Vikan

Tölublað

Vikan - 09.09.1965, Blaðsíða 4

Vikan - 09.09.1965, Blaðsíða 4
LEIKSTJÓRI: BILLY WILDER - AÐALHLUTVERK: SHIRLEY MACLAINE OG JACK LEMMON - SÝNINGARSTAÐUR: TÓNABÍÓ. 3 Þar kemur ó daginn, a8 sjólfur lögreglustjórinn, Lefévre, er í hópi við- skiptavina þeirra, sem Nestor hefur handtekið, og það segir sig sjólft, að Nestor veslingurinn er þegar í stað rekinn úr lögreglunni — þvert ó móti því, sem hann hafði ótt von á. Nestor klæðist nú betri fölum fyrri „verndarans' og hefur sér til afþrey- ingar að spila við starfsbræður sína úr stétt „verndara", meðan stúlkur þeirra afla fjár. Beiskur í skapi snýr hann aftur á búluna, sem var aðal samkomustaður gleðihópsins f Casanovastræti, og verður þá vitni að því, að „verndari" Irmu — en hún var þegar í stað látin laus — misþyrmir henni illlega, og einhvernveginn getur hann ekki látið slikt afskiptalaust. Hann flýgur á verndarann og eftir hörku átök stendur Nestor sem sigurvegari. En afbrýðisemin kvelur hann, og hann trúir veitingamanninum Skeggja fyrir þvf. Og þegar Irma segir honum, að einu sinni hafi hún haft gaml- an viðskiptavin, sem heimsótti hana tvisvar í viku og greiddi henni 500 franka í hvert skipti. Þá fá þeir Skeggi góða hugmynd. £ VIKAN 36. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.