablæ, virtist þessi yfirþjónn drottningarinnar fremur lágkúrulegur og tortrygginn um allt og alla. Hann marglas það yfir Angelique, hve mjög honum fannst þetta stefnumót við hana, sem hefði átt að vera einstaklega virðulegt og hátíðlegt, skorta á fulla siðsemi. — Haldið þér, Madame, að þér séuð ennþá ein af logum hirðarinar, og ég sé ein af flugunum, sem þyrlast í kringum Ijósið? Eg hef ekki minnstu hugmynd um, af hverju ég féllst á að hitta yður hér, en þar sem ég veit mætavel, hvilikar hneykslanlegar aðstæður kæruleysi yðar hefur komið yður í, verð ég að biðja yður að hætta að látast svona sorgmædd. Það hefur ekki minnstu áhrif á mig, þótt Þér látið sem þér séuð full iðrunar. Hún varð stöðugt meira undrandi á honum. Með augun hálflokuð, eins og hann væri að reyna að píra inn í sál hennar, spurði hann hana, hvort hún fastaði á föstudögum, hvort hún gæfi ölmusu, hvort hún hefði séð Tartuffe og ef svo, hve oft? Tartuffe var leikrit Moliéres, sem hafði hneykslað svo marga ákafa trúmenn. Angelique hafði ekki verið við hirðina, þegar Tartuffe var sýnt, svo hún hafði ekki séð það. Angelique hafði vanmetið afl bræðralags hins heilaga sakramentis. Henni svall móður í brjósti, og deilan varð stöðugt ákafari. — Bölv- un yfir hann — eða hana, sem veldur hneyksli! endaði hinn stein- harði markgreifi. Angelique var orðlaus. Hún fylltist ekki kjarki, heldur aðeins reiði. Hún ákvað að fara þegar til fundar við konunginn. Hún svaf um nóttina i krá skammt frá Versölum. Um leið og bið- stofan fyrir umsækjendurna var opnuð, var hún komin þar, hneigði sig fyrir gullna skipinu á arinhillunni, sem var persónugervingur kon- ungsins, siðan beið hún meðan herbergið fylltist hinum venjulega hópi gamalla hermanna sem sóttu um eftirlaun, fátækra ekkna, gjaldþrota aðalsmanna, stráka og stelpna. Þetta fólk vor orðið uppgefið á því að biðja árangurslaust til gyðju tilviljunarinnar og beindu nú bænum sínum beint að hinum almáttuga alvaldi. Skammt frá henni stóð Madame Scarron i gömlu, slitnu skikkjunni sinni, fyrirmynd þeirra allra, því hver var þjálfaðri umsækjandi en hún. Angelique langaði ekki til að hún þekkti hana og dró skikkjukragann alveg yfir höfuðið. Þegar konungurinn gekk fram hjá henni, féll hún á hnén og hneigði sig mjög djúpt, meðan hún teygði fram umsóknina, þar sem hún bauð hans hágöfði auðmjúklega um að veita Madame du Plessis-Belliére viðtal. Vonir hennar glæddust, þegar hún tók eftir því, að konungur- inn leit snöggt á hana og hélt umsókninni i sinni eigin hönd, í stað þess að rétta hana ásamt hinu til Monsieur de Gesvres. Þegar þröngin minnkaði var það samt Gesvres, sem kom til hennar og bað hana lágum rómi að fylgja sér. Og fyrr en hún vissi, stóð hún frammi fyrir dyrum viðtalsherbergis konungsins. Angelique hafði ekki átt von á, að bænum hennar yrði svarað svo fljótt. Hún hafði ákafan hjartslátt, þegar hún gekk fáum skrefum lengra, og féll aftur á kné, meðan dyrunum var lokað á eftir henni. — Risið á fætur, Madame, heyrði hún mildilega rödd konungsins. — Og komið nær. Þegar hún var komin að borðinu, felldi hún skikkjukragann.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.