Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 23
ur straumurinn á „nýja"
staSi og nú þykir alveg sjálf-
sagt aS „gera uppgötvanir"
og fara eitthvað þangað, sem
ferðamönnum hefur almennt
íslendingar eru þekktir á flugvöll-
unum sem „Pinklafólk".
ekki dottið i hug aS fara áð-
ur. Kannski það gœti orðið
lyftistöng fyrir fsland sem
ferðamannaland?
Þrátt fyrir einhvern leiða
á klassisku leiðunum og
stöðunum þar sem alltaf er
yfirfullt af ferðafólki, þá hafa
sumir staðir svo magnað að-
dráltarafl og töfra, að það
verður jafnvel jafn gaman að
koma þangað i annað og
þriðja sinn. Eftir því sem seg-
ir i ágætri grein i vikuritinu
Newsweek um þessi mál, þá
á það fyrst og fremst við um
Italiu. Aftur á móti koma
fœrri og færri á viðkomustaSi
eins og hertogahöllina i Fen-
eyjum þar sem nú er i tízku
aS kynnast lifinu sjálfu. Þess-
vegna fer ferðalangurinn
fremur eitthvað þangað, sem
hann sér „Life Italian Style",
hið italska líf, jafnvel hið
Ijúfa lif.
Bretland er eitt af helztu
ferðamann(|löndum Evrópu,
til dæmis er búizt við að um
það bil 650.000 Bandarikja-
menn komi þangað i sumar.
En i sumar er ekki búizt við,
að húsin með stráþökunum,
ölkrárnar og lífverðirnir meS
loShúfurnar hafi sama að-
dráttarafl og verið hefur. Nú
er talið að bítlahljómlistin
hafi heldur meira að segja
til að draga að ferSamenn.
Og London er sú borg, sem
ber einna hæst í þeim bransa
um þessar mundir. En Lon-
don er líka ákaflega þéttbýl
borg, og ferSamenn vilja
fremur dvelja í útborgunum
eins og Ilford og Slough, sem
eru 10—20 milur frá London
sjálfri til að losna við ysinn
og hávaðann. En Bandaríkja-
menn eru ekki eins góðir við-
skiptavinir og þeir hafa verið
undanfarið og eyða ekki eins
miklu og þeir hafa gert.
ÞaS eru Þjóðverjarnir, sem
eySa mest og vilja þaS bezta.
Margir Bandaríkjamenn sýna
nú talsvert meiri sveigjan-
leika en veriS hefur i heim-
sóknum sínum til Bretlands.
Þeir eiga þaS til að skjóta upp
kollinum á stöSum, sem ein-
göngu hafa veriS sóttir af
römmustu Bretum, svo sem
Benjamin Brittens Aldeburgh
tónlistarhátiSina, eða þá aS
þeir hafa fariS upp á heiðarn-
ar í Dumbartonshire. Aðrir
sækja bitlaklúbbana, þar sem
tónlistin getur ært hvern
meðalmann, til dæmis Ad Lib
klúbbinn, þar sem Ringo
Starr bar upp bónorðið til
Maureenar sinnar. Þá má ekki
gleyma Klúbbnum hennar
Önnu Bellu, en þar kann fólk
á borð við Frank Sinatra vel
við sig í félagsskap ungra
brezkra auðkýfinga. En ungl-
ingarnir, sem ætla sér að
heimsækja kjallaraklúbbana í
Liverpool, munu komast að
þvi, aS þar eru ekki margar
pophljómsveitir, sem eru þess
virði aS hlusta á þær. Þær,
sem einhverjum árangri hafa
náS, eru löngu farnar burtu
til annarra staSa. En eitt er
Verðið á matsölustöðum Parísar
hefur verið hreint okur. Ef því
hefði haldið áfram hefði hað ver-
ið hrein grafskrift fyrir tekjui
Frakka af ferðamönnum.
þaS, sem London býSur ferða-
mönnum upp á og mun vart
eiga sér hliðstæðu nokkurs
staðar i heiminum. ÞaS eru
eiturlyfjaneytendurnir, sem
raSa *sér up við lyfjabúSina
i Piccadilly Circus, þar sem
þeir, kl. 12 á miSnætti, fá
vikulegan lyfseSil fyrir
nautnalyfjum sínum. Þetta
geta þeir vegna sveigjanleika
lagagreinarinnar um eitur-
lyfjasölu.
Frakkar hafa fengiS orS
fyrir þaS að vera ógestrisn-
ustu gestgjafar í heimi. Fram-
koma þeirra við erlenda
ferðamenn er ekki alltaf á
háu stigi og það er oft eins
og þeir fyrirlíti allt, sem ekki
er franskt. En nú eru ferða-
menn byrjaðir að gjalda þeim
í sömu mynt, að minnsta kosti
Bandarikjamenn. Fram-
kvæmdastjóri franska hótel-
sambandsins, sem jafnframt
er fulltrúi franska verzlunar-
ráðsins var nýlega tekinn til
bæna af Bandaríkjamönnum,
sem veittu honum ærlega
ráðningu vegna þess, hve
erfiSlega þeim gekk aS fá
hótelherbergi. Mannauming-
inn slapp burtu um síðir með
nokkrar skrámur og mar-
bletti.
En stjórn de Gaulle er farin
að sjá, hvar skórinn kreppir
að fætinum og reynir nú að
endurheimta ferðamanna-
strauminn. Annars er málið
nokkuð alvarlegt fyrir
Frakka. Á fjórum árum hafa
tekjurnar af ferðamönnum
hrapað úr 10 milljörðum
króna niður í tæpan milljarð.
En það er gert allt, sem áuð-
ið er til að rétta þessi mál
við. Búið er að festa taxtann,
sem leigubilstjórarnir fara
eftir. Þegar skemmtiferða-
skipin leggjast að bryggju,
standa þar menn í röðum með
rósir og ilmvötn handa kven-
fólkinu. Einnig hefur fjár-
málaráSuneytiS bannaS allar
hækkanir á verðlagi hjá veit-
ingahúsunum. ViS erum aS
reyna að kenna Frökkum, að
þaS aS krefjast aukaþóknunar
fyrir brauðið og servíettuna
hleypir illu blóði í útlend-
inga, segir Georges Ferran
fulltrúi í ferðamálaráðunejjt-
inu. En það er alls ekki svo
auðvelt.
VerSið á hótelherbergjum
í Paris er allmikið hærra en
við eigum að venjast hér
heima. Eitt herbergi með baði
á góðu hóteli. (ekki neinn
lúxus en bara „mjög þægi-
legt") kostaði að meðaltali
rétt tæpar 1000 krónur á sól-
arhring síðasta sumar og mun
vera þaS sama nú i ár. Á sið-
ustu árum hafa hinir sjálfs-
ánægðu hóteleigendur i Paris
getað haft sína eigin henti-
semi og farið fram á það, sem
þeim hentar i þessari óhemju
þéttbýlu borg, þar sem alla
vantar húsnæði, þar sem ekki
hefur verið byggt eitt einasta
nýtt hótel frá þvi á árunum
fyrir strið. En i ársbyrjun
1966 er ráðgert að opna tvö
ný hótel og ætti það að bæta
ástandið eitthvað. Margir
Frakkar hafa lýst þvi yfir, að
Frakkland þurfi að stokka
spilin alveg upp og hreinsa
af sér smánarblettinn, sem
kominn er á ferðamál þar í
landi. Þrátt fyrir það neita
þeir, að hér sé um nokkur
mistök aS ræSa frá þeirra
hendi. „Ef þiS ætlizt til þess,
aS Frakkarnir brosi framan
í ykkur, verSiS þið að byrja
á toppinum," sagSi yfirbar-
þjónninn i einu af lúxushót-
elum Frakklands. „Þið getið
ekki búizt við þvi að slátrar-
inn brosi, þegar de Gaulle
gerir það ekki.'
Þvi miSur byrjar þetta nöld-
ur alltaf, þegar Paris er i sinu
fegursta skrúSi. En stjórnin
berst harðri baráttu við að
sýna ferðamönnum fram á,
að Frakkland hefur upp á
fleira að bjóSa en París og
Cote d'Azur. Þegar komiS er
út á landsbyggSina, hina
Það er margt, sem freistar fslenzku
frúnna i erlendum húðargluggum.
grænu skóga Alsace, hellana
i Périgord ag ströndina viS
Brittany, er verSlagiS líka
helmingi lægra en i Paris.
Nú i sumar sendu Sovét-
menn frá sér þrjár skrautleg-
ar auglýsingar til að laSa að
ferðamenn. Á þeirri fyrstu
var stór litmynd af Rauða-
torgi og grafhýsi Lenins. Á
annarri var stór áletrun:
„Heimsækið Sovétrikin, land
fyrsta geimfarans". En sú
þriðja bar nokkuð annan svip.
Á henni var ljóshærð fegurð-
ardis i bikini, sem ráðlagSi
ferðamönnum að heimsækja
staði við Svartahafsstrendur,
svo sem Yalta og Sochi. Auk
þess aS sú síSasta mun hafa
mest aSdráttarafl fyrir Vest-
urlandabúa, boSar hún þátta-
skil hjá þeim Kremlmönnum
til ferSamála. Enda eru þeir
óðum að tileinka sér siði
vestrænna þjóSa. Ung stúlka
frá Bandarikjunum, sem var
lengi búin að safna sér fyrir
ferðinni austur, leit einu
sinni yfir mannfjöldann í
Gorkistræti og sagði síðan
með tárin i augunum: „En
þeir eru bara eins og venju-
legt fólk."
Nú beinir FerSaskrifstofa
Sovétríkjanna athygli sinni
einkum að vel stæðum Vestur-
landabúum, sem sækja á sól-
rika staði. MeSal nýmæla, sem
þeir hafa tekið upp, eru ferð-
ir til borga i hinu sólrika
Kákasus, og ferðirnar á bað-
strendur við Svartahafið eru
að verSa mjög tiSar. Þá hafa
Framhald á bls. 49.
VIKAN 34. thl.
23