Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 26.08.1965, Qupperneq 17

Vikan - 26.08.1965, Qupperneq 17
Herbergið var kuldalegt. Regnið buldi á mölinni fyrir utan. Hún sá dauft bros leika um varir Lúðviks XIV. — Það veldur mér sorg, sagði hann alúðlega, —að ein af hirðmeyj- um mínum skyldi telja sig knúna til að koma til min i laumi. Þér hefðuð getað komið og leitað fundar við mig, án þess að draga nokkra dul yfir það. Þegar allt kemur til alls, eruð bér eiginkona marskálks. — Sire, vegna vandræða minna.... __ Ég veit um vandræði yðar. Yður er fyrirgefið. Ef til vill hefðuð þér ekki átt að fara svo snögglega frá Fontainebleau þarna um kvöldið. Flótti yðar var ekki í samræmi við þann virðuleik, sem þér sýnduð meðan stóð á þessu leiðindaatviki. Angelique var í þann veginn að minna konunginn á að hún hefði farið samkvæmt skipunum hans, sem hann hafði sent henni með Madame de Choisy. En konungurinn varð fyrri til. — Við skulum ekki ræða meira um það. Hver er tilgangur heim- sóknar yðar? —• Sire, Bastillan.... Aðeins þetta hræðilega orð, sem hún hofði látið út úr sér þaggaði niður í henni. Þetta var slæm byrjun! Hún neri hendurnar í örvænt- ingu. —Nú já, sagði konungurinn rólega: — Fyrir hvors hönd komið þér, Monsieur de Lauzun eða Monsieur du Plessis? — Sire, sagði Angelique, sem hafði nú fundið röddina aftur: — Or- lög eiginmanns míns, eru það eina, sem ég hugsa um. — Það hefði betur alltaf verið svo, Madame. Eftir því, sem mér hefur skilizt get ég ekki varizt þeirri hugsun, að eitt lítið andartak hafi örlög eiginmanns yðar og heiður hans ekki verið yður efst i huga. —- Það er rétt, Sire. EFTIR SERGANNE GOLON 7. HLUTI — Sjáið þér eftir þvi? — Af öllu mínu hjarta. Grandskoðandi augu hans komu upp um ákafa forvitni konungs um einkalíf þegnanna. Hún hafði heyrt, að hann væri mjög spurull, en einnig mjög þögull. Konungurinn vissi, en þagði — eða öllu heldur hann þaggaði niður. Á þennan hátt, fremur en nokkurn annan, rækt- aði hann gífurlegan áhuga sinn fyrir mannlegum verum og veitti full- nægju þeirri þrá sinni að þekkja þeirra leyndustu leyndarmál, svo hann gæti með öruggum aðferðum stjórnað þjóð sinni og ef til vill gert hana að þrælum sínum. Augu Angelique hvörfluðu af alvarlegu, mjög fölu andliti hans niður á hendurnar, sem lágu svo grafkyrrar og sterklegar á borðinu, að þær voru eins og tákn um alla orku konungsins. — En það verður, sagði hann og ýtti stólnum frá borðinu um leið og hann reis upp. — Það er aðeins hádegi, og við þurfum nú þegar á kertum að halda. Ég sé varla framan i yður. Komið hérna yfir að glugganum svo ég geti séð yður. Hún fylgdi honum hlýðin út að glugganum, sem regnið rann niður eftir. — Ég á erfitt með að trúa, að Monsieur du Plessis sé algjorlega ónæmur fyrir þokka eiginkonu sinnar. Það hlýtur að vera yður að kenna, Madame. Hversvegna búið þér ekki á heimili eiginmanns yðar.? — Monsieur du Plessis hefur aldrei boðið mér þangað. — Skrýtið! Svona, litla leikfang, segið mér nú, hvað gerðist í Font- ainebleau. — Ég veit að framferði mitt var óafsakanlegt, en eiginmaður minn hafði rétt áður sært mig djúpu sári.... Og Það á almanna færi.... Ósjálfrátt leit hún á höndina, sem ennþá báru tannaför Philippe. Konungurinn tók um úlnlið hennar leit á höndina, og sagði ekki neitt. — Ég var svo hrygg og særð, að ég vildi helzt vera ein. Það vildi svo til, að Monsieur de Lauzun.... Hún lýsti fyrir konunginum hvern- ig de Lauzun hafði tekið sér fyrir hendur að hugga hana, fyrst með orðum en síðan fært sig upp á skaftið. — Það er erfitt að berjast á móti Monsieur de Lauzun, Sire. Hann er svo þjálfaður, að það er ó- mögulegt að hugsa um siðsemi eða sjálfsvörn, fyrr en allt er komið svo langt, að ekki er hægt að snúa til baka. — Einmitt. Gerðist það þannig? — Monsieur de Lauzun er mjög þjálfaður samkvæmismaður og ef til vill dálítið kærulaus, en í hjarta sinu er hann góður og örlátur maður. Ég er viss um, að yðar hágöfgi veit það eins vel og ég. — Hm, sagði konungurinn slóttugur. — Það er nú komið undir skiln- ingi hvers og eins. Þér eruð þokkafull, Madame, þegar þér roðnið eins og þér gerið nú. Þér eruð full af heillandi andstæðum — ófeimin, þó óframfærin, kát og alvarleg. Hér um daginn, þegar ég gekk um gróð- urhúsin tók ég eftir á meðal rósanna, blómi af mjög sérkennilegri lögun og lit. Garðyrkjumennirnir ætluðu að rífa það upp með rót- um, af því að þeir sögðu að Það væri villiblóm. En það var í raun og veru ekki síður fallegt en hin, þótt það væri öðruvísi. Þér komið mér til að hugsa um villiblóm, þegar ég sé yður meðal hinna kvennanna við hirðina. Mér er nær að haida, að það sé Monsieur du Plessis, sem eitt- hvað er bogið við. Svipurinn á andliti konungsins þyngdist litið eitt: — Þessi hrotta- skaparorðrómur, sem af honum fer, hefur alltaf valdið mér gremju. Ég vil ekki hafa neinn við mína hirð, sem gæti komið útlendingum til að halda, að siðir og venjur Frakka séu ennþá á frumstigi, ennþá villimannlegir. Ég krefst Þess, að konum sé sýnd kurteisi, og held því fram, að það sé nauðsynlegt fyrir orðróm þjóðarinnar út á við. Er það satt, að eiginmaður yðar hafi rekið yður kinnhest á almanna- færi. — Nei! sagði Angelique þvermóðskulega. — Ekki svo? Jæja, ég held nú samt að hinn myndarlegi og glæsi- legi Philippe okkar hafi mjög gott af því að fá svolítinn umhugsunar- tima bak við veggi Bastillunnar. — Sire, ég kom til að biðja yður að láta hann lausan. Sleppið honum úr Bastillunni, Sire. Ég grátbið yður. — Svo þér eiskið hann? Ég myndi segja, að mílusteinarnir, sem marka þáttaskil í hjónabandslífi yðar, væru frekar beiskar minningar en hamingjusamar sættir. Ég hef heyrt, að þið þekkizt varla. — Hvað fyrrihluta ræðu yðar snertir, getur verið að þér hafið rétt fyrir yður. En við höfum þekkzt lengi. Hann var stóri frændinn, sem ég dáðist að. . . . þegar við vorum börn. Enn einu sinni sá hún Philippe fyrir sér, með ljósu lokkana, sem féllu niður á knipplingakragann á himinbláum jakkanum, sem hann var klæddur í, þegar hann kom i fyrsta skipti til Sancé kastalans. Hún starði út um gluggann og brosti. Regnið hafði minnkað, og sólargeislarnir brutust niður á milli skýjanna ofan á marmarastétt- ina, Þar sem einmitt í þessu var að nálgast appelsinugulur vagn, dreginn af fjórum svörtum hestum. — Jafnvel þá vildi hann ekki kyssa mig, andvarpaði hún. — Þegar systur mínar eða ég áttu leið framhjá honum, veifaði hann vasaklútn- um sínum í skelfingu fyrir framan nefið. Hún rak upp hlátur. Konungurinn starði á hana. Hann hafði lengi vitað, að hún var fögur, en nú var hann í fyrsta sinn svona nærri henni. Augu hans dvöldust við postulínshörundið og þroskaðar, þrýstnar varir hennar. Og þegar hún strauk stakan lokk frá gagnauganu, fann hann ilminn af holdi hennar. Hún andaði frá sér lífi, heitu lífi. Ósjálfrátt greip hann utan um hana, og þrýsti henni upp að sér. Hann laut að vörum hennar, sem aðskildust í brosi. Mjúk, svo mjúk, hlý, svo hlý. Hann fann perluhreinar tennur hennar snerta sínar. Angelique fann, hvernig hann þrýsti höfði henar aftur á bak með heitum, dáleiðandi kossi. Svo vaknaði hún af dvalanum, og það fór hrollur um hana. Hún greip með báðum höndum um axlir konungsins. Hann hörfaði eitt skref og brosti: — Það er ekkert að óttast. Ég ætlaði aðeins að dæma um það sjálfur, hvar hundurinn lægi grafinn, og hvort mögulegt væri hvort Þér ættuð sök á því ástandi, sem ríkt hefur milli yðar og eiginmanns yðar, með því að vera svo köld og fráhrindandi, að það gæti lamað heilbrigða líkamsstarfsemi eiginmanns. Angelique var ekki svo mikið barn að láta blekkjast af þessari afsökun, Framhald á bls. 36. VIKAN 34. tbl. Yl

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.