Vikan

Tölublað

Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 50

Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 50
vínföngum ekki fram úr 32 krónum. Á baðströndunum geta menn notið lífsins. Nýtízku hót- er eru risin upp hvarvetna og veitingahús og skemmtistaðir mynda samfellda keðju með baðströndunum. En séu Spánverjar góðir i umgengni við ferðamenn, eru ítalir ekki síðri. Þeir geta kom- izt í kunningsskap við hvaða fólk, sem er. Þeir eru líka fljót- ir að fyrirgefa og gleyma, ef eitthvað er ekki eins og það á að vera. Enda liefur þetta ekki lítið að segja, þegar athugað er hve Ítalía er orðið mikið ferða- mannaland. Eina vikuna i sumar komst tala erlendra ferða- manna, sem heimsóttu „it. alska stigvélið“ upp i hálfa millj- ón. Fyrir utan alla gestrisnina er það margt annað, sem ferða- menn sjá við það að heimsækja ítaliu. Það er eins og tíminn hafi staðnað að nokkru leyti þar. ítalir eru ekki eins háðir vélmenningunni og aðrar þjóðir, það er öllu meiri „miðaldablær" yfir hlutunum þar. Eða eins og sagt hefur verið, þeir hugsa enn- þá um sálina og hjartað og lík- amann. Þá hefur Ítalía eitthvert seiðandi aðdráttarafl fyrir skáld og rithöfunda. Sumir þeirra segj- ast ekki geta skrifað, nema þeir séu staddir á Ítalíu. Aðrir segja, að Róm sé eina borgin, þar sem þeim finnst að þeir séu eins og heima hjá sér. En það er auðvitað ekki allt fullkomið þarna fremur en ann- arsstaðar. Nýlega fóru sorp- hreinsunarmenn í verkfall. Hit- inn, þegar þetta skeði, var með mesta móti og brátt fóru mót- mælin og aðfinnslurnar að heyr- ast. Hefur þetta fólk aldrei heyrt um neinar heilbrigðisráðstafan- ir? sagði einn ferðamannanna. Ég gerði ráð fyrir, að ég yrði að bera með mér sápu og salern- ispappír sjálfur, en ekki að ég yrði að ýta frá mér og smokra mér fram hjá öskutunnunum og kústum til að komast áfram, sagði annar. Einn ferðamaður ætlaði í óperuna til að sjá Carm- en eitt kvöldið. Hann komst að því, að ekki var nokkur leið að komast áfram á götunum vegna umferðarinnar, sem var einn hnútur. Ástæðan var sú, að umferðarlögreglan var í verk- falli, og um miðbik borgarinnar var allt yfirfullt af uppgjafa- hermönnum, sem kröfðust hærri lifeyris. Þegar hann um síðir ------------------------------ Ef þér eigið Ijósmynd, stækkum við hana og litum. 18x24 kosta 90 kr. ísl. Stækkun Sn Ut- únar kostar 45 kr. Vinsamlegast sendið mynd eða filmu og gefið upp Iiti. Skrifið helzt á dtínsku. FOTO-KOLdRERIKTG. Dantes Piads 4, Köbenhavn V. V.___________________„_______J komst i óperuna, var lionum sagt, að sýningunni hefði verið frestað vegna þess að félag tón- listarmanna hafði mótmælt þeirri ákvörðun stjórnarinnar, að minnka styrkveitingu til ó- peruhúsanna. ítalski skaphitinn er alþekkt- ur, sérstaklega hvað umferðinni viðkemur. Þá er eitt fyrirbrigði, sem ítalir hafa, hinir svoköll- uðu Pappagalli. Það eru piltar, sem bjóðast til leiðsagnar ferða- mönnum og þá sérstaklega kven- fólki, fyrir borgun. Þessi stétt manna hefur verið miður vel þokkuð og fyrir skömmu skar lögreglan upp herör gegn þeim. En þá skeði það, að mótmæla- alda reis frá ferðamönnum af veikara kyninu á Italíu, sem staðhæfðu, að þessi þáttur í rómantikinni væri algerlega ó- missandi á ferðalagi um ítaliu. Það er staðreynd, að kvenfólk yfir 30 ára fer ekki til Ítalíu til þess að skoða rústir, heldur er það kitlandi og skemmtilegt, hvernig italskir karlmenn bregð- ast við, þegar þeir sjá þær. Það er nefnilega varla til undan- tekning frá því, að karlmenn á aldrinum 17 til 80 ára snúa sér við til að horfa á eftir þeim, þegar þær ganga framlijá, og þetta er náttúrlega ákaflega gaman fyrir þær. En það eru ekki allir Pappa- gallar eins slæmir. í Flórens haaf þeir myndað með sér stétt- arfélag, þar sem þeir lýsa þvi yfir, að þeir gætu aldrei verið þekktir fyrir að beita sömu að- ferðum og starfsbræður þeirra í Róm og Napóli að pressa pen- inga út úr ferðamönnum. Þeir eru vel klæddir og kurteisir úr hófi fram og leiðbeina ferða- mönnum fyrir litla eða enga borgun á söfn, veitingahús og næturklúbba. Kjörorð þeirra er „Curare“, sem þýðir að gæta að. Ef kvenfólkið óskar eftir meiri leiðsögn af þeirra hálfu en áður er upptalið, er heldur ekki til þess vitað, að þeir liafi nokkuð á móti þvi að veita hana. Og út við hafið er líka sitt af hverju, sem ítalir hafa upp á að bjóða. Aga Khan er nú með stór- ar áætlanir á prjónunum á eynni Sardiníu. Þar við baðströndina eiga að rísa lúxushótel með öllu tilheyrandi, siglingaklúbbur á að vera þar og ótal margt fleira. En Aga hefur ekki hugsað sér, að þetta verði eittlivert hress- ingarhæli fyrir milljónamæringa, heldur geti ferðamenn frá öllum heimi leitað sér þar ánægju. Margar fleiri vinjar hafa skot- ið upp kollinum við Adríahafið og eru í uppsiglingu. En ítalir gleyma heldur ekki öðru atriði. Eins og Frakkar og Spánverjar leitast þeir við að halda niðri verðlaginu á veitingahúsunum, þannig að verðið á fiskinum og steikinni sé í samræmi við fjár- hag viðskiptavinarins. ★ RÚGBRAUÐSSAMLOKUR 2 þunnar, en stórar rúgbrauðs- sneiðar, 1 þunn franskbrauðs- sneið, e. t. v. skorin eftir endi- löngu brauði, svo að nógu stór- ar sneiðar fáist, smjör, laukur, bacon, paprika, ostur. Önnur rúgbrauðssneiðin smurð og þakin með hráum, mjög þunn- um lauksneiðum (lystugra ef sneiðarnar eru aðskildar í hringi). Ofan á þær er lagt þurr- steikt, kalt bacon, sem fitan hef- ur verið látin renna vel af. Skorpan skorin af franskbrauðs- sneiðinni og ln'in smurð báðum megin og lögð ofan á. Þar á eru settir hringir úr grænum pipar og ostsneið, og svo loks hin rúgbrauðssneiðin, með smurðu hliðina niður. Sneiðin skorin í þríhyrnda bita, þegar komið er á staðinn. FYLLT RÚNDSTYKIÍI Rúndstykki eða pylsubrauð, smjör, harðsoðin egg, reykt sild, ný gúrka, kapris, fínsaxað kryddgrænmeti (t. d. dill, pers- ilja, graslaukur eða karsi) maj- ones, rjómi, salt, pipar. Skerið rúndstykkin í sundur í miðju, en látið þau aðeins hanga saman öðrum megin. Krafsið með gaffli dálítið úr þeim og smyrjið með smjöri. Saxið harðsoðnu eggin og hreinsaða reyktu síldina og sker- ið í gúrkuna í litla bita. Klipp- ið kryddmetið. Látið renna af kapriskornunum. Blandið þessu í majonessósuna og hrærið út með jafnmiklum rjóma, kryddið og fyllið brauðin með þessu. Vefjið inn í málmpappír, en hann er sérlega hentugur i ferða- lög, því hægt er að nota hann sem disk, þegar verið er að borða. FYLLT HEILHVEITIBRAUÐ 1 heilhveitibrauð, hakkað kjöt, söxuð púrra, salt, pipar, hráir gulrótarbitar, reykt skinka. Skerið ofan af brauðinu og takið mikið innan úr neðri hlut- anum. Fyllið með hakkaða kjöt- inu, sem hefur verið steikt í kornum á pönnu, saxið púrruna ofan á og kryddið með salti og pipar og stráið litlum bitum af hrárri gulrót yfir (eða rifinni gulrót) Efst eru settir litlir bitar af reyktu skinkunni. Lokið sett á og skorið í sneiðar, þegar kom- ið er í áfangastað. RANDABRAUÐ Rúgbrauð, hvítt brauð, kúmen- brauð eða kryddbrauð, smjör, tunga, soðin skinka, ostur. Skerið 6 sneiðar af rúgbrauð- inu og kryddbrauðinu og smyrj- ið. Setjið tungu á rúgbrauðið, ost á hvíta brauðið og skinku á kryddbrauðið, setjið brauð- sneiðarnar hverja ofan á aðra, en síðasta sneiðin snúi niður. Legg- ið eitthvað þungt ofan á brauðið í nokkrar klukkustundir. Skerið síðan röndóttar sneiðar þvers á brauðið. RÚLLUR Formbrauð, smurostur, pipar- rót, hamborgarkjöt, soðin egg. Skerið formbrauðið í sundur í miðju og síðan helmingana langsum í þunnar sneiðar. Smyrjið lengjurnar með smjöri og síðan með smurosti, rifið piparrót út á. Sneiðar af ham- borgarhrygg lagðar þar ofan á og síðast sneiðar af harðsoðnum eggjum. Rúllið lengjunum sam- an langsum og vefjið í smjör- pappír. EGGJA. OG SKINKUSAMLOKA 2 ljósar eða tvær dökkar brauð- sneiðar eða sin af hvorri, pers- ilja, dill, graslaukur eða púrra, 1 egg, reykt skinka, steikt bacon. Leggið saxað grænmeti á aðra brauðsneiðina. Þar ofan á eggið, en það má annað hvort vera hrært egg eða spælegg, steikt báðum megin. Skerið skinkuna í þunnar lengjur, steikið bacon- ið og setjið það á hina brauð- sneiðina og leggið svo sneiðarn- ar saman. Gott er að setja tóm- atsneiðar á milli þeirra líka, eða hafa þær með, þegar brauð- ið er borðað. HRÖKKBRAUÐ ME3) FISKI Smyrjið hrökkbrauð vel og stráið smásöxuðu dill og pers- ilju á og leggið sneiðar af niður- soðnum rauðbeðum ofan á (látið renna vel af þeim. Þar ofan á er settur steiktur silungur eða annar fiskur. Smjörpappir lát- inn ná vel yfir sneiðina, svo að ekkert detti af henni á leiðinni. gQ VIKAN 34. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.