Vikan

Tölublað

Vikan - 09.09.1965, Blaðsíða 3

Vikan - 09.09.1965, Blaðsíða 3
Ritstjóri: Gísli Sigurðsson (ábm.). Blaðamenn: Guð- mundur Karlsson, Sigurður Hreiðar. Útlitsteikning: Snorri Friðriksson. Auglýsingar: Ásta Bjarnadóttir. Ritstjórn og auglýsingar: Skipholt 33. Símar: 35320, 35321, 35322, 35323. Pósthólf 533. Afgreiðsla og dreifing: Blaðadreifing, Laugavegi 133, sími 36720. Dreifingar- stjóri: Óskar Karlsson. Verð í lausasölu kr. 25. Áskrift- arverð er 300 kr. ársþriðjungslega, greiðist fyrirfram. Prentun: Hilmir h.f. Myndamót: Rafgraf h.f. VIÐ ÆFUM MEÐAN ÞOLIÐ ENDIST. Sigurgeir Jóns- son heimsækir kraftamannaklúbb á Grettisgötunni, og hér sýnir hann ykkur það helzta, sem fyrir augu hans bar, og segir einnig frá því í léttri og skemmti- legri grein. ........................ Bls. 28 HVER BER ÁBYRGÐINA? Það er dýrt að byggja hús á íslandi, það eru allir sammála um. Hitt er svo verra, þegar þrír meistarar geta ekki komið húsi skár saman en svo, að það hrynur undan' sjálfu sér áður en þakið er fyllilega komið á, og svalirnar halda ekki tveimur þriðju af meisturunum! Bls. 10 FINNAST VITSMUNAVERUR VÍÐAR EN Á JÖRÐU? Ungur Rússi, Kardaschev, varð heldur en ekki hissa, þegar hann uppgötvaði allt i einu framandi út- varpsbylgjur utan úr heiminum. Hann tók fljótlega að velta því fyrir sér, hvort þær kæmu frá vits- munaverum á annarri jörð, og hér er einmitt sú spurning rædd í fullri alvöru....... Bls. 16 SJÁLFSMORÐSSVEITIRNAR. Frásögn af flugsveitum Japana, sem flugu beint í dauðann — fórnuðu sér fyrir föðurlandið................... Bls. 24 FORSÍÐAN Það er gömul regla, að þegar sumrinu hallar, geng- ur haustið í garð. Þá eru oft hvað fegurst veður, en hitinn er minni og stúlkurnar, sem áður forðuð- ust að klæðast meiru en nauðsynlegustu borðum og renningum, leita skjóls í heldur meiri fötum. Og þar sem fæðingarheimili tízkunnar stendur í París, er vel við hæfi að birta forsiðu með þremur frönsk- um dömum, sem sýna okkur hvernig tízkan vill hafa haustklæðnaðinn í ár. MINNISSTÆÐAST, ÞEGAR ÉG SÖNG FYRIR FANG- ANA. Guðrún Egilson ræðir við frú Guðrúnu Á. Símonar. ÁSHILDARMÝRARSAMÞYKKTIN. Frásögn eftir séra Sigurð Einarsson i Holti. KAPPAKSTUR. Smásaga eftir Alberto Moravia. 6 VIKUR í FANGELSI Á FILIPPSEYJUM. Sigurgeir Jóns- son ræðir við ævintýramann úr Eyjum. FERÐIN JAFNAÐIST Á VIÐ GEIMSKOT. Pétur á Egils- stöðum segir Guðrúnu Egilson frá reiðferð yfir há- lendið. Og síðast, en ekki sízt: HÚMOR í VIKUBYRIUN í ÞESSARI 1 VIKU i N ÆSTA BLAÐI HVAÐ VEIZTU UM VIETNAM? Stríðið í Vietnam skoð- að og rætt. ......................... Bls. 26 Auk þess: Framhaldssögurnar: Angelique og Vöggu- vísa fyrir morðingjann (sögulok). Síðan síðast, Póst- ur, smásaga, krossgáta, kvennaefni og sitthvað fleira. BLAÐAUKI: Myndafrásögn af ævi og starfi borgarstjórans i Reykjavík, Geirs Hallgrímssonar. 16 síðu blaðauki, prentaður á sérstakan myndapappír. BRÉF FRÁ RITSTJÓRNINNI Við höfum orðið vör við það hér á ritstjórnarskrif- stofu Vikunnar, að framhaldssögurnar okkar eiga miklum vinsældum að fagna. Enda er sagan um Angelique alveg í sérflokki, og á varla sinn líka í hliðstæðum bókmenntum. Margir hafa í fyrstu álitið, að sagan væri aðeins ómerkilegur reyfari og Ijót, en hafa við nánari kynni komizt að raun um, að hún er eins nálægt því að vera bókmennt og hægt er að krefjast af jafn spennandi skemmti- lestri, auk þess sem hún er mjög fræðandi um lífið á þeim tíma, sem henni hefur verið valinn. Við er- um stolt af því að hafa einkaréttinn á Angelique, og hún verður okkar tryggi fylginautur eitthvað fram eftir árum. — Nú er Vögguvísa fyrir morð- ingjann að Ijúka, og við höfum fyrir satt, að um svipað leyti hafi margir lesenda fullnagað neglur sínar, en hvað verður þá um fingur þeirra, þegar þeir taka að lesa næstu sögu? Hún heitir „Flug 741" og er svo óhemju spennandi, að við sjáum okkur ekki annað fært en að hafa óvenju stóra skammta í hverju blaði — þeir þykja áreiðanlega stuttir samt. VIKAN 36. tbl. g

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.