Vikan

Eksemplar

Vikan - 26.08.1965, Side 45

Vikan - 26.08.1965, Side 45
Það hafði aldrei verið meining- in, að skilaboðunum frá barnsræn- ingjunum væri kastað inn utan frá. Það átti að koma þeim fyrir að innanverðu af völdum einhvers, sem var í húsinu. Röddin í slman- um hafði ekki vitað, að svo óheppi- lega vildi til, að viðkomandi var ófær um að sinna sinni skyldu að þessu sinni, vegna þess að lögregl- an hafði tekið hann úr umferð. Hugsanaröðin, sem kvöldið áður hafði komið honum til að gruna Baker um að vera barnsræningjann, var rétt að sínu leyti. Hann hafði aðeins grunað rangan mann. Það var ekki Baker, sem var falsvin- urinn — uppfullur af hatri og I fjárþröng. Það var . . . það gat eng- inn annar verið en Hubbard Wiley. Andy stóð lengi út við gluggann og starði út í sólbjartan garðinn. En hann sá hann ekki. Það sem hann sá, var hið dularfulla og framandi, sem breiddi úr sér fyrir framan hann. Leikur Hubs, sem hins hlutlausa og nafnlausa starfs- manns, hafði verið fyrirmyndar dulargervi. Sama var að segja um starf hans sem fyrrverandi lögreglu- manns. Þegar Andy velti því fyrir sér, hvort nokkur af nánustu starfs- mönnum hans gæti komið til greina, hafði hann alltaf útilokað Hub, án þess að skilgreina það nánar. Það var ekki fyrr en hann var tekinn höndum — á óheppilegasta tíma fyrir barnsræningjana — sem kam- elljónið skildi sig frá bakgrunnin- um. Andy varð samtímis Ijóst, að hann hafði ekki minnsta vott af sönnunargögnum. Fyrst datt honum ( hug að hringja til Zitlau. En jafn- vel þótt Zitlau gæti fallizt á hugs- anir hans — sem alls ekki var vlst — hvað þá? Það fyrsta, sem Zitlau myndi gera, væri að setja Hub und- ir eftirlit og yfirheyra hann. En að láta Hub finna, að hann væri grun- aður, var ef til vill það sama og undirrita dauðadóminn yfir And- rew. Hinir samseku myndu undir eins leitast við að losa sig við hið lifandi sönnunargagn. Og það var annar möguleiki sem varð að taka til athugunar. Hub var fyrrverandi lögreglumaður. Það var alls ekki ómögulegt, að hann hefði einhverja samseka sér ( röðum lögreglunnar. Andy óskaði þess svo sannarlega að hinum seku yrði refsað. En fram- ar öllu öðru hafði hann örvænting- arfulla þörf fyrir að fá son sinn lifandi. Hann þorði ekki að snúa sér til lögreglunnar, heldur varð hann að standa aleinn með upp- götvun sína. Hann var gripinn af þeirri óþægilegu tilfinningu, að vera nakinn og hjálparvana. En í næstu andrá skaut hann fyrir sig skildi úr járnhörðum vilja. Hann varð að komast til botns f þessu máli. Oðru vísi var ekki hægt að ráða fram úr því. Hingað til hafði Andy neyðzt til að ganga um í blindnj og bfða eftir næsta höggi. En nú vissi hann, hver óvinurinn var. Hann gat byrjað að slá á móti. Framhald f næsta blaði. BARA HREYFA EINN HNAPP oe *-«/%14/%FULLMATIC SJÁLFVIRKA ÞVOTTAVÉLIN ÞVÆR, SÝÐUR, SKOLAR OG VINDUR ÞVOTTINN. iiÆi4>%FULLMATIC ÞVOTTAVÉLIN FER SIGURFÖR UM ALLA EVRÓPU. - HAKA GERIR ÞVOTTADAGINN AUÐVELDARI EN ÁÐUR ÞEKKTIST. SJALFSTÆÐ ÞVOTTAKERFI 1. Suðuþvottur 100° 2. Heitþvottur 90° 3. Bleijuþvottur 100° 4. Mislitur þvottur 60° 5. Viðkvæmur þvottur 60° 6. Viðkvæmur þvottur 40° 7. Stífþvottur/Þeytivinda 8. Ullarþvottur 9. Forþvottur 10. Non-lron 90° 11. Nylon Non-lron 60° 12. Gluggatjöld 40° H^fc^FULLMATIC AÐEINS S-i^l<k/%FULLMATIC ER SVONA AUÐVELD í NOTKUN. - SNÚIÐ EINUM SNERLI OG HAKA SÉR ALGERLEGA UM ÞVOTTINN OG SKILAR HONUM ÞEYTIUNDNUM. - SJÁLFVIRKT HITASTIG OG VATNSMAGN, SEM H/EFIR HVERJU ÞVOTTAKERFI. - SJÁLFVIRKAR SKOLANIR. - TÆM- ING OG ÞEYTIVINDUÞURRKUN. - MEÐ 2 KERFUM AF 12 ER HÆGT AÐ SJÓÐA ÞVOTTINN SVO VÉL- IN SKILAR JAFNVEL ÓHREINASTA ÞVOTTI TANDURHREINUM. - ÞVOTTURINN KEMUR AÐEINS VIÐ GLANSSLÍPAÐ, SEGULVARIÐ, RYÐFRÍTT STÁL. ábyrgð KOIVIIÐ - SKOÐIÐ - SANNFÆRIST VIKAN 34, tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.