Vikan

Tölublað

Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 43

Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 43
ég ásamt öðrum íslendingum, sem ( Hamborg voru, boðinn til frú Marfu Henkel, sem þá var búsett í Ham- borg og átti reyndar heima við sömu götu og við. Þar barst þetta „verkfall" mitt ( tal. Einn íslend- inganna þarna var klæddur SS ein- kennisbúningi. Hann dró mig af- síðis og bað mig að vara mig á þessu uppátæki og umfram allt hafa ekki orð á því. Við höfum í fangabúðunum hjá okkur, sagði hann, grískan óperusöngvara, sem neitaði líka að vinna. Það kom upp úr kafinu, að sá einkennisklæddi var fangavörður í hinum alræmdu fangabúðum ( Neuengamme fyrir norðan Ham- borg. Orð hans voru ekki hótun ( minn garð heldur vel meint við- vörun. Svo mikill íslendingur vai þó manngreyið, þótt hann klæddist þessum andstyggðar búningi. Þegar ég seinna fór alfarinn frá Þýzkalandi, var ég yfirheyrður af brezku yfirvöldunum ( Hamborg, Security Board Office, og spurður einnar spurningar: „Hvað gerðuð þér eftir að leikhúsinu var lokað?" Auðvitað vissu þeir svarið, en mér þótti samt þægilegt að geta svarað með einu orði: „Ekkert". Þegar ég læt hugann reika til þessara ára, er ég næstum viss um, að pólitísk sakaskrá mín frá Duis- burg hefur týnzt í sprengjuórós, og því hefur ekki verið hægt að senda upplýsingar um mig til Hamborgar. Svo oft hafði ég talað óvarlega, að smótt og smátt hlýtur mæliglas- ið að hafa fyllzt — svo hefur það brotnað, til allrar hamingju fyrir mig. Þó hefur viðhorf mitt til nazist- anna ekki með öllu legið í þagnar- gildi. Ef afstaða mín gagnvart þeim hefði ekki verið kunn, hefði ég til dæmis aldrei fengið vinnu í Dan- mörku. Þegar Englendingarnir komu, sendu þeir strax út boð til erlendra listamanna í landinu og fóru fram ó, að þeir skemmtu hermönnum. Ég gaf mig fram og var hálft ár hjá VIII. herdeildinni, hinni frægu Montgommery-herdeild. Desert Rats. Var ég meira að segja klæddur í einkennisbúning þennan tíma. Eftir þetta hálfa ár hófst starf- semi óperunnar á ný og þar með mitt starf. Einhvern veginn fékk ég mig ekki til þess að rjúfa samning- inn núna, þegar Þýzkaland var svona langt niðri. Þrátt fyrir allt átti ég landinu og þá sérstaklega þýzku listalffi svo óendanlega mik- ið að þakka, og þv( ákvað ég að vera um kyrrt þessa mónuði, sem eftir voru af samningstímanum. Þrítugasta og fyrsta júlí 1946 rann samningurinn út. Daginn eftir fór ég alfarinn frá Þýzkalandi með fjölskyldu mína eftir 16 óra dvöl Ekki fylgdi okkur mikill verald- legur auður úr hlaði. Við fórum eins og við stóðum með pjönkur okkar og þau fáu húsgögn, sem við átt- um eftir, en peningalaus með öllu. Handbært fé mitt hafði horfið eins og dögg fyrir sólu, því verðbólgan var orðin ægileg. Til dæmis mó nefna, að daginn óður en við fórum keypti ég lélega kápu, sem alls ekki var meira en 300 marka virði, handa konu minni. Kápan kostaði 20 þúsund mörk. Að vísu hafði ég þénað vel og hafði tekizt að leggja þó nokkuð fyrir í banka, en af þeim peningum frétti ég ekkert fyrr en 1948. Þó var gert upp' og gildi marksins gert að 1/10 þess, sem það áður var. IX En eftirvæntingin og tilhlökkunin Um haustið skrapp ég til London til þess að syngja inn ó plötur fyrir His Masters Voice, en þangað fór ég til Stokkhólms, þar sem ég var um veturinn og söng m.a. við óper- una. Skömmu eftir að Heklugos hófst vorið 1947 kom ég aftur hingað, hélt fleiri konserta og söng þar f 3 óperum. Þaðan hélt ég svo til ítalíu og „settist ó skólabekk" um veturinn. Þar var ég við nám í hólft ár, aðallega til að kynnast hlut- verkunum mlnum ó (tölsku. Sumarið 1947 hafði verið rign- ég varð að gjöra svo vel að byrja upp ó nýtt í „alvöru" hæð. Þetta var bara prufusöngur fyr- ir kallinn, en daginn eftir var hringt til m(n og spurt, hvort ég vildi ekki gjöra svo vel og koma aftur og syngja nú fyrir óperustjórnina og hvort ég hefði ekki eitthvað á dönsku? Þeim hefur víst þótt viss- ara að vita, hvort ég gæti borið fram dönskuna. Þetta minnti mig ó löngu liðið atvik eins og nærri má geta. Ég var í atvinnuleit, og ekki dugði að vera með neinar kenjar, svo ég var þeim mun meiri, þótt ferða- góssið væri ekki rfkulegt. Við kom- um til Danmerkur 1. ágúst og flug- um heim með leiguflugvél Flugfé- lags íslands, Liberator, daginn eft- ir. Þó hafði ég ekki komið hingað f 10 ár eða frá því í brúðkaups- ferðinni forðum. Stelpurnar kunnu bara þýzku, svo ég stíaði þeim sundur og sendi aðra upp ( sveit, en hina til bróður mfns. Vala var orðin 7 ára og Brynja 5 óra, svo það var sannar- lega mál til komið, að þær lærðu íslenzku — og það tókstl Ég tók til óspilltra mólanna við að syngja, auglýsti marga konserta f einu og söng kvöld eftir kvöld. Auk tónleikanna í Reykjavík söng ég á Akureyri, ísafirði, Siglufirði og f Vestmannaeyjum. Fyrir Kammer- músíkklúbbinn söng ég þá einnig Vetrarferðina, fyrstur manng hér á landi, ingasumar hérna heima. Eg hafði þvf ákveðið að bæta fjölskyldunni það upp næsta sumar með meiri sól og fékk hana því til móts við mig til Danmerkur, þegar ég hélt frá ítalíu. Þá um sumarið, 1948, fékk ég tilboð fró Rigsteatret f Stokkhólmi um að syngja Alfredo f La Traviata, og söng ég það hlut- verk yfir 30 sinnum um gjörvalla Svíþjóð. Áður en ég fór til Stokkhólms hafði ég prufusungið í Kaupmanna- höfn. Þá hafði ég sloppið við þann déskota í tólf ár. Söng ég fyrst fyrir hljómsveitarstjóra, sem hét Egisto Tango. Tango var orðinn gamall karl, svo ég hélt mér væri óhætt að svindla svolítið. Söng ég m.a. fyrir hann „Hönd þín er köld" úr Boheme og ætlaði að nota út- setningu, sem var Vi tón lægri en ótti að vera. Þetta þýddi ekki neitt, hann heyrði það eins og skot, svq fór aftur og söng eins og herforingi. Eftir sönginn var mér ekki svo mik- ið sem þakkað fyrir. Ég staulaðist grútfúll heim á hótel og bölvaði prufusöng í sand og ösku — en ég var ekki fyrr kominn upp ó hótel en hringt var til mín og' mér boðin staða. Fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott! — Og þar með hófst nýr kafli ó söngferli mínum. Vögguvísa fyrir morðingjann_________ Framhald af bls. 25. lokaði augunum á dramatfskan hótt. — Litll drengurinn þinn er dá- inn. Andy stóð eins og rígnegldur niður f gólfið, en Nancy rak upp * VIKAN 34. tW. 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.