Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 41
ur til Týról. Þar var ákveðið, að við
skyldum snúa aftur til Hamborgar.
Eitt skyldi yfir okkur öll ganga, hóp-
inn skyldum við halda lífs eða lið-
in.
Næturárásirnar hörðnuðu, og við
vorum alltaf öll saman í herbergi
meðan á þeim stóð — ef eitthvert
okkar færi, færum við öll.
Fólk æddi fram og aftur í loft-
varnabyrgin allan sólarhringinn og
lifði í sífelldum ótta og yfirþyrm-
andi taugaspennu. Ég var forlaga-
trúar og því tókum við aldrei þátt
í þessu eyðileggiandi kapphlaupi
í byrgin, en biðum heldur þess sem
verða vildi í svefnherbergi okkar
hjóna.
Þegar fyrsta loftvarnarmerki
stríðsins vældi í sírenunum 3. sept-
ember 1939, þaut ég heim og nið-
ur í kiallara með dóttur mína í
fanginu. Ég var svo fljótur á leið-
inni heim, að við Vala vorum á
undan öllum öðrum íbúum húss-
ins niður í kiallara. Þá var engin
hætta á ferðum. Síðar, þegar hætt-
an var á næsta leiti, gerði ég þetta
aldrei. I loftvarnarbyrgi fór ég aldr-
ei, nema ég væri staddur á gangi
úti ó götu, þegar loftvarnarmerki
var gefið, en þó mátti enginn vera
ó ferli og allir reknir í byrgin.
Ég veit ekki, hvort þetta var
svona sterk forlagatrú, eða bara
slióleiki. — Nei, satt að segja hefur
það víst verið þyngst á metunum,
að ég hélt, að það myndi gjörsam-
lega eyðileggia okkur og gera okk-
ur lífið óbærilegt að lifa á sífelld-
um flótta — að heiman í byrgin og
aftur heim. Þótt aðrir lifðu í sífelld-
um ótta, vildi ég ekki gera hann
raunverulegri með sífelldum flótta.
I febrúar 1945, nokkrum vikum
fyrir stríðslok, var gerð ægileg
sprengjuárás á Dresden. Þá misstu
tengdaforeldrar mínir, mágkona og
svili aleigu sína. Systir Mörthu kom
til okkar með tvo syni sína — ann-
an á fyrsta ári, og hafði hún verið
6 daga á leiðinni, sem annars tók
s'ex tíma með lest. Allan þennan
tíma var lestin á leiðinni, en vegna
hinna tíðu loftvarnarmerkja komst
hún ekki hraðar yfir. Þegar merk-
in voru gefin, óttu allir að þióta út
og dreifa sér um akrana og svo
upp í lestina aftur, þegar blósið
var af.
Konan var alveg eyðilögð á taug-
um eftir þessa erfiðleika. Þess
vegna létum við það eftir henni að
fara öll niður í kjallara kvöld nokk-
urt í apríl, þegar loftvarnamerki
var blásið, þótt okkur væri það
þvert um geð. Ég fór út í kjallara-
dyr til að svipast um. Veit ég þá
ekki fyrr en þriggia tonna skorsteinn
dettur niður við tærnar ó mér. Hefði
ég staðið feti framar, hefði ég orð-
ið undir.
Kiallaradyrnar sneru út á götu. I
garðinn bak við húsið hafði fallið
sprengja og myndað 10 metra
djúpan gíg, sprungið og rifið burtu
hálft húsið. Ef við hefðum ekki
farið niður í kiallara vegna þrá-
beiðni mágkonu minnar í þetta eina
skipti, hefðum við öll farizt. Af
íbúðinni okkar stóðu aðeins stof-
urnar eftir, sem sneru út að götu.
Öll hin herbergin voru hrunin í rúst.
Þegar við ætluðum að reyna að
komast sömu leið upp í íbúðina
aftur, sáum við aðeins upp í stiörnu-
biartan himininn.
Þetta skeði örfáum vikum fyrir
stríðslok. Aðeins tvær flugvélar
höfðu tekið þátt í árásinni og varp-
að samtals fjórum sprengjum.
Næstu fióra mánuði urðum við
Martha og dæturnar að hafast við
í herbergiskytru í útjaðri borgar-
innar. Sams konar húsnæði tókst
mér að ná í fyrir mógkonu mína
og hennar börn.
Hamborg var í eldlínunni fram
á síðasta dag. I maí var búizt við
að barizt yrði á götunum. Af því
varð þó ekki.
Heimstyrjöldin var á enda, og
við vorum öll á lífi. Svo var guði
fyrir að þakka. Hefur mér ætíð fund-
izt, að einhver æðri móttur eða
handleiðsla hafi stýrt mér í gegn-
um lífið og gefið mér kraft og for-
sjá.
VIII
Þrátt fyrir þessa ógnartíma, var
í lengstu lög reynt að halda óper-
unni starfandi. Eftir að loftárásirn-
hófust, þurfti að færa sýningartím-
ann fram, og í skammdeginu byrj-
uðu sýningarnar klukkan þrjú til
hálf fjögur, til þess að fólk næði
að sleppa heim áður en blósið var
í loftvarnaflauturnar illræmdu.
Kæmi það fyrir, að loftvarnamerki
væri gefið meðan á sýningu stóð,
var öllu hrúgað niður í kiallara, og
svo var haldið áfram eins og ekk-
ert hefði í skorizt, þegar blásið var
af.
Það var ekki fyrr en um haustið
1944, eftir landgöngu vesturveld-
anna í Frakklandi og framrás þeirra
inn á þýzka grund. að allt lista- og
skemmtanalíf lagðist niður. Þá var
öllum leikhúsum og óperum lokað,
en ekki fyrr.
Þegar svo var komið, gáfu yfir-
völdin út þá dagskipun, að allt
starfslið við óperuna skyldi látið
vinna. Starf það, sem okkur söngv-
urunum var ætlað, þótti mér reynd-
ar aðeins vera til málamynda. Við
áttum að rífa niður sjálfvirkar sím-
stöðvar, sem eyðilagzt höfðu af
vatni og eldi.
Ég neitaði. Eftir á er það eitt af
því, sem ég skil ekki hvernig ég
komst upp með það. Óperustiórnin
hefur sennilega ekki sagt til mín,
annars hefði ég vafalaust verið tek-
inn fastur. Þeir voru óvenju frjáls-
lyndir í Hamborg. Aftur á móti fékk
ég harðort bréf frá óperustiórninni,
þar sem hóttsemi mín var talin fá-
dæma lúaleg og bera vott um al-
giöran skort ó „Kammeratshaft".
Sennilega hefði þessi neitun mín
orðið mér dýrkeypt alls staðar ann-
ars staðar í Þýzkalandi.
Nokkru eftir að þetta skeði, var
****
'i;;N... %,~h, ¦•¦í^.--:- .¦
Þegar þér fariS út atS verzla, er gott a8 hafa einn svona —
INNKAUPAPOKA ÚR VENYL
Múlalundur
ÖRYRKJAVINNUSTOFUR S.Í.B.S.
ÁRMÚLA 16 - REYKJAVÍK.
STÆRSTI FRAMLEIÐANDI LANDSINS
Á
TÖSKUM
0G ÞEGAR ÞÉR FERÐIST, ERU ÞESSAR
TÖSKUR OMISSANDI
VIKAN 34. tW.
41