Vikan

Tölublað

Vikan - 09.09.1965, Blaðsíða 12

Vikan - 09.09.1965, Blaðsíða 12
Hún hafði ekkert breytzt, — sama drottn- ingarlega göngulagið, sami yndisþokk- inn . . . Maðurinn sem sat í anddyri hótels- ins flýtti sér til móts við hana og tók í bóðar hendur hennar. — Elizabeth, þú ert alltaf jafn falleg, sagði hann, með hrifningu í röddinni. Hún hló. — Takk, sagði hún hlýlega. — Eg var reglulega glöð, þegar að þú hringdir. Það er svo langt síðan að við hittumst. — Jó, ótta ár, ef ég man rétt. Hún hló aftur og strauk hárlokk frá enninu. Hann kannaðist svo vel við þennan ávana hennar. — Hvernig líður Simon? spurði hann, þegar að þau gengu inn í borðsalinn. — Vel, þakka þér fyrir. Honum þótti leiðinlegt að geta ekki komið. Hún fár úr hvítu hönzkunum og leit áköf í kringum sig. Áður var hún lagleg, en nú var hún beinlínis falleg! Hann pantaði mat og vin, með öryggi sem bar þess vitni, að hann var vanur veitingahúsum. — Þú hefir elzt, Peter, sagði hún alvar- leg á svip. — En það fer þér vel. — Já, ég þroskast hægt, það gera beztu ávextirnir líka. Hún hló og studdi hönd undir kinn. En svo varð hún alvarleg á svip. — Áft þú börn? — Ertu hamingjusamur? I nokkrar sekúndur varð hann alvarleg- ur. — Tvo drengi, sagði hann, svo fór hann að hlæja aftur. — Jú, vissulega er ég hamingjusamur! Hún leit undrandi upp, en sagði ekkert. — En þú sjálf? hélt hann áfram. — Ert þú hamingjusöm? — Já, sagði hún snöggt. — Ég á dótt- ur, sem er orðin sjö ára, yndislega telpu! — Og Simon? — Ég gæti ekki hugsað mér betri mann. Peter sat hljóður, en hún fann að hann beið eftir því að hún bætti við: Ég elska hann. Þess í stað sagði hún lágt: — Hann er svo góður. Hún leit undan augnaráði hans, og sneri sér, allshugar fegin að þjóninum, sem kom með heita réftinn. Svo dönsuðu þau og þegar að tími var kominn til að fara, ók hann henni heim. Hún bauð honum inn, upp á drykk. Sim- on var að borða brauðið, sem hún hafði smurt handa honum. Hann var þreytu- legur á svipinn, en Ijómaði þegar hann sá Peter. Eliztbeth horfði á hann, hálf óró- leg. — Ertu nýkominn heim? spurði hún. Simon kinkaði kolli. — Já, vina mín, og því miður verð ég að vinna nokkur kvöld enn. Elizabeth gleymdi Peter um stund. — En það er ekki gott fyrir þig, sagði hún, áhyggjufull. Simon horfði á hana, aðvar- andi á svipinn, en hún lét eins og að hún sæi það ekki og hélt áfram: — Það vinnur enginn eins og þú. Er þér Ijóst að þú átt dóttur, sem að þú sérð ekki nema einstaka sinnum? Hún fann sjálf að þetta var óþarfa nöldur, og henni létti þegar Simon sagði: — Gefðu Peter eitthvað að drekka, Elizabeth. Ég skil það vel að þú ert þreytt, en við verð- um að muna eftir því að við erum ekki ein . . . Peter horfði brosandi á þau og henni fannst hálfgerð meðaumkvun skína úr augum hans. Simon áleit alltaf, að ef að konan hreyfði einhverjum mótmælum, væri það vegna þess að hún væri þreytt og niðurdregin. Næsta morgun gekk hún hægt niður stig- ann að eldhúsinu. Hún dró sólgulu glugga- tjöldin frá, hitaði kaffi og steikti brauð. Allt var þetta eins og áður, en samt fannst henni eitthvað hafa breytzt. í gær vorum við Simon hamingjusöm, hugsaði hún. Við áttum heim- ili, barn og hvort annað, og það var það eina sem skifti nokkru máli. Hún fann fyrir einhverjum innri sársauka, setti frá sér kaffibollann og reyndi að stöðva tárin. Hún minntist þess að hún hafði verið fast ákveðin í að gera hjónaband sitt far- sælt, en innst inni vissi hún alltaf, að hún elskaði ekki Simon. Og í gær, þegar að hún hitti Peter, hafði fortíðin rifjazt upp. Nú fann hún til óróleika og einhverrar óljósrar tilfinningar, sem gerði Hún hélt að ást hennar á Peter heyrði fortíðinni til. Þegar hún giftist bezta vini hans, var hún ákveðin í því að gleyma. Og hún hélt að það hefði tekizt - þangað til að Peter kom.......... VIKAN 36. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.