Vikan

Tölublað

Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 32

Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 32
 BLAUPUNKT BÍLTÆKI „Standard" *g Festingar í I flestar tegundir SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU með innbyggðum plötuspilara fyrir allar stærðir af plötum - battery og 220 volt mismunandi tegundir ferða- tækja með bátabylgju. FULLKOMIN ViÐGERÐAÞJÓNUSTA RADIOVER S.F. SkólavörSustíg 8 - Reykjavík - Sími 18525 Dirreioa. FERÐATÆKI ¦ i með festingum í bíla. Einnig má setja í samband HHisHi plötuspilara eða segulband. i ':::.'¦¦::; ¦ :: Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. © Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Þú þarft að taka á þig nokkra ábyrgð fyrir nokkra félaga þína. Eldri persónur hlaupa undir bagga með þér er míkið liggur við. Sýndu samferðamönnunum meiri tillitssemi og reyndu að vera dálítið skemmti- legri. © og Nautsmerkið (21. apríl — 21. niai): Nú losnarðu bráðum við nærveru persónu er hef- ur gert þér lífið leitt aS undanförnu. Reyndu að nota þér fjarveru hennar og koma þér vel fyrir, svo til fleiri árekstra þ'urfi ekki að koma út af sama ykkur bar á milli. o Tvíburamerkið (22. maí — 21. júni): Maður er þú átt nokkur viðskipti við kemur fram við þig á mjög drengilegan hátt, er vissir hlutir ganga úrskeiðis fyrir þér. Þú œttir að leggja meiri rækt við félaga þína og leita frétta af þeim. Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí): Það eru margir sem álíta aS þú svíkist um siðferðis- legar skyldur þínar, en þú ert neyddur til að halda striki þínu áfram enn um sinn. Þú færð skemmti- lega heimsókn og góða hjálp frá nánum skyldmenn- um þínum. O hólmi. Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): Vinir þínir taka sig saman og aðstoða þig við um- fangsmikið verk. Vikan verður mjög skemmtileg. Ýmsir verða til að ráðleggja þér að hætta við fyrir- ætlanir þínar, en útlit er fyrir að þú berir sigur af Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Einhver verður til þess að hnupla frá þér hlut sem þér er nokkuð annt um. Yfirmaður þinn er fremur úrillur og viðskotsillur þessa dagana og skaltu láta sem minnst fyrir þér fara, því smá mistök gætu orðið að stórsynd. Vogarmerkið (24. september — 23. október): Viðskipti sem þú hefur átt hluta í upp á síðkastið valda þér vonbrigðum, og væri réttast fyrir þig að losa þig úr þeim áður en það er of seint. Þú dvelur líklega fjarri borginni um tíma. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember). Þú átt ánægjulegar samverustundir með félögum þínum á kyrrlátum stað. Heppnin verður að mörgu leyti með þér og þú nýtur lífsins í ríkum mæli. Varastu að eiga of náin samskipti við amor. Heilla- tölur eru 3 og 9. Bogmannsmerkið 23. nóvember — 21. desember): Þú verður mjög fljótur að ljúka af ákveðnum skyldu- störfum þínum og getur þessvegna notað tíma þinn til eigin þarfa. Vinur þinn reynist þér nokkuð tor- ráðinn, en þú skalt ekki inna hann eftir neinu, bara bíða. ^ Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Þú ert nokkuð spenntur að vita um úrslitin í ákveðnu máli og má segja að þau komi öllum á óvart. Náin skyldmenni þín taka sér vafasamt athæfi fyrir hend- ur. Þú dvelst um stund við sveitastörf. Vatnsberamerkið (21. jaini.tr — 19. febrúar): Þú ert grænn af öfund vegna tækifæris sem kunn- W'í Sfl? ingium þínum hlotnaðist um síðustu helgi. Með ^ÍttPf góðu móti ættirðu að geta komið þér í svipaða að- stöðu. Gamall kunningi þinn hjálpar þér við að gera góð kaup. Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Láttu engan vita um næstu fyrirætlun þína í sam- bandi við starf þitt, þvi það eru margir sem gætu hagnýtt sér hana og eyðilagt fyrir þér. Ýmislegt gamalt og gleymt rifjast upp er þú endurnýjar lan kunningsskap. fflgggm ¦ • satssss 11 M 32 VIKAN 34. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.